þriðjudagur, mars 28, 2006

Miklar breytingar

Þá sit ég ein heima með skottunni minni, fyrsta kvöldið mitt sem einstæð móðir. Einstök móðir, er það ekki betra hugtak? Ég er langt frá því að standa ein. Ég á frábæra fjölskyldu, einstaka mömmu og einstaka systir. Samt skrítið að mitt barn sé að upplifa svipaða hluti og ég sem barn, ég get þó alla vega nýtt mér mína reynslu og unnið svolítið út frá henni. Skrítin tilfinning og ég get ekki sofið, hugurinn á mér er fleygiferð eins og rússíbani. María segir lítið um þetta en aktar út, ég þarf bara að reyna að tækla það eins og ég get. Litla auðvelda barnið er orðið þvílíkt fyrirferðarmikið. Að sjálfsögðu er þetta erfitt fyrir hana og hvernig í ósköpunum skilur maður heiminn þegar maður er bara 4 ára? Ég held að hún viti bara ekki alveg hvernig hún á að vera greyið. Vonandi lagast þetta. --- Við erum búin að gera plan yfir það hvenær Nonni sækir hana á leikskólann, fer með hana og eyðir deginum með henni. Henni finnst það mjög spennandi, hann bjó til dagatal með litum svo hún gæti séð hvaða dagur væri hvað. Hún merkir svo við hvaða dagar eru búnir, hún meira að segja náði sér í kennaratyggjó og notaði það til að festa penna á dagatalið sitt. Við ræddum mikið um það áðan hvað við ættum að gefa pabba að borða þegar hann kæmi í mat og svoleiðis. Hana langar að fá eitthvað nýtt sem hún á og getur sýnt honum- litla krúttið mitt. --- Það styttist í að við fáum stærri íbúð, ég er búin að lofa Maríu að hún fái stóra herbergið og ég litla. Ég ætla að reyna að gera fínt fyrir okkur og við komum til með að búa hérna 2 ár í viðbót býst ég við, skottan fer þá í Melaskóla. Það væri draumur að geta búið hér í vesturbænum alltaf :) Ég þekki bæjarhlutann nokkuð vel, þó ég hafi aldrei fundið Vesturbæjarlaugina en aðra staði veit ég um. Kannski breytist þessi vesturbæjarást þegar ég fer á vinnumarkaðinn, veit ekki. --- Annars er framtíðin það sem ég ætla að einbeita mér að núna, ég ætla að taka mig algjörlega í gegn. Byrja á sálartetrinu og svo fá umbúðirnar face lift :) Ég var að fá vinnutilboð sem mér líst mjög vel á, ég ætla að kíkja á þetta betur en ég sé ekki hvað ætti að standa á móti því að ég tæki þessa vinnu. Þetta er hlutastarf sem hentar mér mjög vel þar sem ég er enn í skólanum og öðru hlutastarfi.

fimmtudagur, mars 09, 2006

Alltaf brjálað að gera

Sunnefa kallaði á fréttir... Ég fór á Reunion síðasta laugardag og hef sjaldan skemmt mér eins vel. Ég dressaði mig upp í nunnubúning og rauðar netasokkabuxur og til að toppa dressið setti ég skilti aftan á mig sem stóð: Nýr lífsstíll! Sló í gegn og ég fékk verðlaun fyrir stykkið. Svanþór gaf verðlaunin- mér fannst það frekar fyndið. Elín hafði einhverjar áhyggjur af vinkonunni í lok kvöldsins svo hún dró mig heim til sín, þar kúrði ég á dýnu í sjónvarpsholinu/eldhúsinu. Ég var víst á leiðinni í partý og Elín barðist við Halla Valla og ég fór með henni. Ferlega kósý. Sunnudagurinn var mjög erfiður. ---- Ég er búin að vera að vinna alla vikuna, rosalega fínt. Það versta er að þegar ég er að vinna nenni ég lítið að læra- það er svo þægilegt að vera búin í vinnunni og vera bara búin. Núna er brjálað að gera vegna umsókna um framhaldsnám, ég held að ég sé loksins farin að kunna þetta utanað. Reyndar er ég líka komin með bakteríuna. Mig langar að sækja um náms- og starfsráðgjöf. Mig langar að klára bæði MA í uppeldis- og menntunarfræði og Dipl. í náms- og starfsráðgjöf en samt ekki. --- Við mæðgur erum að fara í ferðlag um helgina, við erum að fara í höfuðstað norðursins- rétt hjá kúrekanum. Ég hlakka ótrúlega til að knúsa hana Völlu mína og spjalla um allt og ekkert. María er líka mjög spennt enda segir hún að Rannveig sé sko besta vinkona sín. Helgin verður án efa frábær. --- Ég er eitthvað svo andlaus núna að ég kem engu frá mér, segi ykkur betri fréttir þegar ég kem aftur í hámenninguna.

