Það er aldeilis farið að styttast í flutninga hér á bænum. Eftir nákvæmlega mánuð verðum við að undirbúa síðustu metrana í flutningum. Flutningar hafa lengi verið í hausnum á mér, stundum hefur mig virkilega langað til að flytja.. flytja eitthvað langt eins og til Akureyrar og hafa Völluna mína alltaf nálægt eða flytja í litla íbúð þar sem það verður bara pláss fyrir okkur Maríu og kannski einn kött.. engan annan eða bara eitthvað.. og bara allt þar á milli.
--
Stundum hefur mig líka bara langað til að flytja til að geta loksins eftir margra ára bið búið til mitt heimili, málað veggina og skipt um gólfefni eða bara dúllast eitthvað til að gera íbúðina að "minni". Ég er margoft búin að innrétta draumaíbúðina mína í huganum. Hún verður hlaðin af listmunum, með ljósum húsgögnum og hvítum veggjum.. og kannski einhverju veggfóðri.
---
Draumarnir breytast eftir stund og stað. Stundum dreymir mig spinster líf með Maríu, í þykkri peysu að vinna hjá stjórnsýslunni í Háskólanum og grufla í bókum á kvöldin í lítilli og þröngri íbúð í vesturbænum. Hina dagana dreymir mig um að eiga fullt hús af börnum, flottan kall, vinna stuttan vinnudag og kúra yfir imbanum á kvöldin í rúmgóðri íbúð í vesturbænum.
---
Draumarnir fara núna á hold í smá tíma á meðan við mæðgur komum okkur fyrir í nokkra mánuði í Grafarholtinu. Búslóðin verður þó í vesturbænum í geymslu - borgar sig ekki að fara með hana of langt :)
4 ummæli:
Maður getur aldrei lifað sig almennilega "heima" í leiguhúsnæði. Það er ekki fyrr en maður er komin í "sína" eigin íbúð sem lífið byrjar loksins, já eða stoppar. Þannig að það styttist í það að þú verður formlega "fullorðin".
kv.
Gamli unglingurinn
Teen-Leifur.. á ég bara ekki fleiri vini en það að kommentin hrannast ekki inn :)
Annars er þetta alveg rétt hjá þér, það er erfitt að gera leiguhúsnæði að sínu og já kannski stoppar lífið þegar maður fer að þræla fyrir eigin "eign" sem maður eignast svo varla..
Ég verð kannski formlega fullorðin en ég er alltaf ung í anda - í það minnsta yngri en þú :)
ég get ekki beðið eftir að geta komist í mitt húsnæði, hvenær eða aldrei sem það nú verður.. en er nú að fá smjörþefinn af þessu aðeins núna..
Við gætum samt líklega aldrei búið saman þar sem að ég er hvorki flottur kall né köttur og svo er smekkur okkar á veggjalit svolítið ólíkur ;)
Lágmark svo að láta mann vita þegar að það er komið nýtt blogg.. :)
Sunnefa mín.. við gerðum okkar tilraun fyrir 12 árum síðan :
Ég verð fastagestur hjá þér á Skólavörðustígnum á barnlausum dögum.. þú getur treyst því mín kæra.
En elskan mín, ég var að tala við þig þegar ég bloggaði - gleymdi bara að minnast á það :)
Skrifa ummæli