sunnudagur, mars 30, 2008
Brilliant kvöld
... á föstudaginn eftir vinnu komst að því að partý sem ég hélt að búið væri að cancela væri on. Ég var ekki í stemmaranum en ákvað nú samt að kíkja og ég hef sjaldan hlegið eins mikið, drukkið eins mikið og sofnað eins seint. Við Guðrún fengum Gunna til að keyra okkur upp í Mosó því gamli vinahópurin ætlaði að hittast og tjútta saman. Mæting var heim til Sigga Palla sem var í gamla daga íbúðin hans Davíðs Jóns - án gríns þá vorum við ekki alveg að rata þetta en komumst þó á leiðarenda. Heim til Sigga Palla komu Erna, Kolla Svans, Davíð Jón, Anna Heidi, Siggi Valli, Svanni og einhverjir fleiri (less important people hahha)
---
Gamlar myndir, gamlar minningar - margar tengdar þessari blessuðu íbúð- og börnin okkar voru umræðuefnið. Frá Sigga Palla fórum við á Players þar sem ég hitti konu úr uppeldisfræðinni sem ég lofaði að skipuleggja hitting fyrir (Hildur, Valla, Ingunn og þið uppeldisfræðiskvísur - við eigum að fara að hittast). Af Players fórum við upp í Mosó heim til Davíðs Jóns þar sem setið var og borðað og drukkið milli þess sem við grétum úr hlátri til að vera sjö.
---
Eníveis, frábært kvöld. Takk allir saman - myndirnar eru hér - ritskoðaðar :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Það er sko gaman þegar svona vel tekst til... en hver var þessi kona sem þú hittir? Er mest forvitin um það!!
Hrefna úr uppeldisfræðinni - hún var með okkur í málstofunni. Býr í Keflavík.... Hringir það bjöllum?
Já þetta var mjög skemmtilegt kvöld - takk kærlega fyrir sömuleiðis :) Þurfum að endurtaka þetta aftur einhvern tímann!
Vorum við ekki búin að ræða myndatökubann eftir miðnætti!!!
hahahahahaha :)
Takk æðislega fyrir kvöldið, þetta kom aldeilis skemmtilega á óvart!
Ég styð Ernu - gerum þetta aftur :) Guðrún mín - þetta eru mjög góðar myndir miðað við það sem fékk ekki að fara á netið....
ó guð, ég læt aldrei aftur taka af mér mynd!!
hehe flottar myndir, þú lítur rosalega vel út :) Hlakka til að sjá þig eftir TVÆR VIKUR!
Skrifa ummæli