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Komin tími á blogg?

Mikið svakalega er ég léleg í þessu, sennilega er ég bara of upptekin við unglingauppeldið! Já, skottan mín er sko orðin unglingur. Gelgjustælarnir alveg að toppa allt. Please er mjög algengt orð á mínu heimili þessa dagana, þó svo hún viðurkenni fúslega að hún viti ekki hvað það þýðir... og svo náttla Silvía Nótt- jeminn hvað ég þoli hana ekki og svo syngur hún dóttir mín blessaða lagið hennar daginn út og daginn inn. Samt svolítið krúttlegt, viðurkenni það alveg. --- Ég lét loksins verða af því að panta mér flug til Völlu, ég fer í höfuðstað norðursins eftir 3 vikur. Það er þá í fyrsta skipti sem ég verð yfir nótt á Akureyri síðan ég fór á Halló Akureyri ´96... kominn tími til eða hvað? Það var reyndar ekki vandræðalaust að panta flugið. Ég bókaði þetta fína flug í gærkvöldi fyrir okkur Maríu. Sátt við það, nema hvað að ég rak augun í það að ég bókaði fyrir okkur heim á mánudegi í staðinn fyrir á sunnudegi. Hélt það væri nú lítið mál að laga það. Ekki svo einfalt. --- Ég hringdi starx í morgun og sagði frá mistökum mínum. Ég fékk skýr svör, ég átti að afbóka miðann fyrir okkur báðar- fá inneign hjá FÍ- og bóka annað flug á netinu og eiga inneignina áfram hjá FÍ... hana er ekki hægt að nota þegar bóka á flug á netinu. Ég var ekki alveg sátt við það enda langt frá því að vera fastagestur í Fokker 50. --- Ég hringdi því í kallinn, alveg gjörsamlega að missa mig úr pirringi enda ansi snemma dags. Hann hringir í mig, þá var ekkert mál að breyta miðanum þegar hann hringdi! Ég átti að fá miðann sendan á maili svo ég fylgdist samviskusamlega með því. Svo kom miðinn, ég ákvað að renna aðeins yfir hann. Allt í góðu, við áttum báðar far norður 10.mars, ég heim 12.mars en María 19.febrúar Á SÍÐASTA SUNNUDAG. Eins og gefur að skilja var það ekki að virka en að lokum fengum við sæti í sömu vél heim. --- En svo er ég búin að versla mér búning fyrir grímuballið í Hlégarði um þar næstu helgi. Ég ákvað að snúa vörn í sókn... segi ekki meir. Búningurinn er svartur og hvítur, svaka flottur.

föstudagur, febrúar 10, 2006

Helgan klukkaði mig :)

