miðvikudagur, september 03, 2008

Að muna eða muna ekki

Stundum er sagt að ég muni allt, ég man mjög mikið úr fortíðinni og samtíðinni - oftast hluti sem engu máli skipta. Stundum hef ég velt því fyrir mér hvort hægt sé að breyta því sem liðið er, og alltaf komist að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki. Learning by doing sagði einn mjög svo gáfaður maður... fortíðin er til að læra af - og ekkert annað ... jú kannski líka hlægja að. Svo getur maður lent í því, líka við sem teljum okkur muna allt, að það sem við munum er ekki rétt. Það getur verið spaugilegt og já líka háalvarlegt - allt eftir því hvernig litið er á málin. En hvað er þá rétt, það sem við munum eða það sem hinir muna? Kannski er þetta spurning um það sem við viljum muna...

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skömmin þín :)
aðskilnaður errr og kááá

Nafnlaus sagði...

hehe góð pæling :) EN þú manst allt! Þegar þú ert að segja mér frá einhverju þá átta ég mig alltaf á því hvað ég er vita minnislaus, get aldrei endurtekið sögu án þess að rugla einhverju!

Ásdís Ýr sagði...

Nafnalaus - skammastu þín :)

Valla - ég hélt að ég hefði stálminni...

Sigurlaug Anna sagði...

vó róleg með heimspekina, þetta skildi ég ekki.... kannski af því að ég er ljóska....

Ásdís Ýr sagði...

Sigurlaug mín.. þetta er bara ritgerðarloftið sem er að tæma vitið

Nafnlaus sagði...

Nei Ásdís ef þú myndir allt þá ættum við ekki þessa yndislegu prinsessu saman :) hahaha

Ásdís Ýr sagði...

Góður Nonni hahhahahha

Nafnlaus sagði...

HAHAHAHAHAHAHAHAHAHA

Þarna hitturðu naglann á höfuðið Nonni!!!!

Nafnlaus sagði...

HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA...
Merkilegt finnst mér þó að þú manst LÍKA allt sem gerist á tjúttinu!
Knúsur frá Akureyri sem saknar þín strax!