föstudagur, desember 28, 2007
Heimt úr helju!
Þá er ég formlega "flutt" aftur heim með mitt hafurtask. Þessi blessaða kirtlataka var aðeins meira mál en ég átti von á svo það var voðalega notó að vera bara hjá stóru systu í pössun. Jólin komu og fóru án þess að ég tæki verulega eftir þeim. Aðfangadagur og jóladagur voru verstu dagarnir :( Ég borðaði aspassúpu og smá af maukuðu kjöti í jólamatinn. Heilsan er öll að koma til núna og ég get borðað smá - vatnið er samt bara best.
---
María var hjá okkur á aðfangadag en fór svo til Nonna á jóladag og var þar út annan. Þau fóru saman í tvö jólaboð hjá Nonna fjölskyldu. Maríu var farið að langa að fara heim en svo þegar komið var að því að fara heim til okkar þá þurfti ég nánast að pína hana frá Mæju frænku - allt í einu langaði hana ekki heim. Við erum samt búnar að hafa það notalegt hérna heima þessa tvo daga, við máluðum piparkökur í gær og lágum svo saman í sófanum að lesa. Ég las um hernámið en María "unglingabók" sem hún fékk í jólagjöf.
---
Annars sváfum við frekar lengi í gærmorgun og þegar ég vakti prinsessuna sagði ég henni að núna væri hún búin að sofa eins og unglingur og það stóð ekki á svari... "já, ég er líka unglingur!" Þegar unglingurinn fór á fætur kom Nonni hingað til að passa hana á meðan ég fór í jólaklippinguna - ég komst ekki fyrir jólin svo Anna Sigga gat reddað mér í gær svo að núna er ég bara asskoti fín um hárið, aðeins dekkra en síðast og meira af strípum - alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt.
---
Plan dagsins er að skjótast í IKEA og kaupa kassa í stofuborðið og kíkja á útsöluna þar - athuga hvort það sé eitthvað á útsölu sem okkur vantar hér á Eggertsgötuna :) Svo fer skottan til pabba síns á morgun og verður fram á nýjársdag. Það verður í fyrsta skipti sem ég er ekki með henni á gamlárskvöld - það verður skrítið en hún á eftir að skemmta sér vel með pabba sínum og vinkonu sinni í Breiðholtinu. Ég er búin að kaupa smá áramótadót fyrir þær, hitti beint í mark hjá prinsessunni
---
Eníveis, farin í IKEA
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli