mánudagur, mars 24, 2008

5. dagur í ofáti og eigingjarnir foreldrar

Heil og sæl... 5 dagur í ofáti - sjésé hvað við erum búnar að hafa það notalegt og borða allt allt of mikið. Skírdagur - "matarboð" hjá okkur: hamborgarhryggur. Föstudagurinn langi: Matarboð í Hafnarfj.: hamborgarrhryggur. Laugardagur - "matarboð" hjá okkur: Pestókjúlli, súkkulaðikaka, nammi og salsa. Páskadagur - matarboð í Garðabænum: Bayonne skinka og fullt af kökum + páskaegg allan daginn. Annar í páskum - "matarboð" hjá okkur: Party skinka og páskaegg. Við erum ss búnar að borða vel yfir okkur þessa dagana - og við fáum aldrei leið á reyktu svínakjöti og getum ekki beðið eftir því að það sé kominn tími á að borða skinkuna góðu. Á milli þess sem við höfum borðað höfum við legið yfir TV, farið í bíó, þrifið og haft það notalegt. Ekta páskafrí - ég man ekki til þess að hafa tekið neitt páskafrí af viti frá því María fæddist, ég hef alltaf verið á haus í verkefnum og þótt ég hafi nóg að gera í þeim efnum ákvað ég að vera skemmtileg mamma þessa páska og hlaða batteríin hjá okkur báðum fyrir næstu tarnir.
---
En út í allt annað. Ég átti gott spjall um daginn um eigingjarna foreldra og börn þeirra, ss börn fráskildra foreldra. Ég hef ekkert þol, ekki snefil af þoli fyrir foreldrum sem hugsa bara um sinn rass en ekki barnanna. Þegar foreldrar barna búa ekki saman flækjast óneitanlega ýmis mál er varða barnið, en hversu fólkin þau verða er val foreldranna og þeirra skylda er að halda börnunum fyrir utan þessi mál eins og hægt er. Sem betur fer ákváðum við Nonni frekar fljótlega að jarða þann ágreining sem ekki skiptir máli og snúa okkur að Maríu - einstaka stuttar rimmu hafa jú komið upp en það að vera reiður og sár er val. Ég persónulega nenni ekki að eyða orkunni í að vera reið út af einhverju eða sár vegna einhvers sem mun ekki bæta líf mitt og Maríu að neinu leyti í dag.
---
Dæmi: Fólk á barn saman en býr ekki saman lengur, annar aðilinn er kominn í nýja sambúð en hinn ekki. Þegar barnið á afmæli, þá skal halda tvö afmæli - eitt fyrir móðurfjölskylduna og annað fyrir föðurfólkið. Af hverju? Jú því foreldrunum finnst svo óþægilegt að vera saman með nýja makanum eða what ever - mitt svar I don´t care! Hvað með barnið?
---
Annað dæmi: Barnið er að útskrifast úr framhaldsskóla. Pabbinn vill ekki koma á útskriftina því mamman er þar með nýja manninn því honum finnst svo óþægilegt að vera á sama stað og hann. Mitt svar I don´t care! Hvað með barnið?
---
Svo þegar barnið er orðið fullorðið er það búið að læra þennan leik og fær í magann í hvert skipti sem einhver áfangi nálgast sem hef er fyrir að hafa fjölskylduna með, td skírn, afmæli, barnaafmæli, gifting og allt það. Fullorðna barnið þarf þá að hafa allt þægilegt fyrir foreldrana sama hversu óþægilegt því finnst ástandið vera.
---
Mitt líf er langt frá því að vera fullkomið en það mun aldrei vera þannig að María þurfi að dansa í kringum okkur Nonna svo okkur finnist þægilegt. Á Páskadagsmorgun voru ansi súrealískar aðstæður hér á heimilinu - óþægilegar fyrir fullorðna fólkið en María var í essinu sínu. Við vorum ss þrjú fullorðin að japla á páskeggjum með barninu. Mér finnst mjög mikilvægt að sýna henni að við séum öll sátt við lífið og tilveruna og séum öll vinir. Aldrei nokkurn tíman mun ég fara fram á það að Nonni haldi sér afmæli fyrir sitt fólk og ég veit að hann mun aldrei gera þá kröfu á mig. Sem betur fer erum við mjög góðir vinir, en það er val. Við hefðum auðveldlega, mjög auðveldlega lagst í ævilangt stríð en við völdum að fara vinaleiðina með hagsmuni Maríu að leiðarljósi.
---
AMEN (þetta var páskahugvekja einstæðu móðurinnar)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HEYR HEYR! Þið Nonni hafið tekið vel á þessum málum, enda sést það alveg á Maríu, hún er svo glöð stelpa og sátt við lífið. Þú veist auðvitað hvernig staðan er hjá mér í dag í þessum familybusiness og ég verð að segja að þó ég sé ekki krakki lengur þá er mjög mjög óþægilegt og ömurlegt fyrir mig og börnin mín að foreldrar mínir skuli varla geta talað saman. Maður einmitt gerir ekki annað en að hafa áhyggjur af hefðbundnum fjölskyldusamkomum - fermingar, afmæli, skírnir svo ég tali nú ekki um brúðkaup!
ps. hefði samt alveg viljað vera fluga á vegg á páskadagsmorgun hehe :)

Nafnlaus sagði...

já og hvað er málið með allt þetta reykta kjöt?
hehehhe þú ert yndi!
kyss og knús

Nafnlaus sagði...

já og hvað er málið með allt þetta reykta kjöt?
hehehhe þú ert yndi!
kyss og knús

Ásdís Ýr sagði...

Nákvæmlega, það er óþolandi að vera orðinn fullorðinn og þurfa að vera í þessum sporum. "Ég kem ekki ef þú ætlar að bjóða henni" og þess háttar frasar eiga bara ekki rétt á sér.

Kannski við séum sammála um þetta því við þekkjum þetta sem fullorðin "börn" en ég veit að það er fullt fullt af fólki sem skilur ekki að það sé eitthvað vandamál á ferðinni.

En reykta kjötið - ég fékk enga jólasteik svo ég ákvað að taka páskana með margföldu trompi enda annálaður aðdáandi reykts kjöts.

Kossar og knús yfir heiðina :)

Fljótur leið til að endurreisa þig með elskhuga þínum sagði...



Galdramyndir þínar til að giftast unnu mér. Vegna hjónabandar þinnar býð ég að ég er núna giftur. Takk a einhver fjöldi af Doc Hlutir. Ég skulda þér.Viltu samband við Doc ham Hér templeofanswer@hotmail.co.uk eða Whatsapp (+2348155425481)