... var mér sagt áðan :) Flest kvöld fara í það að fara yfir verkefni (með Facebook pásum), þeim fækkar ekki heldur fjölgar ef eitthvað er. Önnin er að verða búin og þá verkefnin líka.. þeas þessi eiginlegu verkefni.
---
Lífið heldur áfram, það er eilífðarverkefni - nokkuð einfalt verkefni. Ég var heima með Maríu í dag og milli þess sem ég fór yfir verkefni fór ég á fésbókina og skrifaði blogg.. ég kom mér samt aldrei í það að birta þau - sum voru bara fyrir mig.. það er svo gaman að vera ég í dag - hin voru bara leiðinleg.
---
Á milli þess sem ég fór yfir verkefni, stúterði fésbókina og skrifaði blogg las ég gömul blogg frá mér. Það er gaman að lesa þau, fyndið að sjá hvað maður hefur þroskaðst frá því í apríl 2005.. staðan mín var líka allt önnur þá - ég stóð líka öðruvísi.. ég var meira svona á tánni :) Ég þakka samt Guði fyrir að bloggið var ekki til þegar ég var yngri...
---
Eníveis, pointless blogg en blogg samt sem áður...
---
Ps. átti ég kannski frekar að blogga um að Norðmenn ætla enn eina ferðina að sjatla málin við Breta? Nauuuuu
3 ummæli:
Þetta er var skemmtileg lesning :)
Kveðja
Birgir Örn
;)
Það fannst mér líka!
Kv Sunny
Skrifa ummæli