Fjögur störf sem ég hef unnið yfir ævina: Vestri Grill- það var góður tími Snæland video- yfirleitt líka góður tími Sólbaðstofan- gat aldrei hætt alveg... Félagsvísindadeild- bara nýbyrjuð þar Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur La Bamba- sá hana um daginn, vá hvað hún er sæt Stella í Orlofi- bara alltaf fyndin og svo bara er ég týnd... Fjórir staðir sem ég hef búið á Blönduós- æskustöðvarnar Mosó- þar sem gelgjan náði toppnum Keflavík- þar sem mótþróinn fór á fullt Reykjavík- þar sem ég varð fullorðin Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar: Survior- aldrei myndi ég samt nenna þessu lífi CSI- Hugsa alltaf til Alex hennar Hildar þegar ég sé þessa stafi Law&Order: SVU- ótrúlegt hvað heimurinn getur verið grimmur Bachelor- Ameríski draumurinn í hnotskurn Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum: Færeyjar- ótrúlega sjarmerandi land Osló- þar var sko gaman :) Tenerife- mjög þægilegur og góður tími Flórída- old days Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíður) hi.is- allt í sambandi við skólann barnaland.is- slúður dauðans mbl.is- bara svona til að vera með á nótunum einkabanki.is- maður verður að vita eitthvað um þetta batterí Fernt matarkyns sem ég held uppá: Hamborgarhryggur- besti matur í heimi Saltkjöt og baunir- bregst aldrei Kjötsúpa- jeminn hvað ég er sveitó Kjúllinn hans Óla sem ég fékk hjá Völlu- ég fæ vatn í munninn Fjórar bækur sem ég glugga í: Öldin okkar- ótrúlega spennó stundum Útkallsbækurnar- besta svefnmeðalið Dagbókin mín- annars man ég ekkert Minningabókin hennar Maríu- gaman að lesa um "litla" barnið Fjórir staðir sem ég vildi vera á núna: Santigao- langar svo að heimsækja Sunnefu Akureyri- skulda Völlu alltaf heimsókn San Fransisco- eitthvað draumkennd borg? Tenerife- jólin voru svo næs Fjórir bloggarar sem ég klukka: HildurSpildurHallaSmalla VallaTralla ErnaFerna BirtaSpirta

þriðjudagur, janúar 24, 2006

Jæja, koma svo

  1. Hver ert þú?
  2. Erum við vinir?
  3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
  4. Ertu hrifin/nn af mér?
  5. Langar þig að kyssa mig?
  6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
  7. Lýstu mér í einu orði.
  8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
  9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
  10. Hvað minnir þig á mig?
  11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
  12. Hversu vel þekkiru mig?
  13. Hvenær sástu mig síðast?
  14. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
  15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

mánudagur, janúar 23, 2006

Vallan mín

Í dag er stór dagur, hún Valla mín á afmæli og er 24 ára. Til hamingju með daginn elsku Valla- sakna þín alveg svakalega þessa dagana. Ég kynntist Völlu þegar við unnum saman Padeia blaðið fyrir 2 árum síðan. Ég hafði reyndar séð hana og vitað hver hún væri- sérstaklega þekkti ég orðsporið... ógeðslega klár stelpa.
---
Fyrsta minning mín af Völlu var í tíma í Lögbergi, ég sat fyrir ofan hana og fylgdist með henni glósa af öllum mætti í tíma hjá Jóni Torfi- Kenningum í uppeldis- og menntunarfræði. Hún var alltaf svakalega vel lesin og talaði og skrifaði á tölvuna bæði í einu, mér fannst það alveg svakalegt.
---
Svo ákvað ég að henda mér í djúpu laugina og prufa að fara í ritnefnd Padeia, Valla kom líka í ritnefndina sem tengiliður stjórnar en þegar upp var staðið vorum við mest tvær að vinna þetta saman. Það gekk þvílíkt vel, tvær "frekjur" sem þó gátu alltaf mæst á miðri leið gerðu þetta snilldarblað. Stuttu seinna flutti ég inn á Vetrargarða og þá var ekki aftur snúið, ég kynntist Völlu enn betur og eyddi meiri tíma með henni. Kaffihús í flíspeysu rétt fyrir miðnætti var sko okkar stíll!
---
Rauðvín er eitthvað sem okkur báðum finnst gott að drekka, reyndar hef ég farið varlega í það síðan Valla bauð mér upp á það síðast :) Við fórum líka saman í okkar fyrsta kokteilboð, stóðum okkur þvílíkt vel- misstum bara diskana einu sinni og fáir tóku eftir því.
---
Í dag er Valla uppeldisfræðikennari með meiru í Menntaskólanum á Akureyri. Sennilega einn yngsti menntaskólakennari á landinu og ég leyfi mér að fullyrða að hún sé með þeim betri. Allt sem Valla tekur sér fyrir hendur gerir hún vel enda ofurkona á ferð.
---
Síðasta sumar fór ég með henni norður á heimaslóðir og fékk grillaða löpp að hætti pabba hennar. Foreldrar hennar voru líka þvílíkt almennilegir, fyrir utan hvað það var gaman að koma á æskuslóðirnar hennar- síðasta púslið.
---
Síðasta haust ákvað Valla að fara norður að kenna, María og Nonni heimsóttu þau fljótlega enda María og Rannveig bestu vinkonur. Ég hef ekki enn gerst svo fræg að stíga fæti í Hjallalundinn en það stendur til bóta, mig dauðlangar að kíkja á hana og bara spjalla í eigin persónu- ekki svona í gegnum síma. Valla er nefnileg ein af þessum stelpum að það skiptir ekki máli hvenær þú talaðir við hana síðast, það er alltaf eins og það hafi verið í gær.

