fimmtudagur, desember 04, 2008

.. næstu skref!

Lífið undanfarna mánuði hefur verið sannkölluð rússíbanareið, suma daga hef ég verið með fiðrildi í maganum og aðra þungan stein. Stundum veit ég ekki í hvorn fótinn ég á að stíga, einhvern veginn er það alltaf þannig hjá mér að ef mér gengur vel á einu sviði gengur mér illa á öðru. Spurning um að finna jafnvægi? Stundum þrífst ég best undir álagi, áður fyrr gerði hver meistaraverkin á eftir öðru á no-time en núna verð ég bara þreytt, er ég að verða svona gömul? Nóbbb ung sem lamb alla tíð..
---
Rússabanareiðin er erfið og leiðinleg, ég er komin með nóg af henni. Helgin verður því nýtt til hins ítrasta að vinna upp tapaðan tíma með góðri vinkonu og yndislegum börnum. Helgarplanið mitt er einfalt, fara í bústað með Völlu og plana næstu mánuði og íhuga þessa liðnu.
---
.. tölvan verður heima svo ég skoða ekki facebook, msn eða mailið mitt heila helgi - ég fæ ábyggilega taugaáfall :)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gömul!

kv.
unglingurinn.

Nafnlaus sagði...

:s

Unknown sagði...

Held að tilkynningin um nýtt blogg hafi týnst í pósti..

Nýtt ár, nýtt upphaf í nýju umhverfi með nýjar áherslur, í nýju starfi með nýtt hugarfar..

Hefur 4 vikur til að gera upp árið stormasama 2008. Árið 2009 verður besta og skemmtilegasta árið þitt síðan 1997 :) Það lofar bara góðu hvernig við gömlu vinkonurnar ætlum að byrja það..

góða skemmtun in the bústað

love you þín sunny

ps. gömul piffff.. ekki séns!

Nafnlaus sagði...

það er ekki staðan og augnablikið sem skiptir máli alltaf heldur leiðin. Þú ert á réttri leið, trúðu því og trúðu á sjálfa þig. Þá kemur hitt!! knús sigurlaug

Ásdís Ýr sagði...

Unglingur - alltaf yngri en þú :)

Nafnlaus - smæla framan í heiminn og þá smælar heimurinn framan í þig

Sunnefa - Sorry, stoneforgot.. þetta er svo rétt hjá þér.. ég er farin að undirbúa upphafið :)

Sigurlaug - takk fyrir það :)