fimmtudagur, desember 25, 2008

Árið gert upp

Hvað annað er við hæfi á síðustu dögum ársins en að íhuga það og gera það upp, svona rétt áður en það verður kvatt. Árið sem er að líða hefur að mörgu leyti verið mjög sérstakt, ég hef upplifað marga sigra og of oft látið í minni pokann. Samt finnst mér ég koma út sem sigurvegari. Stormasama árið 2008 verður kvatt með stæl á gamlárskvöld í góðum hópi.
---
Í upphafi árs fór ég í frábæra ferð til Tenerife - þá allra bestu frá upphafi. Ég, Maja, Beggi og börnin nutum þess að vera í afslöppun og leti í tæpar þrjár vikur. Aldrei áður hefur mig ekkert langað heim. Í febrúar og mars var ég á kafi í vinnu og fór í stórskemmtilega vinnuferð út á land. Við förum til Akureyrar, Egilsstaða og Ísafjarðar. Ég flaug á alla staðina, Akureyrarflugið var bara venjuleg - upp og svo niður. Egilsstaðaflugið var geðveikt - heiðskírt alla leið. Ísafjarðarflugið var viðbjóður - vélin hentist til og frá og við vorum grænar þegar við loksins lentum. Á Ísafirði afrekaði ég það að detta tvisvar á hausinn, einu sinni á rassgatið og í hitt skiptið fram fyrir mig. Mjög elegant. Ég þurfti bólgueyðandi í nokkrar vikur á eftir. Þessar ferðir áttu eftir að hafa jákvæðar afleiðingar á líf mitt og starf :)
---
Svo fór að vora og elsku Akureyrarfólkið mitt gifti sig, án þess að segja frá. Boðskortið kom í pósti og ég las það nokkrum sinnum til að fatta að þau hefðu raunverulega gift sig og komið í mat án þess að segja nokkuð. Ég átti afmæli eins og flest önnur vor, afmælið var táknrænt - ég þroskaðist talsvert við að verða 27 ára og fattaði á sama tíma að ákveðnir hlutir voru bara ekki að virka.. þó það hafi tekið aðeins lengri tíma að ná því í gegn.
---
Sumarið var gott og skemmtileg, endalaust sól í minningunni. Ég fékk launalaust leyfi til að vinna í ritgerðinni minni og þótti mér ganga nokkuð vel. Það var þrælskemmtilegt að geta setið yfir skólabókum eftir svona langa fjarveru. Ég ferðaðist smotterí innanlands, auðvitað til Akureyrar og í Brekkuskóg. Við Guðrún skipulögðum svo leyniferð til Krítar með Sunnefu og Viktoríu - sem þær fréttu af upp á flugvelli :) Á Krít var afslappelsi og lífsháski. Flugferðin heim var skondin og vandræðaleg. Þegar ég kom heim uppgötvaði ég nýjar lendur Facebook og er ennþá fárveik af þeim fræðum.
---
Haustið var skemmtilegt, flókið, auðvelt og erfitt allt í senn. Ég mætti til vinnu í september í nýja stöðu og fékk að blómstra í vinnunni. Mér tókst að flækja lífið allverulega eftir því sem leið á haustið. Ég vissi ekkert hvað ég vildi en hélt það samt, en veit núna að ég hafði rangt fyrir mér. Ég kynntist fullt af nýju fólki og fékk enn aðra stöðu í vinnunni sem ég er enn að læra á - mjög spennandi staða. Kreppan skall á af fullum þunga og ég ákvað að brjóta odd af oflæti mínu og flytja til mömmu um áramótin. Það er blendnar tilfinningar sem fylgja því að flytja en ég veit að þetta er tækifæri sem ég verð að nýta.
---
Nýja árið mun marka tímamót, ég ætla að snúa aftur til þess lífs sem ég vil hafa og ráða för. Ég ætla að búa í Ólafsgeislanum fram á vor og flytja svo aftur í vesturbæinn áður en næsti vetur skellur á. Ég ætla að klára ritgerðina mína áður en árið verður úti og mæta með date á árshátíðina.
---
Næsta ár verður það besta í sögunni!

sunnudagur, desember 21, 2008

SMS..

Stundum tek ég mig til og hreinsa til í símanum mínum og hendi út sms skilaboðum - sá sem kæmist í símann minn í dag kæmist í feitt. Ég hef ekki tekið til í inboxinu síðan fyrir ári síðan. Elstu smsin er frá 22.desember í fyrra. Sms skilaboð eru ótrúleg heimild um líf einstaklinga, sá sem myndi skoða minn síma myndi komast að öllu um mig - allt frá peningamálum til ástarmála.
---
Sumir senda alltaf bara sms, aðrir senda aldrei sms. Samt sem áður fær yfirleitt meira að flakka í smsnum hjá fólki heldur en í venjulegu samtali. Það er svo gaman að lesa í gegnum þetta og sjá heildarmyndina úr allri súpunni. Sumt vekur furðu, stundum er heildarmyndin svo flókin að maður skilur hana ekki og stundum hlær maður bara.
---
Spurning um að fara að henda út?