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Orðin vinnandi kona!

Heil og sæl aftur. Nú er allt komið á fullt hjá mér á nýjan leik, reyndar var ég að spá í að bæta við mig einingum og taka þá 13 einingar á þessari önn en þegar ég rak augun í kennsluáætlunina við ljósritunarvélina í dag sá ég að sama hvað ég vildi þá gæti ég það ekki alveg... En það var ekki að ástæðulausu að ég var við ljósritunarvélina :) Ég er komin með vinnu 3 morgna í viku frá 9-13 á skrifstofu Félagsvísindadeildar. Ég er búin að vinna núna 3 daga og líkar bara rosalega vel. Ég er í afgreiðslunni að aðstoða fólk í sambandi við námið, svara fyrirspurnum, svara í síma og svoleiðis. Mér tókst bara að skella á eina manneskju þegar ég var að reyna að gefa henni samband áfram... reddaðist nú alveg.
---
Þetta er alveg ótrúlega gaman, þvílíkur hasar allan tímann og tíminn líður rosalega hratt. Maður er varla mættur þegar dagurinn er búinn. Svo lærir maður svo margt nýtt, í dag var ég að ljósrita upp úr bók sem ég fór bara að lesa í leiðinni. Spurning um að verða mér úti um þessa bók? Hún var um barnaverndarmál og það sem vakti athygli mína var umfjöllun um börn sem vitni, verð að lesa það betur :)
---
Svo er svo skrítið að vera þarna, það eru allir svo næs og hjálpsamir. Það er enginn að henda manni í djúpu lauginni án þess að kenna manni fyrst. Það er bara eins og ég hafi alltaf verið þarna, ég þarf lítið að kynna mig sjálf- konurnar sjá um það. Frábærar konur sem vinna þarna. Það eru allir svo almennilegir. Rosalega gaman, var ég búin að nefna það?
---
En eitt er víst að þetta verður annasöm önn en mjög skemmtileg, námskeiðin sem ég er í eru bæði mjög áhugaverð. Annað fjallar um fötlun í menningu samtímans og hitt er um uppeldi, kynferði og menntun. Svo verð ég áfram aðstoðamaður Hönnu Bjargar og að vinna að rannsókn hjá henni. Spennandi tímar framundan.

