mánudagur, desember 17, 2007

Jari jari

Shitturinn, titturinn, mellan og hóran eða eitthvað þannig. Þá er ég búin í prófinu og skólinn kominn í smá pásu. Ég afrekaði það áðan að klára að versla allar jólagjafirnar nema eina - græja hana um helgina. Núna er þvottavélin bara á fullu, taskan á stofugólfinu og stessið að kitla mallan á minni - ójá, sko mikið að kitla þar :) Ég er nefnilega að fara að flytja í nokkra daga til elskulegu systu minnar. Doksinn ætlar að taka hálskirtlana úr mér í fyrramálið og það er víst ekki mjög gáfulegt að vera einn fyrstu sólarhringana á eftir. Ég er ótúlega geðvond og stressuð yfir þessu öllu saman.
--
Einstaklega jákvæður pistill - en þið sem eru að bíða eftir jólakorti frá mér. Ekki örvænta, kortið kemur sennilega að ári. Ég ákvað að senda engin kort núna, hef bara engan tíma til þess. Jólakveðjan verður hér á blogginu þegar nær dregur jólum.
---
Eníveis, síjú.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með að vera búin með prófin :) ég ætla að klára næstum allt í kvöld líka :) gangi þér hjá doksa
Kidda

Nafnlaus sagði...

grenj, mig langaði í jólakort. ó jæja.