mánudagur, september 08, 2008

Hamstrar og samkynhneigð

Fyrir nokkru síðan skrifaði ég pistil um hvernig mann ég vildi fá að eiga fyrir mig - bara fyrir mig. Mörgum fannst ég vera óraunhæf og sögðu að þessi maður væri ekki til. Ein vinkona mín gekk svo langt að segja að ástæðan fyrir því að ég væri ein væri sú að ég vildi það sem ég gæti ekki fengið til að vera alltaf ein, ætli það sé rétt? Ég barasta veit það ekki, ég veit samt alveg hvað ég vil og ég veit að það er ekki í boði.
---
Kannski langar mig bara í þessa ímynd, fjölskyldumyndina. Mig langar að skipuleggja barneignir með fullkomnum manni, mig langar að hafa einhvern heima á kvöldin og taka þátt í lífinu með mér. Ég nenni ekki að hanga á msn öll kvöld, ein fyrir framan tölvuna heima hjá mér. Ég nenni ekki að þurfa að hringja ef mig langar að tala við einhvern, mig langar að geta snúið mér við og spjallað án þess að tækni þurfi að koma þar við.
---
Ég er pirruð

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

af hverju þessi titill?

Ömurlegt að fá ekki það sem maður vill. En ég kem á fimmtudaginn og knúsa þig gamla mín :)

Ásdís Ýr sagði...

mér fannst hann bara passa svo vel við.. þrífætti hamsturinn er með eitthvað sem vex út úr eyranu og svo var verið að ræða samkynhneigð í sjónvarpinu þegar ég skrifaði þetta...

Ég hlakka svo til að hitta þig á fimmtudaginn unga mín...

Nafnlaus sagði...

Vá hvað ég gæti hafa skrifað þetta sjálf!
Knúsur á þig yndislega Ásdísin mín! :-*

Ásdís Ýr sagði...

Sömuleiðis yndislega fannslan mín :) Við verðum einn daginn á þessum stað..