miðvikudagur, október 15, 2008

Svífur yfir bloggandinn...

Undanfarið hefur mig langað að blogga .. en samt hef ég ekki fundið andann sem knýr mig áfram á þessu sviði. Já um hvað á ég að blogga? Á ég að blogga um síðustu helgi, hún var ein sú skemmtilegasta í langan tíma - ég hitti skemmtilegt fólk, hló mikið, svaf lítið og *hóst*.. drakk mikið hvítvín :) Eða á ég að blogga um efnahagsmálin og hvernig skynsamt væri fyrir pólitíkusana að fá lán hjá IMF til að geta skellt skuldinni á þá þegar þarf að hækka skatta og ef eitthvað meira fer úrskeiðis? Eða jafnvel blogga um það jákvæða sem felst í öllu þessu efnahagsbrölti? Svo gæti ég náttla bloggað um nýju vúdúdúkkuna mína???
---
Ég held að það standi upp úr þessu öllu hvað það stendur margt frábært fólk í kringum mig, ég á góða fjölskyldu, skemmtilega vini og vinn með frábæru fólki. Frá því þetta allt fór í gang hef ég er mjög treg við að fara í búðir - ólíkt þeim sem hafa hamstrað fyrir kjarnorkustyrjöldina. Hugurinn tók U-beygju þegar allt fór að hrynja, ég hef ekki notað kort síðan Glitnir fór - samt er ég viðskiptavinur Landsbankans :) Hagsýna húsmóðirin hefur fengið byr undir báða vængi og ég get svarið það að mjög langt er síðan ég hef verið eins hagsýn í innkaupum og heimilishaldi - og mér líður bara nokkuð vel með. Spara er mitt mottó. Búðarferðirnar hafa verið það fáar að ég man ekki hvenær ég þurfti að draga Maríu með mér eftir skóla í hundleiðinlega verslunarferð sem þýðir að við höfum betri tíma saman.
---
Vúdúdúkkan hefur ekki enn verið notuð.. að neinu viti... en ef þú finnur fyrir einhverjum óútskýrðum verkjum.. þá er ég ekki vinur þinn muhahhahaha :)

2 ummæli:

Unknown sagði...

Naut: Þú elskar náttúruna. Þú getur séð myndir í skýjunum, þú fær skilaboð frá vindinum og dansar við laufin sem falla til jarðar. Hjarta þitt gleðst.


hahahahhaha..

ætlar þú að vera á sýru á morgun?

Það er gaman þegar bloggandinn svífur, því það er svo gaman að lesa bloggið þitt - svo endilega bloggaðu um þetta allt saman!!

Ásdís Ýr sagði...

Hahhahhaaha það er greinilegt að ég á að vera í einhverjum öðrum heimi