þriðjudagur, maí 02, 2006

Ógó sniðugt

1. Aldrei í lífi mínu: mun ég kjósa Sjálfstæðisflokkinn! 2. Þegar ég var fimm ára: átti ég heima á Blönduósi- mekka sveitarfólksins 3. Menntaskóla árin voru: bara nokkuð fín... Kynnist henni Helgu minni fyrsta skóladaginn. Við áttum frábærar stundir í hálkunni eða í Gullnesti :) 4. Ég hitti einu sinni: Pétur Jóhann Sigfússon á Húðlæknastöðinni- ég var alveg pottþétt á því að þetta væri falin myndavél eða eitthvað. Guttinn var bara að fara til doksa eins og ég 5. Einu sinni þegar ég var á bar: varð ég of drukkkin- bara einu sinni 6. Síðastliðna nótt: horfði ég á sjónvarpið þar til ég sofnaði og svaf í sófanum til 6 í morgun... 7. Næsta skipti sem ég fer í kirkju: verður af gefnu tilefni 8. Þegar ég sný hausnum til vinstri sé ég: skrítið fólk að læra með ipodinn á fullu 9. Þegar ég sný hausnum til hægri sé ég: fleira skírtið fólk sem er líka að læra, ein er meira að segja í kínaskóm 10.Þegar ég verð gömul/gamall: ætla ég að njóta þess að vera til 11. Um þetta leyti á næsta ári: verð ég að læra fyrir próf, vonandi í náms- og starfsráðgjöf 12. Betra nafn fyrir mig væri: Sigríður 13. Ég á erfitt með að skilja: marga hluti, suma langar mig ekki einu sinni að skilja 14. Þú veist mér líkar vel við þig ef: ég tala við þig aftur 15. Fyrsta manneskjan til að eignast barn í þínum vinahóp væri: Iss, old news- síðust væri meira inn, þá skýt ég á Guðrúnu eða Sunnefu. 16. Farðu eftir ráðum mínum: ef þig langar, en passaðu þig ég get verið viðbjóðslega stjórnsöm ef ég er í essinu mínu 17. Uppáhalds morgunmaturinn minn er: Coca Cola... með smá nikótíni 18. Afhverju myndir þú hata mig: því þú gerðir mér eitthvað sem ekki er hægt að fyrirgefa 19. Ég myndi stoppa mitt eigið brúðkaup ef: heimstyrjöld myndi bresta á 20. Heimurinn mætti alveg vera án: fíkniefna, lélegra foreldra, mannkynbóta, misréttis.... 21. Ég myndi frekar sleikja svínsrass en að: kjósa Sjálfstæðisflokkinn. 22. Bréfaklemmur eru nytsamlegri en: heftari. 23. Ef ég geri e-ð vel, er það: Mjög vel gert. 24. Myndir sem þú fellir tár yfir eru: Fer nú eftir því hvernig liggur á mér... Labama kallar alltaf fram tár- sætar og sorglegar myndir eru my thing

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er náttúrulega bara snilld- þá sérstaklega svörin þín!

Annars vildi ég bara óska ykkur Maríu til lukku með nýju íbúðina, hún er flott og verður ennþá flottari þegar þú ert búin leggja þína vinnu í hana.

Congratz

Ásdís Ýr sagði...

Takk Hildur mín... afhverju ertu samt ekki að læra? Skamm skamm

Ásdís Ýr sagði...

Ætti ég að skella mér í símann? Iss, ég er búin að vera hér í 4 ár en samt bara komin með 1 gráðu og næstum því hálfnuð með aðra?