þriðjudagur, desember 16, 2008

Stjarnan mín..

Prinsessan mín keppti í fótbolta á laugardaginn, það var gaman að fylgjast með henni þjóta upp völlinn og tækla stelpurnar í hinu liðinu. Það skemmdi ekki fyrir að stjarnan mín skoraði þrusumark og fékk mynd af sér í Mogganum. Stolta mamman sýndi öllum í vinnunni litlu stjörnuna sína :)
---
En hún er að þroskast svo mikið. Í gærkvöldi var hún á msn hjá mér, ég dormaði í sófanum og japlaði á nammi á meðan. Þegar svefntími var kominn á þá stuttu kíkti ég í tölvuna og sá að hún hafði sagt viðmælandanum sínum á msn að ég væri að borða nammi og spurði viðkomandi hvort hann ætlaði ekki að fara að kíkja í heimsókn ;) Spurning um að fara að búa til hennar eigin msn...
---
Svo kom háttatími fyrr í kvöld, við lágum saman upp í rúmi og hún las fyrir mig. Ég var svo þreytt að ég ákvað að dorma aðeins með henni í smá stund. Í miðju dormi spyr hún mig hvað hún fái í skóinn í nótt! Ég sagði að ég vissi það ekkert, hún benti mér réttilega á að ég vissi það bara víst og ég sagði að ég væri ekki jólasveinn og vissi þar af leiðandi ekkert um það. Umræðan dó og María sofnaði.
---
Hvað gefur maður svo svona stjörnum í jólagjöf? Hún vill ekki fósturpabba nema hann sé dökkhærður og eigi ekki lítinn strák (fyrirvarinn líka frekar stuttur - rétt vika til jóla), hún vill skíði en ég kann ekki á skíði, hún vill ekki föt en hana vantar föt, hún vill BabyBorn bíl...

sunnudagur, desember 14, 2008

10 dagar til jóla..

.. og hér er allt eftir. Ein jólasería komin inn á elskulega barninu mínu. Geymslan svo gott sem komin inn í stofu og allt út um allt. Í dag ætlaði ég að vera búin að fylla leigugeymsluna og gera allt voðalega jóló hjá mér hérna heima. Ætlaði er lykilorðið.
---
Ég veit ekkert hvað ég á að kaupa í jólagjafir, ég veit ekkert hvað fólki vill fá í kringum mig. Ég hef aldrei verið svona lost í þessum efnum. Vinkonurnar eru margar meira lost en ég hvað á að gefa karlinum í jólagjöf.. ég veit alveg hvað ég ætla að kaupa fyrir minn - þegar ég eignast hann :) Ég verð búin að hafa mörg jól til að íhuga þessa klassísku "gjöf handa karlinum". Þegar ég fer að sofa í kvöld skal ég vera búin að gera eitthvað meira jóló og notó hérna heima á Eggertsgötunni.
---
Litli snillingurinn minn var að keppa í fótbolta í gær. Hún er helvíti góð þessi elska, hún þrumaði einum bolta í markið og sýndi hörkuleik. Stúfur var svo ánægður með hana að hún fékk úr í skóinn, hana er búið að dreyma um úr lengi.
--
Aníveis, tilgangslaust blogg sem minnir á að lítill tími er til jóla. Sálin er á Players næstu helgi????

fimmtudagur, desember 11, 2008

Heimatilbúið..

Á morgun er glöggið mikla.. fyrir ári fór ég heim eftir 2 tíma - ekki drukkin heldur dauðþreytt. Ég hafði vakað í rúman sólarhring við verkefnaskil og lagði mig yfir daginn. Meikaði ekki glöggið og fór heim. Fyrir tveimur árum var ég í prófum og varð fyrir aðkasti með kaffið mitt. Núna er verð ég hvorki of þreytt né að læra heldur @the glögg
---
DoubleChicks.. Frú Stella and me erum planleggjarar kvöldins. Í einhverju annarlegu ástandi ákváðum við að það væri sennilega best að sjá um þetta frá A-Ö. Verkefnið virist óyfirstíganlegt í gær sökum anna en þetta er allt að smella. Húsmóðurgenin fóru á overdrive og hér bullar í pottum, vel sneiddur lax (reyktur og grafinn) liggur pent á fati í ískápnum og tvær tegundir af köldum sósum þekja hillur ísskápins. Kjötið verður skorið á morgun, þegar það hefur fengið að kólna vel.
---
Fáránlegast af öllu er að mér finnst þetta bara nokk skemmtilegt, í miðjum laxaskurði velti ég því fyrir mér af hverju ég væri bara ekki heimavinnandi? Augljósasta svarið er náttúrulega að ég hef enga fyrirvinnu .. og sjálfsagt myndi geðheilsan fara fyrir lítið ef ég færi að vinna heima við eitthvað annað en "skrifstofudjobb". Félagi minn, unglingur í götunni, sagði reyndar við mig um daginn að hann sæi mig ekki fyrir sér heimavinnandi... og við tóku miklar útskýringar á því að ég væri sennilega ekki léleg húsmóðir og jari jari jari heldur sæi hann ekki mig una mér í því starfi. Sannast sagna þá verð ég seint talin góð á því sviði.

