Mig langaði að blogga en samt ekki. Ég er að hlusta á ræðusnillinginn Steingrím Joð lesa ríkisstjórninni pistilinn. Ég er ekki vinstri græn en mér finnst alltaf jafn gaman að hlusta á hann. Kaffistofan í vinnunni er góður staður á tímum sem þessum, þar fær maður ýmsan fróðleik beint í æð. Ég er búin að læra ýmislegt síðustu daga, td að mynda að samingstaða Glitnis var verulega slæm og afskaplega tæpt sé að kenna illindum Davíðs og Jóns Ásgeirs. Glitnir hefði annars farið á hausinn. Veðin sem Glitnir bauð voru ekki pappírar sem teljast til góðra veða, meðal annars munu þar hafa verið bílalán og fasteignalán. Hagfræðingarnir á mínum vinnustað gera ráð fyrir því að um 60% skuldara eigi eftir að standa í skilum á næstum mánuðum sé litið til annarra lána en húsnæðislána, en þar má víst búast við allt að 90% skilum.
---
Það var mikið hlegið af frösum ráðamanna á borð við að þetta sé nú alþjóðlegur vandi og við eigum að snúa bökum saman. Að hluta til er okkar vandi alþjóðlegur en að hluta erum við að súpa seyðið af þvílíku eyðslufylleríi síðustu ára, vandinn er svo "alþjóðlegur" að eina landið í heiminum sem glímir við sama vanda og við í dag er Kazakstan... En að snúa bökum saman, jú jú við getum við snúið bökum saman en hvað svo? Eigum við kannski bara að botna Stuðmannlagið og þakka fyrir góða aldurssamsetningu þjóðarinnar?
---
Ég hef ekki hugmynd en snillingurinn sem ég vísaði til hér fyrr komst svo skemmtilega að orði áðan: Áhöfn í lekum bát sest ekki niður til að velta því fyrir sér afhverju fór að leka heldur byrja þeir að ausa. Bankar og ríkið þurfa að finna lausn. Ég segi Go Jóhanna! og held áfram að horfa á Alþingi..
Engin ummæli:
Skrifa ummæli