þriðjudagur, desember 04, 2007
+ og -
Frk. Neikvæð
Ég er ekki að nenna neinu - ég er að skrifa fræðilegan inngang að lítilli rannsókn sem við gerðum í einu námskeiði og mér finnst efnið ekki spennandi.
Ég gleymdi að hringja mjög mikilvægt símtal í dag og ég veit ekki hvernig á redda því
Mig langar að jólast
Mig langar að fara á Þjóðaspegilinn á föstudaginn
Frk. Jákvæð
Ég náði SPSS prófinu - ekki með neinum glæsibrag en það hafðist
Á föstudaginn verð ég búin að skila öllum litlum verkefnum í MA náminu
17. des fer ég í síðasta prófið mitt í MA náminu
Eftir 1 mánuð verð ég á Tenerife
Ég á Senseo kaffivél
...... og svo bara þetta venjulega, hvað á barnið að fá í jólagjöf (iPodinn er ekki á listanum)?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hæhæ
Þekki þetta með iPodinn... skil það ekki alveg... minn suðaði og suðaði þegar hann var í 3 bekk en fékk hann núna í 9 ára afmælisgjöf frá afa, alltaf hægt að plata afa .... :)
Kidda
Skrifa ummæli