Hausinn á mér er að brenna yfir! Ég var í tíma í eigindlegum á síðasta þriðjudag þar sem verið var að fjalla um aðferðafræðina á bak við hverja rannsókn fyrir sig og það rannsóknarsnið sem maður ætlar að fylgja í sinni rannsókn. Ég hélt að ég hefði skilið þetta ágætlega eftir tímann- ég var samt pínu rugluð en ekkert meira en venjulega. Svo fór ég að vinna í gær vinnuáætlun fyrir námskeiðið og ætlaði þar að koma að þeirri aðferðafræði og því sniði sem ég er að vinna undir- þá fór allt í klessu. Ég steinhætti að skilja nokkurn skapaðan hlut.
Í dag var svo umræðutími í eigindlegum. Ég skildi fyrst fullt, svo ekki neitt og svo fullt og svo ekki neitt. Í fyrradag var ég að velta fyrir mér hvernig ég gæti sett mína rannsókn fram sem grounded theory. En sú gagnaöflun sem ég er búin að vinna passar ekki þar inn í. Ég hef nýtt mér markvisst úrtak en grounded theory krefst fræðilegs úrtaks. Samt sem áður er hluti af grounded theory að finna út orsakatengsl ákveðinna hluta og ég ætla að gera megindlega rannsókn næsta haust en orsakatengsl á megindlegan mælikvarða eru víst mjög ólík orsakatengslum eigindlegra rannsókna. Ég held að ég geti ekki notað grounded theory.. en mig langaði svo að setja fram líkan um mínar niðurstöður svo að ...
Í gær var ég komin á þá skoðun að mín rannsókn væri fyrirbærafræðileg eðlis, þar sem ég er að skoða ákveðna reynslu eða ákveðið fyrirbæri. Ég var rosalega ánægð með mig í gærkvöldi þegar ég taldi mig hafa fattað þetta loksins. Ég var búin að hugsa aðferðafræðikaflann í MA ritgerðinni út í eitt. Hún átti sem sagt að vera þekkingarfræðin sem social constructivism, kenningin sem symbolic interaction og aðferðafræðin sem fyrirbærafræði. En svo þegar ég mætt í tímann í dag komst ég að því að þetta virkar ekki þar sem ég hef safnað vettvangsnótum með viðtölum og þátttökuathugunum og ætla mér að beita fleiri aðferðum. Fyrirbærafræðin býður bara upp á viðtöl og er að skoða ákveðna reynslu með því að finna merkingu í gögnunum. Ég er ekkert endilega bara að skoða reynslu heldur líka viðhorf..
Þannig að ég dag hallast ég helst að því að ég sé með case stúdíu. Ég er að skoða út frá margs konar gögnum, það passar inn í case stúdíuna. Þannig að höfuðverkur dagsins er að finna hvernig social constuctivism og symbolic interaction vinna með case stúdíunni. Hausinn er að springa, ósköp einfaldlega! Ég held að ég hafi aldrei á mínum tæplega 5 ára ferli í HÍ þurft að hugsa eins mikið. Það líka skiptir svo miklu máli að þetta sé rétt- annars er hægt að rústa MA ritgerðinni ef ég hef ekki nógu góðan aðferðafræðilegan kafla. Ég fæ alveg hroll að hugsa um það að kynna ritgerðina mína og segja: þetta er case stúdía á menningu og viðhorfum til sérskóla... og svo kemur einhver eins og kannski JTJ og segir: afhverju segirðu það? er þetta ekki meira í ætt við etnógrafíska rannsókn... ég myndi bara standa eins og kúkur og ekki getað sagt orð.
Ég veit að þetta var hundleiðinlegt blogg- ég bara varð að koma þessu frá mér. HJÁLP
3 ummæli:
OMG hvað þetta var flókin færsla, ég vildi gjarnan geta aðstoðað þig en skildi bara ekki baun :)
Vonandi finnuru út úr þessu - þú ert langklárust!
Jamm tek undir með síðasta ræðumanni, þetta var sko flókin færsla! Gangi þér bara vel esskan mín!
Sæl,
Datt óvart inn á þetta blogg en þetta eru mjög skiljanlegar hugleiðingar. Fyrirbærarannsóknir beinast auðvitað að daglegri reynslu fólks og hvaða merkingu hugtök eða atburðir hafa í lífi þess.
Aftur á móti er hægt að beita fleiri aðferðum en viðtölum í fyrirbærafræði, alþekkt er að þátttökuathuganir sé beitt einnig ásamt dagbókum, ljóðum o.s.frv.
Það sem ég myndi ráðleggja þér að gera er að ræða við leiðbeinanda þinn og fá á hreint með honum hvaða nálgun hentar þínum hugmyndum best. Eftir það geturðu farið í fræðilegar pælingar og gert góðan fræðilegan hluta sem passar fyrir aðferðafræðikaflann.
Kv.
Skrifa ummæli