þriðjudagur, desember 09, 2008

Tótallí pointless

Helgin var frábær.. ég get ekki sofnað og hangi á netinu eins og maður á ekki að gera... en stal þessu af öðru bloggi:
---
Á fæðingarvottorðinu mínu stendur Ásdís Ýr Arnardóttir, ég er kölluð Ásdís eða Ásdís Ýr. Ég fæddist 27.apríl 1981 á stofu 6 á þriðju hæð Hérðashælis Austur Húnvetninga á Blönduósi. Ljósmóðirnir sem tók á móti mér hét Agatha og var nágranni minn, vinkona mömmu og mamma vinkvenna minna. Ég bý í Reykjavík í dag en hef búið á Blönduósi, í Mosfellsbæ og Keflavík. Ég með dökkt hár eins og Anna Sigga gerir það hverju sinni, alltaf mjög fínt þegar hún er nýbúin að sansa það. Ég er ekki með nein asnaleg göt á líkamanum fyrir utan hálfgróið tungugat sem ég fékk mér þegar ég var 16 ára, stuttu áður en ég lét flúra á mér mjóbakið. Engar freknur hafa látið sjá sig en fæðingarblettir eru of margir. Ég er rétthent og nota skó númer 40 á góðum degi.
---
Ég er matargat og elska að borða, upphaldið mitt er reykt svínakjöt, sveitamatur og nautasteik. Ef ég sukka þá fæ ég mér yfirleitt KFC eða Makka. Ég get drukkið óeðlilega mikið magn af kóki og kaffi en samt alltaf súper róleg :) Vatn og ávaxtasafi kemst sjaldan inn fyrir mínar varir.
---
Ég hef aldrei komið til Afríku en laug því samt í grunnskóla. Ég hef einu sinni lent í bílsslysi og fékk far í diskóbíl. Samt féll ég aldrei á ökurprófinu. Mér finnst föstudagar bestu dagar vikunnar og verð eirðarlaus á sunnudagskvöldum. Ég horfði mjög sjaldan á íþróttir í sjónvarpi nema landsleiki í handbolta.
---
Pæjan í mér vill demanta en íhaldasama stelpan vill perlur. Mér finnst unaðslegt að fara í bað en sturtan þarf yfirleitt að nægja þar sem ég á ekki baðkar. Ég syng í sturtunni ef enginn er heima og ég er að fara út á lífið. Ég hef sungið í ljósabekk fyrir aðra gesti sólbaðstofunnar. Ég er rammfölsk. Tannburstinn minn er appelsínugulur og hvítur, suma daga æli ég ef ég nota annað tannkrem en Sensodyne.
---
Ég er næturhrafn en þoli ekki að sofa frá mér daginn. Ég elska sumarið og hávetur ef það er allt á kafi í snjó. Ég vil hafa öll ljós kveikt, ef ég á ljósaperur í það. Sólarlagið er mitt.

fimmtudagur, desember 04, 2008

.. næstu skref!

Lífið undanfarna mánuði hefur verið sannkölluð rússíbanareið, suma daga hef ég verið með fiðrildi í maganum og aðra þungan stein. Stundum veit ég ekki í hvorn fótinn ég á að stíga, einhvern veginn er það alltaf þannig hjá mér að ef mér gengur vel á einu sviði gengur mér illa á öðru. Spurning um að finna jafnvægi? Stundum þrífst ég best undir álagi, áður fyrr gerði hver meistaraverkin á eftir öðru á no-time en núna verð ég bara þreytt, er ég að verða svona gömul? Nóbbb ung sem lamb alla tíð..
---
Rússabanareiðin er erfið og leiðinleg, ég er komin með nóg af henni. Helgin verður því nýtt til hins ítrasta að vinna upp tapaðan tíma með góðri vinkonu og yndislegum börnum. Helgarplanið mitt er einfalt, fara í bústað með Völlu og plana næstu mánuði og íhuga þessa liðnu.
---
.. tölvan verður heima svo ég skoða ekki facebook, msn eða mailið mitt heila helgi - ég fæ ábyggilega taugaáfall :)