Dagurinn í dag...
-
Ég stökk á fætur kl. 6 því ég hélt að ég væri að sofa yfir mig... ætlaði að vakna kl. 7. Ég var tímanlega út á flugvöll og allt gekk vel þar til kynning í MÍ var búin, þá flaug ég svo illilega aftur fyrir mig að ég lá kylliflöt á bílastæðinu fyrir utan skólann. Við græjuðum kynninguna í Háskólasetrinu og ákváðum að kíkja á kaffihús - við vorum 3 sem ákváðum að ganga þennan stutta spotta og vitið menn, ég flaug fram fyrir mig og faðmaði snjóinn. Kynningin í setrinu gekk vel en þegar búið var að ganga frá öllu tók ég töskuna mína upp og hvað haldiði? Ég gleymdi að loka töskunni svo allir bæklingarnir flugu út á gólf. Svo var komið að því að taka flugið heim og hvað haldiði - ég átti sæti í 13D en það var engin sætaröð nr 13! Ég fékk annað sæti í vélinni.
-
Eftir daginn er ég að drepast í rófubeininu eftir afturbyltuna og öxlinni eftir frambyltuna. Egóið er sært og ég er að spá ... kalt mat, er ég óheppin eða klaufi?
7 ummæli:
hæ skvís!
Þú er pottþétt bara óheppin, samt ótrúlegir svona dagar. En til hamingju með útskriftina - alltaf notalegt að ná svona frábærum áfanga.
Ég var einmitt að svara þér á blogginu hjá mér um saumó - nú er bara að kýla á þetta, svo er spurning hvort þetta verði kjaftaklúbbur :-)
Takk takk - skoðum þetta með kjaftaklúbbinn, ég er alla vega meira en til.
óheppin sæta mín :) Fall er fararheill?????!!
ja eitthvað í mér vill segja KLAUFI- en ég held samt að þú sért bara óheppin. En þú ert samt ansi oft óheppin- ekki satt? heheheh
Sorry hvað ég svara þér seint, en mér lýst vel á fim.kvöldið. Ég veit að Erla er á norðurlandinu fram á föstudag. Spurning með Kiddu. Hvað finnst þér?
Sko það er verkefnaskil á fimmtudaginn og ég ætla í neglur til mömmu lika þá því það er árshátíð um helgina og ferming.... en ef ég verð búin með verkefnið á morgun ... !! og snemma búin í nöglum þá kemst ég kannski :)
kv. Kidda
Við Helga ákváðum bara að salta þetta aðeins til að ná sem flestum. Ég næ heldur ekki að klára mitt sem ég ætlaði að reyna að klára fyrir fimmtudag - ég klára þetta sennilega á föstudagmorgun :)
Skrifa ummæli