þriðjudagur, maí 31, 2005
Snælandsgellan
laugardagur, maí 28, 2005
Fínn föstudagur
Fínn föstudagur
þriðjudagur, maí 24, 2005
Hrós dagsins
mánudagur, maí 23, 2005
Afmælisbarnið
sunnudagur, maí 22, 2005
Á ferð og flugi!
föstudagur, maí 20, 2005
Lyfjamisnotkun
miðvikudagur, maí 18, 2005
Prófin búin...
fimmtudagur, maí 12, 2005
Soddan er það
þriðjudagur, maí 10, 2005
Fitubolla í fullu starfi
- Fara í ljós
- Versla eitthvað fyrir afmælispeninginn minn
Mér tókst að fara af stað um eittleytið, ég skellti mér í ljós og brann ekki. Ég hafði bara viftuna á fullu og fór út áður en tíminn var búinn, sko mína. Svo fór ég í Kringluna til að eyða peningum. Ég var fyrir miklum vonbrigðum.
Sko áður fyrr var ég fitubolla í frístundum, eða að mesta lagi í hlutastarfi en í dag komst ég að því að ég er orðin fitubolla í fullu starfi. Ekki hafa áhyggjur, það spurði mig enginn hvort ég væri ólétt en ég var í mesta basli að finna á mig föt sem pössuðu og voru í "eðlilegri stærð". Ég gat nú keypt mér skó í mínu gamla númeri en tuskur á kroppinn þurftu að vera í stærra númeri en í den. Mér tókst nú að kaupa mér pils, buxur, skó, glimmerpúður og augnbrúnalit... Svo vantar mig bara jakka og bol, með síðum ermum takk!
Plan morgundagsins er líka einfalt:
- Hætta að vera fitubolla og fara í ræktina
- Fara upp í skóla og vinna í sérefnisritgerðinni
- Fara á skorarfund kl. 15
- Ef það er laus tími þá væri voða gaman að fara í Smáralind og athuga hvort þeir eigi eitthvað fyrir fitubollur í fullu starfi.
En þangað til næst, allir að syngja afmælissönginn á morgun því hún Sunnefa á afmæli... Til hamingju með daginn
sunnudagur, maí 08, 2005
Síðasta prófið í BA náminu
fimmtudagur, maí 05, 2005
Súrefnisskortur í Odda
Prófastemning
- Þér finnst afskaplega fyndið að tómatar tala ekki
- Þú veist að afi lesfélagans var skipstjóri á Keflvíkingi
- Þú veist allt um erfðamál langömmu þess sem situr hægra megin við þig
- Þú átt alltof mikið af nammi
- Þú innbyrðir meira koffein en hollt getur talist
- Þú ferð alltof oft að borða á kaffihúsum borgarinnar
- Þú kemst að því einn gutti er abbó út í vin þinn og dissar hann á blogginu sínu http://kop200.blogspot.com
- Þú bíður eftir myrkrinu svo þú getir reykt við hurðina
- Það er vond lykt á klósettinu
- Það vantar klósettpappír á klósettið
- Þú veist allt um fæðingu
- og síðast en ekki síst, þú veist allt um bólfarir lesfélaganna í den