sunnudagur, janúar 15, 2006

Komin heim í kuldann

Jæja, þá er ég komin heim í kuldann. Það er nú voðalega ljúft að koma heim en ég sakna sólarinnar samt alveg viðbjóðslega mikið. Það er svo ljúft að vera bara í pilsi og bol alla daga, sofa eins og maður getur og borða það sem maður vill... allt bara af því það er sól :) ---- Annars er allt komið á fullt hjá mér núna, ég átti eftir að klára verkefni hjá Hönnu Björgu sem ég er búin að vera að fara yfir frá því ég kom heim. Kemur reyndar ekki að sök því mér finnst það bara gaman, svo var ég búin að ráða mig í vinnu með skólanum en svo var ég að fá annað atvinnutilboð sem er mjög spennandi. Það er samt ekki orðið fast ennþá en mig langar alveg geðveikt í það. Ég held að það verði bara alveg brjálað að gera þessa önn... eins og það sé eitthvað nýtt en ég ætlaði mér nú að hafa það rólegt núna. Ég er bara í 10 einingum, að vinna hjá Hönnu Björgu að rannsókn með henni og svo vinnan.. ef hún gengur eftir þá er hún 3 morgna í viku. En til að fá einhver námslán held ég að verði að vera með 12 einingar svo að ég verð að redda því einhvern veginn. Veit einhver um svoleiðis námskeið, það þarf helst að tengjast skóla án aðgreiningar, mannréttindum, fötlunarfræði eða einhverju slíku??? --- Svo skilst mér að það sé reunion hjá Gaggó Mos í mars... jeminn ég verð að ná bumbunni fyrir þann tíma eða klæða mig bara upp sem fíl. Komm on þetta á nú að vera grímuball svo það er alveg hægt! Ég er samt ekkert súperspent fyrir því að djamma í Mosó... það var rosalega gaman stundum að vera unglingur þarna en eftir á að hyggja var það líka mjög slæmur tími. Sjálfsvirðing og metnaður var eitthvað sem ég þekkti ekki þegar ég bjó þarna, og svo virðist vera að ákveðnir bæjarbúar haldi að ég hafi ekki enn kynnst þessum hugtökum og þaðan af síður lært að lifa eftir þeim. Batnandi mönnnum/konum er best að lifa! Ég verð nú samt að viðurkenna að ég verð allt önnur manneskja þegar ég kem inn fyrir þessi blessuðu bæjarmörk... ég meina til dæmis þá er ég ómáluð alla daga í skólanum og í miðbæ Reykjavíkur en ég og Hildur fórum á KFC í Mosó um daginn... ég var ómáluð og mér fannst það þvílíkt óþægilegt. Ég veit ég er rugluð en ég er samt viðkvæm fyrir smjattinu þarna.... ---- En var ég búin að segja ykkur að mig langar að flytja? Ég er að kafna heima hjá mér og langar í stærri íbúð, með stærri stofu og auka herbergi. Sérhæð í vesturbænum væri draumur, eða kannski Þingholtunum eða bara Nesið.... en fyrst verður maður víst fyrst að borga jólin, þau voru aðeins í dýrari kantinum þetta árið :)

sunnudagur, desember 18, 2005

Er þetta ég????

Your Birthdate: April 27
You are a spiritual soul - a person who tries to find meaning in everything.You spend a good amount of time meditating, trying to figure out life.Helping others is also important to you. You enjoy social activities with that goal.You are very generous and giving. Yet you expect very little in return. Your strength: Getting along with anyone and everyone Your weakness: Needing a good amount of downtime to recharge Your power color: Cobalt blue Your power symbol: Dove Your power month: September
Kannski... ég er ekki mikið á andlega sviðinu finnst mér :) og ég kann ekkki að hugleiða.... en aftur á móti pæli ég mikið í lífinu sjálfu. Mér finnst gott að geta hjálpað öðrum og er félagsvera þó mér finnist líka gott að vera ein stundum. Minn styrkleiki.... ég veit nú ekki hvort mér semur endilega við alla, ég stundum mjög auðvelt með að fá fólk upp á móti mér og þá sérstaklega mínum skoðunum.

föstudagur, desember 16, 2005

Jæja....

Kommentaðu og ég... 1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig. 2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig. 3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig. 4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér. 5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á. 6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig. 7. Ef þú lest þetta verður þú að setja þetta á bloggið þitt!

laugardagur, desember 10, 2005

Í tilefni dagsins

Bara svona af því það eru próf og allt er fyndið....
  • Allir strákarnir sváfu vel í tjaldinu fyrir utan Skúla, hann var notaður sem súla
  • Allir krakkarnir brunuðu niður á snjóbrettum nema Viðar, hann fór til hliðar
  • Allir krakkarnir komu með svala í skólann fyrir utan Þór hann kom með bjór
  • Allir strákarnir dönsuðu við stelpurnar nema Águst, hann dansaði við strákúst
  • Allir voru að syngja nema Fríða, hún var að ríða
  • Allir krakkarnir léku sér saman í körfubolta, Nema gvendur, hann hafði engar hendur
  • Allir strákarnir voru að eltast við stelpurnar. Nema Tommi, Hann var hommi
  • Allir strákarnir fengu klamidíu nema Sveinn, hann var hreinn
  • Allir strákarnir áttu kærustur nema Stjáni, hann fékk þær í láni
  • Allir strákarnir gerðu stelpurnar óléttar, nema Sillu hún notaði pillu
  • Allir krakkarnir horfðu inn í örbylgjuofninn nema Binni, hann var inni!
  • Allar stelpurnar voru með brjóst, nema Lena, hún var með spena
  • Allar stelpurnar fóru á klósettið nema Sigga, hún lét vaða á bringuna á Bigga
  • Allir krakkarnir voru að leika sér með ostaskerann fyrir utan Eið...hann kom út sneið fyrir snei
  • Allir krakkarnir horfðu á kirkjuna brenna, fyrir utan Hermann það var verið að ferm'ann

