Milli þess sem ég hrærði í tertur og dúllaði mér á facebook hef ég verið að lesa í gegnum gamlar færslur á blogginu mínu. Stundum skellti ég upp, stundum skildi ég ekki hvað ég var eiginlega að skrifa um og stundum fékk ég tár í augun. Ég er búin að blogga hérna á blogspot í fjögur og hálft ár. Fyrst þegar ég bloggaði sagði ég frá öllu sem ég gerði en smám saman hefur það þróast út í hugsanir og pælingar með daglegu ívafi.
---
Það er samt alveg ótrúlegt hvað það er fljótt að fenna yfir hinar ýmsu minningar. Til dæmis...
- hef ég ekki getað drukkið neitt magn af rauðvíni síðan Valla og Addi útskrifuðust úr HÍ 2006.
- Ég hitti pabba síðast í júní 2005.
- Í júlí 2005 auglýsti ég eftir laganema til að lesa yfir lagakaflann í BA ritgerðinni - enginn hafði samband við mig þá :)
- Í október 2005 skilaði ég inn BA ritgerðinni minni, bauð upp á 100 lítra af áfengi og skemmti mér þrælvel.
- Í nóvember 2005 var ég virkilega að spá í því að skrá mig í Vinstri græna.
- Í janúar 2006 byrjaði ég að vinna í tímavinnu á skrifstofu félagsvísindadeildar sálugu.
- Í mars 2006 breyttist margt og við María urðum tvær í kotinu.
- Í maí 2006 kvaddi elskulega amma mín þennan heim.
- Í júlí 2006 fór ég í ógleymanlega ferð til Chile og heimsótti Sunnefu, saknaði Maríuhænunnar minnar mikið en naut þess samt að vera hjá Sunny.
- Í september 2006 fórum við Hildur Halla á Sálarball í Mosó.
- Í nóvember 2006 giftu Maja og Beggi sig.
- Í janúar 2007 fór ég í 25 ára afmæli Völlunnar minnar og á þorrablót í Eyjafirði.
- Í mars 2007 hitti ég Blönduósstelpurnar á Vegamótum - erum nokkrum sinnum búnar að spá í að hittast aftur :)
- Í nóvember 2007 missti ég símann minn ofan í kaffibollann minn á kaffistofunni í Odda.
- Í desember 2007 fór ég í ógeðslega hálskirtlatöku og flutti inn til Maju og Begga.
- í mars 2008 fór ég á Mosódjamm með öllum gömlu félögunum.
- Í mars 2008 fór ég með HÍ til Ísafjarðar og slasaði mig á spjaldhryggnum eftir tvær byltur í snjónum þar (sá einn sætan og féll bókstaflega fyrir honum).
- Í apríl 2008 missti Stjarna gamli hamsturinn okkur einn fót.
- í júní 2008 fór ég í skrallaði ég á Akureyri og svaf í lopapeysu.
- Í október 2008 hófst rekstur kaupfélagsins við Eggertsgötu.
- Í nóvember 2008 var ég í algjörri kleinu, týndi bílnum mínum hvað eftir annað og tók rangar ákvarðanir á sumum sviðum.
- Í desember 2008 fékk ég stöðuhækkun í vinnunni.
- Í desember 2008 eyddi ég út 1010 smsum úr símanum mínum.
- Í desember 2008 fór ég að íhuga aftur viðskipti við kaupfélagið á Eggertsgötu
- Í janúar 2009 flutti ég í 113. Í febrúar átti ég skemmtilegan mömmudag með Maríu.
- Í mars 2009 fór ég með Hildi, Ingunni og Maríu í ógleymanlega sumarbústaðarferð til Akureyrar.
- Í mars 2009 varð ég veðurteppt á leiðinni til Ísafjarðar og síðar í mánuðinum varð ég veðurteppt á Skagaströnd en ég byrjaði mánuðinn á því að fluginu mínu til Akureyrar var aflýst.
- í maí 2009 flutti Annan mín til Akureyrar og í hjartans eigingirni grét ég heil ósköp.
- Í júní 2009 fór ég með Maríu til Ísafjarðar að hitta fjölskylduna í Króki í fyrsta skiptið.
- Í september 2009 stakk karlinn minn af til útlanda.
---
Eníveis, tveir unglingar sofa inn í Maríu herbergi. Planið mitt er að sofa ekki aðra nótt í sófanum. Afmælisveisla á morgun.
1 ummæli:
sakni sakn, tíminn flýgur!
valla
Skrifa ummæli