fimmtudagur, maí 13, 2010

Nýr dagur - nýtt viðtal

Á morgun þarf ég að súpa seyðið af því að hafa verið svona lengi með ritgerðina mína, í bókstaflegri merkingu.. fyrir nokkrum árum tók ég viðtal við sérfræðing um löggjöfina hvað varðar skóla. Í viðtalinu vísar hann sífellt í frumvarpsdrög sem unnið er að og þær breytingar sem þær eiga að færa fram - frumvarp sem varð að lögum rétt fyrir sumar árið 2008....
---
Þann mann ætla ég að hitta á morgun, kl 11 sharp! Hlakka reyndar mikið til enda mjög fróður maður og getur eflaust sagt mér margt nýtt og kennt mér margt. Þegar viðtalinu við hann er lokið á ég eftir viðtöl við tvo krakka og foreldra þeirra og þá, ÞÁ verður gagnasöfnun lokið!!!! Ég er að gæla við það að ná sambandi við þessa krakka um helgina og ljúka þessu af. Mikið hlakka ég til!
---
Þegar ég verð komin með öll gögnin tilbúin til úrvinnslu verður svo lítið eftir þannig séð, ég er búin að greina mest allt sem ég hef safnað hingað til og það lookar bara nokkuð vel. Það sem ég þarf að gera núna er:
Taka viðtölin (5 talsins)
a. Fljótgert, erfiðast að finna tíma. Hvert viðtal tekur max klukkustund.
Afrita og frumgreina
a. Afrita er leiðinlegt og svo er ég orðin svo hægfara
b. Frumgreinining er skemmtilegt, hugurinn fer á flug. Síðast endaði ég í lagaflækjum og þá var gott að hafa löglærðan mann að læra við borðstofuborðið.
Beita túlkunafræðinni á þau
a. Skemmtilegt en tímafrekt. Mikill lestur fram og tilbaka en pælingar bæta lesturinn.
Skrifa drög að niðurstöðuköflum
a. Sjálfsagt skemmtilegt, reyndar hef ég þegar gert einn úr þeim gögnum sem ég var með 2 008 en ég nota hann aðeins til hliðsjónar í dag. Sá kafli er eiginlega ramminn af því sem mig langar að gera.
b. Fyrsti niðurstöðukaflinn verður um réttinn til náms
c. Annar niðurstöðukaflinn verður um krakkana mína
d. Þriðji verður um formlega og óformlega menntun
Updatea fræðilega hlutann
a. Sennilega hefur eitthvað gerst frá 2008 og því rétt að koma því til skila...
Updatea aðferðafræði hlutann
a. Ég þarf að máta mig betur inn í þekkingarfræðina og koma af stað vænni heilasuðu.
Fullvinna niðurstöður
Skrifa umræður
a. Klárlega skemmtilegasti kaflinn - tvinna saman niðurstöður og fræðilega hlutann
Skrifa inngang
a. Drögin eru reddí - mér hefur aldrei þótt sérstaklega erfitt að skrifa inngang
Skrifa útdrátt
a. Ekki mín sterka hlið - ég þoli ekki lélega útdrætti.
Ef til vill er þetta óþolandi blogg er það heldur mér lifandi. Það er alveg fáránlega erfitt að setjast niður dag og dag, eða kvöld og kvöld að vinna við þetta. Áður en ég veit af verður komið sumarfrí og þá á ég að vera svo til búin með þetta!
---
Það er til svo mikils að vinna að klára þetta, það felst eitthvað svo mikið frelsi í því. Ég fæ þá loks að verða "löggiltur" stundakennari en ekki á sífelldum undanþágum, ég fæ að grúska áfram með mitt og sækja svo um áframhaldandi nám.
---
Annars, þá held ég að þetta sé bara fyrir þig Valla :)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

aww takk fyrir þetta :)
Ég sendi þér hér með peppkveðjur, veit þú ferð létt með þetta, svo klár og dugleg.
Væri alveg til í að vera laus til að afrita fyrir þig en það gengur víst ekki ;)
ást í poka
V

Hildur Halla sagði...

Þetta er flott plan! Þú veist ég elska plön!!!
kv. HH

Ásdís Ýr sagði...

Takk takk - plan og á plan ofan. Nú þarf ég að búa til skothelda áætlun um það hvernig þetta á að hafast og senda HBS.

Það versta er að ég er búin að gera þúsund plön en standa aðeins við hluta þeirra.

En Valla, vá hvað ég væri til í afritunarhjálp en ég ætla að henda mér í þetta núna - tók viðtal í morgun sem ég ætla að greina með öðrum um helgina.