fimmtudagur, desember 08, 2005

Jákvæðnin í fyrirrúmi

Ég fór til tannsa í gær, ótrúlega skemmtileg heimsókn :) Ég fór í skoðun fyrir mánuði síðan, að deyja úr stressi vægast sagt. Elsku tannsinn vissi að ég væri skíthrædd við hans starfsstétt og gerði hvað hún gat til að róa mig niður á meðan hún skoðaði og tók myndir... Alla vega hún sagði ekkert vit í því að vera svona hrædd við þessa blessuðu tannlækna og bauð mér meðferð við því :) Ég er orðin 24 ára og hef alla tíð verið skíthrædd við þessar elskur en aldrei fyrr hefur neinn tannsi boðist markvisst að taka á þessu hjá mér. Þá vissi ég að ég væri komin á góðan stað.... --- Í gær fór ég svo í fyrsta viðgerðartímann, ég tók eina róandi af læknisráði áður en ég lagði af stað. Nonni kom og sótti mig því ég mátti/gat ekki keyrt... hann varð að leiða mig niður stigann og hjálpa mér svo inn til tannsa, ég var alveg út úr kortinu! Anna tannsi hló bara að mér og hófst handa, hún dró úr mér endajaxl og gerði við eina tönn... allt á sama klukkutímanum og það kom ekki svo mikið sem einn svitadropi eða smá skjalfti --- Nonni sótti mig svo og ég fór í skólann... alla vega fór líkaminn þangað. Ég var alveg out það sem eftir var af deginum en ég var samt mjög sátt við tannsann minn, hlakka bara til að fara á morgun :) Ekki það að pillan hafi verið svona góð, ég gæti aldrei verið fíkill á róandi. Mér finnst það alla vega ekki spennandi að vera svona sambandslaus :) --- Alla vega þá mæli ég hiklaust með henni Önnu Stefáns fyrir svona hræðslupúka eins og mig. Hún er fimmti tannlæknirinn sem ég fer til og sá fyrsti sem tekur hræðsluna mína eitthvað alvarlega. Vonandi gengur þetta svona vel áfram...

þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Das Framtíð

Framtíðin er alveg svakalega mikið að brjótast um í mér núna. Ég er eiginlega komin með óeðlilega mikla leið á skólanum :( ég geri allt með hálfri hendi og þarf að berja mig áfram til að gera hlutina. Ég veit að þetta gengur ekki ef ég ætla að ná einhverjum árangri í þessu blessaða námi.
---
Svo að ég er búin að ákveða... ég ætla að minnka við mig í skólann, taka kannski bara 10 einingar á vorönninni og finna mér skemmtilega vinnu með þar sem námið mitt nýtist mér. Ég var jafnvel að hugsa um stuðningsfulltrúa í grunn- eða framhaldskóla en ég veit ekki, við komum ekki heim fyrr en 12.janúar og þá eru náttla allir skólar byrjaðir. Svo langar mig svo bara beint á toppinn... alltaf sama græðgin í mér :)
---
Núna er bara að klára þessa önn og svo njóta lífsins á Tenerife yfir jól og áramót. Af því ég er búin að vera svo löt þá er nú margt sem ég á eftir að gera áður en ég fer í prófin... 3 verkefni og yfirferð á verkefnum.
---
Alla vega þangað til, lifið heil

laugardagur, nóvember 19, 2005

Blessaða 7an...

