þriðjudagur, september 30, 2008

Þegar barnið veit betur

Ég man alltaf eftir því þegar ég hlustaði á fyrirlestur hjá Hugó fyrir nokkrum árum og hann sagði að foreldrar spyrðu börnin nánast undantekningalaust hvað þau vildu fá í matinn þegar foreldrarnir vildu sukka. Ég lenti í þessum aðstæðum í dag.
---
Í dag fórum við mæðgur á búðarbrölti eftir vinnu og klukkan orðin ansi margt þegar við erum á leið út úr Smáralindinni. Ég stakk upp á því að við myndum bara fá okkur pyslu í kvöldmat.. nei barnið var ekki til í það. Þá stakk ég upp á því að við myndum steikja okkur hamborgara... nei barnið var ekki til í það. Hún gekk rakleitt að fiskborðinu í Hagkaup og velti fyrir sér hvernig fiskrétt hana langaði í - barnið valdi plokkara. Hún var reyndar smá stund að velja á milli plokkara og ýsu í Malasíusósu. Ég gat hreinlega ekki neitað barninu um plokkara og sagt að við yrðum að kaupa hamborgara - sem hún nb veit að eru óhollir og kosta meira en plokkarinn. Við enduðum því með plokkara í matinn.
---

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mmm plokkari!
en ef mín fær að ráða, þá er það grjónagrautur eða snarl...mjög spennóóóó

Nafnlaus sagði...

Ég lenti einmitt í þessu um daginn með minn :) hann fór reyndar ekki í fiskinn... en við vorum sem sagt ein heima og ég að vinna til rúmlega sex. Ég hringdi í hann og leyfði honum að velja hvað ætti að vera í matinn, pizza eða einmitt hammari, en hann valdi nú subway sem er nú aðeins hollara :)
Kv Kidda

Nafnlaus sagði...

hehe kannast við þetta:) þegar okkur langar í pizzu spyrjum við krakkana hvað þeim langar í:) og undantekningalaust er það pizza:D

Magga