miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Humm...

Ég held að ég sé búin að vera pínu manísk undanfarið.. Ég er hætt að reykja og mér finnst ég eiga svo mikið af verðlaunum skilið- þó það séu liðnir örfáir dagar síðan í drap í :) Í gær fór ég í neglur og svo sótti ég Maríu í skólann. Á leiðinni á sundnámskeiðið varð ég fyrir því óláni að nudda kagganum utan í annan kagga... ekkert alvarlegt og meira að segja pínu fyndið í ljósi aðstæðna síðustu daga og vikna- ég hef keyrt tjónlaus frá 1999!
---
Við vorum of seinar í sundið svo við skelltum okkur bara í Kringluna að kaupa afmælisgjöf fyrir Lovísu Marý. Í röðinni í Hagkaup sá ég buxur sem gjörsamlega æptu á mig, ég hugsaði með mér að ég væri nú þegar búin að spara hellings pening með því að hætta að reykja og ákvað að kippa þeim með og vísa þeim til næstu mánaðarmóta. En þetta er ekki búið- ég lét mér ekki nægja neglur og buxur...
---
Ég hitti Hildi í smá "kaffi" í Kringlunni, á leiðinni upp á Stjörnutorg sá ég stígvél sem gjörsamlega misstu það þegar ég gekk framhjá. Ég ákvað að kíkja betur á þau og vitið menn- þau smellpössuðu. Ég sá mig alveg í þeim við fullt af fötum sem ég á og svo vantar mig lág svört stígvel. Ég ákvað að vísa þeim líka til næstu mánaðarmóta- en ég lét mér ekki nægja eitt par heldur var mun hagstæðara að kaupa tvö pör.
---
En þrátt fyrir að fá mér nelgur, kaupa buxur og tvenn stígvél þá er ekki feit vísafærsla þar á bak við... þetta er búið að kosta mig 10 þús kall- sem mér finnst ekki mikið fyrir allt þetta, ég elska útsölur..

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það má gera svona þegar maður er að hætta að reykja... það verður að vera einhver gleði!!

En ég er ótrúlega stolt af því að þú skulir vera hætt. Þú getur þetta sko alveg.

Nafnlaus sagði...

Djísss... Ég þyrfti greinilega að koma með þér að versla, ég var alveg farin að sjá fyrir mér FEITAN visa reikning á meðan ég las þetta!!!;)

Takk fyrir músluna mína í gær og ég vona að María hafi getað sofnað fyrir rest eftir allan hamaganginn...hehe;)

Ásdís Ýr sagði...

@Hildur- Takk fyrir :) Það er sko alveg rétt hjá þér að maður verður að vera góður við sig.

@Anna Rut- Takk sömuleiðis, María sofnaði rétt rúmlega 23... en það var allt í góðu- ekki afmæli á hverjum degi! En þetta bara svona fötin þegar þau garga á mann- einstaklega hátt þegar kosta svona lítið :)

Nafnlaus sagði...

Ég elska útsölur!!!

Nafnlaus sagði...

Jiii.. það er nú ekki neitt fyrir allt þetta! Þú þarft nú ekki að hafa sammara yfir þessu kona góð! :D Frekar bara sátt við þig að hafa sparað svona svakalega!

Nafnlaus sagði...

Ertu hætt að reykja???? Hrikalega er ég ánægð með þig!!! Já ef þú átt einhvern tímann skilið að fá verðlaun þá er það núna. Líst ógeðslega vel á þig.

Nafnlaus sagði...

@sunny b- þú ert líka prófessíonal útsölusjoppari :)

@fannslan- þetta var einmitt það sem ég var að hugsa, svaka sparnaður í gangi hjá minni :)

@Kolla- jamms ég hætti að reykja á mánudaginn :)

Anna Rósa sagði...

Úff, ef fjandans útsölurnar á Akureyri væru svona! Það ekkert nema drasl hérna.

Anna Rósa sagði...

Shitturinn titturinn.. ég var að skoða myndirnar úr afmælinu. Úff, mikið er maður ljótur fullur:)

Ásdís Ýr sagði...

@Anna Rósa- ótrúlegt að einhver skuli vilja mann svona drukkinn :)