7 hlutir sem heilla
  1. Nám í útlöndum
  2. Einbýlishús á Ægissíðu eða í Faxaskjóli
  3. MA gráða
  4. Frami í pólitík
  5. Jafnrétti
  6. Ferðast
  7. Sviss Mokka

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég gef upp andann

  1. Mennta mig í útlöndum
  2. Fá MA gráðu
  3. Ferðast
  4. Stuðla að jafnrétti
  5. Koma dóttir minni vel til manns
  6. Skrá mig í Vinstri Græna
  7. Eignast fallegt heimili í vesturbænum

7 hlutir sem ég get gert í dag

  1. Menntað mig meira
  2. Stuðlað að jafnrétti
  3. Undirbúið framtíð dóttir minnar
  4. Skráð mig í Vinstri græna
  5. Fengið mér Sviss Mokka
  6. Ferðast
  7. Lært að verða húsmóðir

7 hlutir sem ég get ekki

  1. Pissað standandi
  2. Keypt mér einbýlishús á Ægissíðu eða við Faxaskjól
  3. Bakað köku án uppskriftar
  4. Séð án gleraugna
  5. Saumað
  6. Skipt um gírkassa
  7. Drukkið Tequila

Stal þessu frá henni Möggu, fannst þetta svakalega sniðugt :)

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Ertu skrítin?

You Are 40% Weird
Normal enough to know that you're weird... But too damn weird to do anything about it!

Smá eðlishyggja

Your Brain is 46.67% Female, 53.33% Male
Your brain is a healthy mix of male and female You are both sensitive and savvy Rational and reasonable, you tend to keep level headed But you also tend to wear your heart on your sleeve
What Gender Is Your Brain?

Eitt og annað

  • Silvía Nótt fékk tvenn verðlaun á Eddunni. Hvað er að koma fyrir þessa þjóð? Eins og ég hef áður sagt þá fíla ég hana engan veginn.

  • Björn Bjarnason, aka Bjössi Bush, var með fyrirlestur á málþingi uppeldis- og menntunarfræðiskorar í gær. Kappinn kom alveg ágætlega fyrir, ég var alla vega sátt við hann þegar ég gekk út. Hann talaði mikið um nýtt form á úrræðum vegna afbrota unglinga, hann kallaði það sáttaumleitan. Mér leist vel á...

  • Á fyrirlestri Bjössa kom fyrirspurn sem gerði mig reiða, mjög reiða reyndar. Strákur spurði hann sem kirkjumálaráðherra hvað honum findist um "innprentun" kristinna gilda í æsku landsins með æskulýðsstarfi kirkjunnar, KFUM og K og þá sérstaklega hvítasunnusöfnuðinn, sjálfum fannst honum það mjög slæmt. Hann tengdi það við umræðu síðustu missera um áhrif auglýsinga á börn og vildi sjá sambærilega umræðu um þessa meintu "innprentun". Bjössi svaraði mjög vel fyrir sig og sagðist vera talsmaður trúfrelsis og tæki ekki afstöðu til ákveðinna trúarhópa. Þvílíkir fordómar í stráksa!! Hann gerði sér sennilega ekki grein fyrir því til dæmis hvítasunnusöfnuðurinn hefði hjálpað mörgum krökkum í neyslu á beinu brautina.

  • María fer í sunnudagaskóla hjá Neskirkju. Mér finnst hún ekkert hafa nema gott af því, þar á sér ekki stað neitt öfgatrúboð eins og stráksi virtist vilja halda fram. Þvert á móti er börnunum kennt hvað væntumþykja er, fyrirgefning, kærleikur og svo framvegis. Þeim er líka kennt það að þau hafa ekki stjórn á öllu, heldur sé einhver annar sem ákveði það. Annar kostur sem ég sé líka er að í kirkjunni má sjá ágætis þverskurð af samfélaginu, alla vega hér í vesturbænum. Í sunnudagaskólanum er fólk af mörgum kynþáttum, fatlað, ófatlað, strákar og stelpur.

  • Það verður nóg að gera hjá mér fram að Tenerife. Bara 3 ritgerðir, 1 fyrirlestur, 1 ritdómur og svo heimapróf í 9 daga. Í næstu viku á ég jafnframt að hvísltúlka fyrirlestur um landsátak Ástralíu um seinfæra foreldra fyrir 4 einstaklinga sem ekki skilja ensku. Svo er yfirferð einhverra verkefna líka eftir...

