fimmtudagur, maí 12, 2005
Soddan er það
Ég stóð nú ekki alveg við planið mitt en... ég fór nú samt á skorarfundinn, hann var bara fínn fyrir utan smá samtal sem ég átti við Guðnýju Guðbjörns fyrir fundinn. Ömurlegt og pirrandi, ég segi ykkur frá því seinna, ennþá smá leyndó! Fundurinn sem átti að vera stuttur, var að sjálfsögðu langur og ég skaust út rétt fyrir fimm til að sækja skutluna á leikskólann. Aðeins 1 starfsmaður var á deildinni hennar Maríu í dag, ég hélt að það væri vegna veikinda en skottan sagði mér að ein fóstran væri í fríi og hefði farið til útlanda... ókei, er ekki eðlilegt að reyna að redda því áður en kellu er gefið frí? Ég er svo fegin að María er að fara á Leikgarð, ég er orðin svo hundleið á þessu, maður getur aldrei treyst því að neitt sé í lagi á þessum blessaða leikskóla. Hún hættir á Mánagarði eftir rúmar 2 vikur, svo verðum við í fríi smá saman og svo byrjar aðlögunin á Leikgarði 1.júní.
Við sóttum svo múttu og skutluðumst til Maju í Hafnarfjörðinn en þar var á planinu kerlingagrautur á la Vindhæli, við elduðum sem sagt grjónagraut og amma, mamma, Guðrún, Sigrún og strákarnir, Jóhanna og bumban, Dóra og Elísabet, Maja og Anna María, Sibba og við mæðgur vorum þar fram eftir kvöldi í grjónagrautsáti.
Rétt áðan hringdi ég í Sunnefu og óskaði henni til hamingju með daginn, sambandið var frekar slæmt en ég gat nú aðeins spjallað við hana. Það var svolítið fyndið að tala við hana, greinilegt að íslenskan er ekki daglegt mál í Chile :) bara krúttlegt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
ohh hefðir átt að láta mig vita, ég sauð slátur á mánudaginn og vantar endilega að losna við eins og einn kaldan kepp, gott með grautnum!
Dugleg... við vorum nú bara SS keppi :)
Meira blogg, meira blogg, við viljum meira blogg
Hey, ofurbloggari!!! Mig er farið að þyrsta í fréttir.. hvernig var langþráða 14 maí djammið.. ertu kannski ennþá að jafna þig???? :) Yndislegt að heyra í þér um daginn!! love u
Hæhæ
Þú verður að vera duglegri að tjá þig stelpuskjáta!! :)
Koma með einhver gullkorn... hehe...
En kíktu á mína síðu... ég er búin að vera svo klár að búa til nýja þar sem einhver skemmileggjaði mína... össössöss...
Sjáumst vonandi fljótlega - alveg bannað að láta líða svona langt á milli! Og svo er ég líka aaaalveg að fara í sumarfrí! :)
Skrifa ummæli