laugardagur, maí 28, 2005
Fínn föstudagur
Föstudagurinn var bara nokkuð góður, ég fór til Guðrúnar rétt um sexleytið því við vorum að fara saman í leikhús. Guðrún var svo góð að bjóða mér með sér að sjá Vodkakúrinn.
Við byrjuðum kvöldið á Hamborgarabúllunni, alveg hreint ágætis borgarar og hröð þjónusta. Því næst var tekinn taxi upp í Austurbæ og þar byrjuðu sko herlegheitin. Guðrún vissi að það væri eitthvað hvítvín í boði fyrir sýningu en við vissum ekki að við vorum með VIP miða þar sem boðið var upp á hvítt, rautt og bjór og svo geggjaðar snittur. Við sögðum engum frá því að við værum nýkomnar af Búllunni og vorum ansi duglegar í snittunum. Sýningin sjálf var mjög skemmtileg, Steinn Ármann kom þvílíkt á óvart og Helga Braga er náttla Helga Braga.
Eftir sýninguna fórum við á Victor, ég fékk mér kaffi, kokteil og kók (í þessari röð) og þurfti ekkert að borga fyrir það! Það borgar sig sko að vera með "rétta" fólkinu :)
Guðrún gaf mér meira að segja líka afmælisgjöf, geggjað flottan bol en svo þegar ég ætlaði í hann í morgun þá var hann bara alltof þröngur (ég ætla ekki einu sinni að segja ykkur númerið) svo að ég fór í Kringluna og ætlaði að fá að skipta en stærri bolur var ekki til svo að ég fékk mér grænt pils í staðinn.
Takk æðislega fyrir mig Guðrún mín!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli