Sólin skín úti og ég sit inni við tölvuna. Ég fór og hitti Hönnu í morgunmat í gær, hún er svo yndisleg og svo mikið vítamínsprauta. Ég held að ef ég myndi hitta hana einu sinni í viku þá myndi ég rúlla þessari ritgerð upp á no-time. Ég þarf að taka nokkur fleiri viðtöl og lesa nokkrar ritgerðir uppi á safni - svo er ég bara búin með gagnsöfnun og þá er bara eftir að skrifa. Mér finnst gaman að skrifa og þá sérstaklega þegar mikið er komið á blaðið - þá er svo lítið eftir.
---
Hanna Björg sannfærði mig líka um að þetta væri skemmtileg ritgerð og mér fannst efnið mjög áhugvert eftir okkar samtal - var nefnilega komin með nett ógeð á því. Það er náttúrlega fáránlegt þegar lögum er breytt svo ráðandi hópar þurfi ekki lengur að brjóta lögin þegar verið að brjóta á rétti valdaminni einstaklinga. Minnir mann bara á maríjúnalöggjöfina í USA sem var mjög ströng þar til börn háttsettra aðila voru tekin að fá sér smók. Nema hvað að það eru ansi mjög ár síðan og maður hélt að Ísland ræki ekki svona stefnu.
---
Dagskrá dagins í dag er að setja upp hvern kafla, ss hvað á að vera í honum og hvað ekki. Á morgun ætla ég að skipuleggja allt lesefnið sem ég er með út frá þessum köflum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli