Nú vildi ég óska þess að ég hefði tekið betur eftir í sögunni hjá Sigga upp í Borgó, hvernig var kreppan 1914? Að hvaða leyti er ástandið nú sambærilegt því sem þá var? Ég veit samt ekki afhverju ég vil vita það, ég held að manni myndi ekkert líða betur með það - kannski hef ég einhverja þörf fyrir að velta þessu fyrir mér...
---
Andrúmsloftið í vinnunni var skrítið í dag, það hefur verið mikil spenna undanfarið og stuttu fyrir ávarp forsætisráðherra gekk boðskort í Club Polly Anna um húsið - í grafalvarlegu gríni að sjálfsögðu. Við hlustuðum á ávarpið í gömlu útvarpi sem var með stóru loftneti. Það hefði verið hægt að skera andrúmsloftið. Þegar ávarpinu lauk og forsætisráðherra bað Guð að blessa þjóðina var mér næstum allri lokið.. mig langaði að leggjast í gólfið og gráta - að láta eins og krakki.
---
Það var ekki mikið unnið eftir ávarpið, ég fór og sótti Maríuhænuna mína sem var inni hjá Höllu með magaverki. Við renndum svo heim, skottann fékk smá knús og magaverkirnir hurfu eins og dögg fyrir sólu. Barnið er frammi í fótbolta núna :)
---
Hvað gerist á morgun? Það veit enginn held ég, ég nenni ekki að spá í því í kvöld. Ég ætla að skrá mig í Club Polly Anna
3 ummæli:
Mér líst vel á klúbbinn, hvar getur maður skráð sig?
þetta er örugglega góður klúbbur! M'er finnst ég vera stödd í vondum draumi, þetta er svo skrítið eitthvað. Einn daginn eiga allir hummera og range rovera, byggja sér flott hús og drekka rauðvín. Þann næsta er allt farið til andskotans!
Þetta var furðuleg ræða, ég hélt að það væri að koma heimsendir...
Hann er kannski við næstu dyr?
Skrifa ummæli