mánudagur, mars 17, 2008

Rannís, árshátíð, kaffihús..

Frábær helgi að baki!
Rannís: Skilaði á föstudaginn - það var ansi skrítið að skila þessu inn sem maður er búinn að væflast með síðustu vikurnar. Hörkuvinna sem virðist samt vera svo lítil þegar búið er að steypa öllu á 10 blaðsíður. Ég held ég hafi aldrei skrifað eins knappan og efnismikinn texta á eins fáar blaðsíður. Á bak við þessar 10 blaðsíður eru eitthvað um 50 heimildir.
---
Árshátíð HÍ: ... á laugardagskvöldið. Mætti "hæfilega" seint í fyrirpartýið eða korteri áður en rútan fór í Gullhamra - náði nú samt að slátra einu rauðvínsglasi áður. Íris ofurpæja gerði mig súpersæta - ég hef barasta aldrei verið svona fín. Hárið var pörfekt og meikoppið brilliant. Hitti eina "óæskilega" á árshátíðinni sem var þvílíkt lásí - bara með heimatilbúið hár hehehe. En árshátiðin var þvílík snilld, veislustjórinn var með þeim fyndnari sem ég hef hlustað á. Fjöldasöngur var á heila og hálfa tímanum og Sniglabandið spilaði svo fyrir balli með Stebba Hilmars í brúnni. Í vinnunni heyrðist í dag að árshátíðin minnti helst á þorrablót í Húnavatnssýslum enda veislustjórinn ættaður frá Höllustöðum. Féll í misjafnan jarðveg en ég fílaði það í tætlur. Dísin söng eins og brjálæðingur og dansaði alveg eins og hún ætti ekkert eftir ... það var greinilegt að Stebbi þarf ekki Sálina til að fá lögin þeirra til að virka. Ég var svo komin heim um tvö - ótrúlega fínn tími. Engin þvinka að ráði á sunnudaginn og bömmer í algjöru lágmarki.
---
Kaffihús: Við Hildur Halla skelltum okkur á kaffihús í gærkvöldi - eitthvað sem við höfum ekki gert lengi lengi. Ótrúlega næs að sitja saman í kuldanum á Hressó. Einu sinni fór maður á kaffihús í hverri viku en núna er það kannski einu sinni í mánuði, iss piss. Mjög gaman að sitja og spjalla um allt og ekkert eins og okkur einum er lagið.
---
Ég var eiginlega bara í skýjunum í gærkvöldi þegar ég sofnaði. Það var eitthvað svo ótrúlega gaman um helgina, fullt af skemmtilegum hlutum í gangi og Dísan sátt við lífið og tilveruna.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með að vera búin að skila umsókninni! Nú er bara að krossa fingur :) Ég sakna kaffifélagans míns óskaplega, kiss og knús, hafið það gott yfir páskana fallegu mæðgur!