  • Ég er búin að kaupa 3 jólagjafir, verð að klára þetta í næstu viku og fara að senda til útlanda.

  • María fer í myndatöku á laugardaginn, ég verð að panta jólakort um leið og ég fæ myndirnar.

Nóg að gera....

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Silvía nótt

Sorry en ég þoli ekki fimmtudaga kl. 22 á Skjá einum. Ég þoli ekki Silvíu Nótt. Húmor mæ es, ég er greininlega algjör þurrkvunta en ég sé engan húmor í þessu bara pjúra hálfvitaskap. Okei, smá djók í góðra vina hópi en heill sjónvarpsþáttur og heil sería. Ég er bara orðlaus, svo er þetta tilnefnt til Edduverðlaunanna???

mánudagur, október 31, 2005

Stanslaust stuð á Fróni

Ég hélt upp á útskriftina mína á laugardaginn, við vorum með smá rétti og smá áfengi... 60 lítra af bjór, 18 lítra af hvítvíni, 1 Baccardi flösku og 20 Breezera. Varla dropi var eftir svo að ég held að það sé nokkuð ljóst að þorstinn sækir að fólki svona með fyrsta kuldakastinu :) ---
Bara svona smá update af kvöldinu... Elín, Danni og Hildur komu og hjálpuðu okkur við að græja salinn. Ég mæli eindregið með Elínu og Danna við borðskreytingar, þau skreyttu allt glimrandi vel, takk kærlega fyrir :) Glimmerið fór reyndar á veislugesti í lok kvöldsins. Svo komu gestirnir, nánast allir sem ætluðu að koma komu, alveg frábær mæting. Svo var setið fram eftir nóttu, sötrað áfengi og nartað í matinn. Kolla og Homero tóku snilldartakta á "dansgólfinu" þegar Kolla náði yfirráðum á græjunum :) María Helen fékk óvænt en glaðlegt brjóstanudd og Siggi hélt skemmtilega ræðu um alþjóðlegu og flóknu fjölskylduna.
---
Kvöldið var einstaklega vel heppnað, en það hefði ekki verið svona nema fyrir ykkur öll sem komuð, takk fyrir mig! Sunnefa mín, það hefði sko verið gaman að hafa þig líka, takk fyrir kveðjuna *kiss kiss*.
---
Ég er búin að setja inn myndaalbúm af kvöldinu, hérna til hægri. Ef einhver kann að setja inn video þá má hann endilega láta mig vita :)

sunnudagur, október 23, 2005

Þá er það skjalfest

Ég er formlega orðinn uppeldis- og menntunarfræðingur, frekar fyndið finnst mér, eitthvað svo fullorðins :) Brautskráningin var í gær í Háskólabíó, alveg stappað í stóra salnum af fólki. Það voru samt ekkert svo margir að útskrifast núna, 332 og að sjálfsögðu flestir úr félagsvísindadeild. Þetta var mjög hátíðlegt allt saman, forsetinn og frú Vígdís létu meira að segja sjá sig með öllum hinum.
Eftir athöfnina fórum við fjölskyldan á MacDonalds til að seðja hungrið :) Uppáklædd og fín sátum við í barnahorninu á Makkanum. Svo skunduðum við bara heim og fórum úr sparifötunum, bara svona í smástund. Við fórum svo öll saman, ég, Nonni, María, mamma, Siggi og Maja út að borða á Ítalíu í boði mömmu og Sigga. Það var rosalega fínt og skottan var voða góð, rölti bara um á milli þess sem hún fékk sér bita. Henni fannst ristaða brauðið og tómatarnir bestir á meðan við fengum okkur dýrindis steik, hún vildi fyrst fá hakk og spaghetti en svo fékk hún lasange...
Við komum svo heim og höfðum það náðugt, María bauð mér að vera besta vinkona sín ef ég myndi lita með henni í nýju litabókina sem Maja gaf henni á föstudaginn, algjör dúlla. Núna er ég bara að læra fyrir próf á þriðjudaginn, lokapróf í fagi sem ég kann ekki neitt í. Þetta er nú samt heimapróf þannig að ég vona að það bjargi mér eitthvað :)