Hádegismatur
Ristað brauð með graflaxi og sósu
Allan daginn matur
Salt flögur frá Lays og Sambó lakkrís. Kaffi og kók
Kvöldmatur
Kjúklingasúpa með kartöflum, hrísgrjónum, lauk og hvítlauk
Kvöldsnakk
Jarðaber og sódavatn
--
... þvílíkt hollusta hefur aldrei, og ég meina aldrei, þekkst á mínum árum í háskólanum á þessum tíma - prófatímanum. Ég á hrúgu af nammi og snakki sem mig langar bara ekkert í. Reyndar langar mig í meiri lakkrís en ég er bara búin með pokann. Ég er bara ekki að skilja þetta!
--
Annars tók ég mér frí frá tölfræðinni í dag og fór í eigindlegar pælingar í dag - svo miklu miklu skemmtilegri aðferðafræði. Ég ætla að klára aðferðafræðikaflann í lokaritgerðina áður en ég fer að sofa. Hanna mín er komin heim og ég fékk bara svona energy búst að sjá hana - svo gott að fá hana heim :)
--
Svo er bara rúmlega vika eftir af "sælunni" og þá tekur hrollurinn við. Ég á að fara í kirtlatökuna 18.des. Mig er farið að kvíða pínu fyrir, eitthvað skerí að fara í aðgerð á stofu. En svo er bara Tenerife eftir 4 vikur. Við verðum á geðveiku hóteli - við María verðum sér og Maja og Beggi sér. Við máttum víst ekki vera öll saman í einu húsi. Ég ætla að taka smá skóladót með mér út til að læra á kvöldin, þá get ég verið heima með sofandi börnin og skötuhjúin geta kíkt út á lífið.
--
Ég ætla að taka mér smá pásu á morgun og versla jólagjafir - var að fatta eina hana mömmu og Sigga og bara verð að fara á morgun og kaupa hana. Þá er bara eftir handa litla frænda sem fæddist á Akureyri í dag, fyrir Maríu Rún, Ottó Má, Maju og Begga, Martin bróðir, Grétar og Víking. Ég þarf að græja þessar gjafir í vikunni og svo á ég líka eftir að kaupa afmælisgjöfina fyrir Maju - veit hvað ég ætla að kaupa :)
--
Í vikunni þarf ég líka að græja jólakortin, skreyta, kaupa jólakápu fyrir Maríu og baka ef það verður gert :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli