Lesefni kvöldsins var erfðir, gen og litningar og því sérdeilis skemmtilegt að fá þennan gullmola í tölvupósti..
--
Þessi gullvæga setning heyrðist við kvöldmatarborð frá einni á leikskólaaldri nýverið.
---
Dóttirin: "Var ég búin til í glasi eða ættleidd eða rídd?"
---
Sem er tilefni þessarar vísu
Úr hvaða efni er ég smídd,
af íslensku holdi eða þýdd?
Ég vita það vil
því víst er ég til.
Er ég ættleidd, úr glasi eða rídd?
---
Við spurningu barnsins svarar pabbinn svona:
---
Úr ágætis efn' ertu snídd
og kostunum bestu ertu prýdd.
En eitt máttu vita
ég vann mér til hita,
því á gamaldags hátt varstu rídd
Engin ummæli:
Skrifa ummæli