sunnudagur, júlí 25, 2010

Tíminn líður...

... og ég eldist ekki neitt. Einhvern veginn hefur sumarið farið frá mér eins og undanfarin 4 ár - eða síðan ég byrjaði á þessar elsku. Ég á svo erfitt með að halda mig við efnið og klára þetta þó svo að ég viti að verðlaunin eru mörg þegar þetta verður orðið innbundið. Ég mun hoppa hæð mína af gleði, svo mikið er víst. Það er líka alveg á tæru að ef að ég verð ekki svotil búin með þetta þegar ég byrja aftur að vinna að það fer allt á annan endann, ég hef þrjár vikur til að loka deildarstjórastöðunni svo sú skemmtilega geti getið við henni og ég byrjað í öllu þessu nýja sem ég er búin að lofa mér í. Ég hlakka samt ótrúlega mikið til vetrarins, ég hlakka til að fara norður og læra að verða kennari, ég hlakka líka til að kenna meðfram því í vetur og skipuleggja næstu skref námslega séð.
---
Meðfram ritgerðarbrasinu hef ég fengið stórgóða hugmynd af doktorsverkefni, en hugmyndin er ennþá leyndó á milli mín og kollega míns á Akureyri :) Mig langar að byrja strax og ekki seinna en í gær en til að ég eigi möguleika á því verð ég að klára þessa blessuðu ritgerð. Nýja verkefnið er samt meira í anda grunnámsins en MA námsins - en ótrúlega spennandi samt sem áður ...
---
Þessa dagana er ég að greina gögnin mín, eitthvað sem ég hélt að ég gæti gert á nótæm - en það er ótrúlega tímafrekt og krefst sjálfsaga sem mig skortir en meðfram greiningunni hef ég oft og iðulega "lent" á netinu og fundið ný gögn sem eiga það til að afvegaleiða mig ... en spennandi samt sem áður :)
---
Markmiðið núna er að klára greininguna í þessari viku og helst komast af stað með niðurstöðukaflana, skrifa þá í heilu lagi. Einhvern veginn tókst manni oft að skrifa fínustu ritgerðir á fáum dögum svo ég hef ákveðið að hugsa um niðurstöðurnar sem þrjár 20 síðna ritgerðir. Það á ekki að vera mikið mál? Eða hvað?

3 ummæli:

Valla sagði...

EKKERT mál fyrir Jón Pál.
Gaman að vera nefndur kollegi þinn, sannkallaður heiður :)Gangi þér vel gullið mitt :)

Ásdís Ýr sagði...

Sæl frú kollegi!

Ég var á fundi með Hönnu í kvöld og í einu samtalinu fór ég allt í einu að tala:; Sko, Völlu finnst hérna að þetta ætti .. og svo framvegis.

Hönnu fannst það sniðugt og þegar hún var að hvetja mig áfram sagði hún að ég væri skýr í hugsun, góður penni og hefði Völlu!

valla sagði...

awww hvað Hanna er sæt :)