... er Ásdís Ýr ballettdansmær frá Ballettskóla Guðbjargar Björgvins! Hljómar þetta ekki vel? Ekki falla í yfirlið, ég er ekki farin að æfa ballett en ég fékk samt gott boð í dag frá ballettkennararnum hennar Maríu. Þar eru í boði balletttímar fyrir foreldra, allt frá algjörum byrjendum til gamalla dansara. Nema hvað samtal okkar var eitthvað á þessa leið:
Kennari: Þú vilt ekki koma í ballettinn sem er núna í gangi, þetta eru foreldrar margra krakka hérna - passar akkúrat við tímann hennar Maríu? Ásdís tilvonandi ballettdansmær: Uhh, ég er veit það ekki.. ég er svo strið að ég yrði eins og álfur þarna Kennari: Elskan mín, heldurðu að þú getir ekki lyft fætinum upp á stöngina? Ásdís tilvonandi ballettdansmær: (Hóstar) nei, ég held ekki sko Kennari: Iss, ég verð fjót að teygja það úr þér. Hugsaðu alla vega um það!
Ég komst í splitt í nokkur skipti þegar ég var 14 ára (eða 15 ára). Þau voru ekki mörg, en ég komst. Ætli ég yrði ekki létt á mér og tignarleg á sviðinu í tutupilsi með celló á rassinum?
4 ummæli:
hehehe væri til í að horfa á ballettíma hjá fullorðnu stirðbusaforeldrunum :)
Þú yrðir glæsileg elskan!!
hóst, hmm
ásdís, þú fórst í splitt 20 ára í minni minningu :) hahaha
Nonni minn.. þú ert að rugla mér saman við einhverja aðra :)
Skrifa ummæli