sunnudagur, desember 16, 2007

Frk jákvæð

Það er svo gaman að vera ég núna - að læra ályktunartölfræði frá morgni til kvölds.
--
Ég er búin að sigra tvo "bardaga" síðasta sólarhringinn og er bara þokkalega ánægð með það! Í gær fór ég til hennar Önnu tannsa og útskrifaðist - ég hef ekki farið í meðferð hjá tannlækni og klárað pakkann síðan 1702. Ég er varla að trúa því að fyrir 10 mánuðum hafi ég frekar viljað fara daglega til kvensjúkdómalæknis en að fara til tannsa. Við erum búnar að vinna markvisst að því að draga úr þessum hræðslupúkaskap og síðustu 4 skipti hef ég ekki svo mikið sem svitnað. Fyrsta skiptið sem ég kom til Önnu dó ég næstum því úr stressi, ég skalf eins og hrísla og svitnaði eins og vaxtarræktargaur en samt var hún bara að taka myndir. Mér fannst bara allt við tannlæknastofur hræðilegt. Frábær tannlæknir þar á ferð.
--
Svo fór ég í morgun og hitti fjórar stelpur úr fötlunarfræðinni til að fara yfir námsefnið. Ég var alveg á þeirri skoðun á föstudagskvöld að próftakan yrði hræðileg - ég skildi ekki neitt og fór í algjöra flækju nema hvað að þessi tími með stelpunum í dag reddaði málunum alveg fyrir mig. Ég gekk út með þvílíka sigurtilfinningu í maganum, ég sá ljósið og ég get svo svarið það að ályktunartölfræði er ekkert svo leiðinleg - meira að segja er hún bara nokkuð skemmtileg.
--
Well, samkvæmt bandarískri rannsókn gefur góður nætursvefn betri einkunn... farin í bælið

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gangi þér vel í prófinu skvísa, þú átt eftir að rúlla þessu upp;)

Nafnlaus sagði...

Vona að þú eigir góðan dag :) Endilega kíktu á mig ef þú ert eitthvað á ferðinni í Kringlunni :)
Kv. Kidda