Eru sunnudagar ekki ekta bloggdagar? Þeir eiga að vera letidagar þar sem allt annað fær að sitja á hakanum. En ég er búin að dekra svo mikið við mig um helgina að það var ekkert val um neitt nema skella sér í úlpuna og út á skrifstofu.. þar sem ég sit núna og rembist við að læra. Ég blóta því núna að hafa ekki sent viðgerðarbeiðni til RHÍ þar sem hátalarinn virkar ekki á tölvunni minni.. það væri notalegast að geta haft smá tónlist hérna fyrst maður er aleinn á stóru skrifstofunni.
---
Það er stuttur vinnudagur á morgun því María er í vetrarfríi, við ætlum að dúllast eitthvað eftir hádegi á morgun saman bara tvær. Hún er orðin svo stór þessi elska, við vorum í foreldraviðtali í síðustu viku - það gekk svo vel og ég er svo stolt af henni. Hún er langt yfir meðallagi í lestri en hún les 127 atkvæði á mínútu en meðaltalið er 100 í bekknum. Hún skoraði 9,9 á stærðfræðiprófi - hefði átt að fá 10,0 en það er önnur ella - börnin eiga víst að uppgötva stærðfræðina í dag en ekki kunna hana. Einstaklega vel heppnað eintak þetta barn þó ég segi sjálf frá, hún er ánægð í skólanum og líður vel þar. Hún á eftir að ná langt þessi elska, ég efa það ekki.
---
En helgin er búin.. MA ritgerðarfrestun að síast inn enn eina ferðina og ég hlakka til jólanna
4 ummæli:
Barnið er að sjálfsögðu einkar vel gefið eins og móðirin....Er enn að jafna mig á að hún hafi ekki fengið 10 í stærðfræðinni.... þegar rétt útkoma er ekki lengur rétt svar vaxa áhyggjur mínar af kennaramenntun þjóðarinnar...en eins og þú sagðir það er önnur ella.
Ég hlakka líka til jólanna. Getum við ekki bara gefið skít í þetta og skreytt 1. nóvember? Ég meina það er kreppa á maður ekki að vera hagsýnn og nýta hlutina sem best....nýtum jólaskrautið lengur!.....væri svo kósý:-)
kv, Elín
Litla skvísan er sko vel heppnað eintak, maður bjóst svosem ekki við öðru af þér.
Allt sem þú gerir það gerir þú vel ;)
kv Guðrún
Hvaða hvaða, þið ágætu vinkonur Ásdísar!!!
María Rún er ekki eingetin :)
Ekki gleyma að það þarf oftast tvo til að búa til börn þ.e.a.s. ef þau eru "rídd".
Kveðja Pabbinn :)
Ég biðst innilegrar afsökunar Nonni, þetta var mjög gott samstarf hjá ykkur báðum!!
-Guðrún
Skrifa ummæli