fimmtudagur, desember 11, 2008

Heimatilbúið..

Á morgun er glöggið mikla.. fyrir ári fór ég heim eftir 2 tíma - ekki drukkin heldur dauðþreytt. Ég hafði vakað í rúman sólarhring við verkefnaskil og lagði mig yfir daginn. Meikaði ekki glöggið og fór heim. Fyrir tveimur árum var ég í prófum og varð fyrir aðkasti með kaffið mitt. Núna er verð ég hvorki of þreytt né að læra heldur @the glögg
---
DoubleChicks.. Frú Stella and me erum planleggjarar kvöldins. Í einhverju annarlegu ástandi ákváðum við að það væri sennilega best að sjá um þetta frá A-Ö. Verkefnið virist óyfirstíganlegt í gær sökum anna en þetta er allt að smella. Húsmóðurgenin fóru á overdrive og hér bullar í pottum, vel sneiddur lax (reyktur og grafinn) liggur pent á fati í ískápnum og tvær tegundir af köldum sósum þekja hillur ísskápins. Kjötið verður skorið á morgun, þegar það hefur fengið að kólna vel.
---
Fáránlegast af öllu er að mér finnst þetta bara nokk skemmtilegt, í miðjum laxaskurði velti ég því fyrir mér af hverju ég væri bara ekki heimavinnandi? Augljósasta svarið er náttúrulega að ég hef enga fyrirvinnu .. og sjálfsagt myndi geðheilsan fara fyrir lítið ef ég færi að vinna heima við eitthvað annað en "skrifstofudjobb". Félagi minn, unglingur í götunni, sagði reyndar við mig um daginn að hann sæi mig ekki fyrir sér heimavinnandi... og við tóku miklar útskýringar á því að ég væri sennilega ekki léleg húsmóðir og jari jari jari heldur sæi hann ekki mig una mér í því starfi. Sannast sagna þá verð ég seint talin góð á því sviði.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Miðað við tíman sem það tekur þig að fara yfir verkefni, og tíman sem það tók þig að undirbúa veislu, þá verð ég að endurskoða þessa hugmyndarfræði.

kv.
Jafnréttissinninn

Ásdís Ýr sagði...

Klárlega - heimilsfræðin liggja greinilega betur hjá mér heldur en menntunarfræðin :) Tekur styttri tíma í það minnsta..