miðvikudagur, mars 12, 2008
... á flugi
Merkilegt nokk þá finnst mér alltaf svo notalegt að farast úr stressi fyrir stór skil - ég skil þetta ekki. Ég þrífst ótrúlega vel í stressuðu umhverfi - það er að segja ef ég ræð við aðstæðurnar og þær eru ekki yfirþyrmandi. Eníveis, ég fór heim úr vinnunni á réttum tíma í dag sem hefur ekki gerst í talsvert langan tíma þannig að ég var að læra í dagsbirtu - sömuleiðis langt síðan síðast. Á morgun verður stuttur vinnudagur, 13-15 svo ég nái að klára þetta annað kvöld og get mætt galvösk í vinnuna á föstudag.
Tilgangslaust blogg - mig vantaði bara smá pásu :) Svo bara alllir að krossa putta næstu þrjá mánuði og vona að ég fái þennan blessaða styrk - líkurnar eru víst alveg stjarnfræðilega litlar þetta árið en maður á ekki séns nema maður sé með miða, eða hvað?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Sammála þér með stressið, held að það sé einmitt ástæðan fyrir því að þetta nám sem ég er í henti mér, alltaf á síðasta snúning en alltaf gengur manni bara mjög vel :) það er líka svo æðisleg tilfinng þegar allt gengur vel.. við þurfum svo að finna tíma fyrir hitting, það er víst nóg að gera hjá okkur gellum :)
kv. Kidda
Vonandi færðu styrkinn, þú átt hann að minnsta kosti fyllilega skilinn! Annars kemurðu bara norður og býrð hjá mér, það væri stuð ;) hvítvín á pallinum á hverju einasta kvöldi...híhí
Skrifa ummæli