þriðjudagur, september 01, 2009

The blogger is in da house

"Samband stendur í blóma! Þú ert kominn yfir það að vilja einhvern annan til að breyta til og tekur þessari manneskju einsog hún er " segir í stjörnuspánni hans Leifs fyrir daginn í dag og já hann er farinn til Hollands - án mín, sambandið er algjörlega í blóma :)
---
Frá því ég keyrði rófuna mína á völlinn hef ég verið að spá í síðasta ári - stundum truflar rykið í augunum :) Það er spaugilegt að hugsa til þess hvernig hlutirnar hafa æxlast og yndislegt í ofanálag. Fæðingin var löng með smá hríðarstoppi um tíma en svo fór allt að blómstra. Fyrir ári síðan var ég út um allt og alls staðar, nýlega komin með facebook og njósnaði reglulega um gaurinn sem var að skrifa fyrri hluta fræðikenninga sinna með Scooter við eyrað - ég hélt alltaf að statusinn væri djók, ég gat ekki ímyndað mér að nokkur maður hlustaði á Scooter. Ekki fyrir svo löngu komst ég að því að maðurinn hlustar á Scooter! Ég sakna hans ;(
---
Annars erum við mæðgur að fara að flytja - stefnan er tekin á að sofna á nýjum stað annað kvöld. Ég hlakka mikið til að halda fullt af saumaklúbbum, halda pizzupartý fyrir Maríu og vinkonur hennar, opna hvítvínsflöskur og hafa það kósý. Over and out

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ó men hvað mig langar til að koma í heimsókn FLJÓTLEGA. Set það í nefnd.

knúúúússs
Valla

Nafnlaus sagði...

Risa risa risa stórt knús á þig! Hlakka líka rosa mikið að koma í hiemsókn í nýju íbúðina og kósýast með þér ;)
HHG

Nafnlaus sagði...

Orðum það frekar að ég hlusti á Scooter við ákveðnar aðstæður... og þá ekki með kertaljósi nálægt:)

Ásdís Ýr sagði...

þú ert bara yndi :)