fimmtudagur, júlí 24, 2008

Það sem koma skal

Nú er að koma að því, ég get ekki flúið það mikið lengur að spá í því hvað við María gerum um áramótin. Við þurfum að flytja héðan 5.janúar nk. Sama þótt ég færi í eitthvað nám fengi ég ekki að vera lengur - búin með kvótann. En hvernig á maður að fara að?
---
Ég skil ekki hvernig þetta á allt að ganga upp. Húsaleiga fyrir 3ja herbergja íbúð fer ekki undir 110.000 á mánuði, algengt verð virðist vera 150-170.000 á mánuði. Mjög svipuð upphæð færi í að greiða af lánum og öllu tilheyrandi ef maður skyldi kaupa. Frístundaheimili kostar 10.000 á mánuði, sem er nauðsynlegt að borga svo hægt sé að vinna fullan vinnudag. Matur fyrir í skólamötuneyti kostar 5325 á mánuði. Í dag borga ég 7.000 á mánuði í hita, rafmagn og internet. Þetta gerir tæpar 200.000 krónur á mánuði, þetta eru allt greiðslur sem ekki er hægt að komast hjá og fullt vantar inn í ss síma, tryggingar, RÚV, rekstur á bíl, íþróttir og gamlar syndir. Gert er ráð fyrir því að einstaklingur með eitt barn þurfi að lágmarki 68.700 á mánuði í mat, hreinlætisvörur, frístundir, læknisþjónustu, fatakaup og "ýmislegt" samkvæmt Ráðgjafarstofu heimilanna. Kannski er ég ótrúlega svartsýn en ég er bara ekki að sjá þetta ganga upp.
---
Hvenær ætlar blessaða ríkistjórnin okkar að vakna og sjá að þjóðfélagið okkar er ekki ganga upp, samkvæmt fræðingunum á húsnæðiskostnaður að vera þriðjungur af útborgðuðum launum til að boginn sé "rétt" spenntur - þeas til að hann þoli minni háttar áföll. Samkvæmt því ætti einstaklingur sem borgar 150.000 í leigu að vera með 450.000 í útborguð laun á mánuði.
---
Þið fyrirgefið tuðið - skárra að lesa þetta hér heldur en að hlusta á mig kvarta og kveina í símann ekki satt??

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

úff já þetta er auðvitað fáránlegt! Ég skil ekki hvernig þetta á að geta gengið upp, enda gerir það það varla! Komdu bara til akureyrar, þar er best að vera og miklu ódýrara en í rvk ;)

Ásdís Ýr sagði...

Elsku besta Akureyri :) Mig langar.. en það er flóknara en svo

Helga Björg sagði...

Ja eða bara AKranes... hehe... :)

Nei þetta er alveg fáránleg staða - ég bara er ekki að skilja hvernig ungt fólk í dag á að koma undir sig fótunum ef það á ekki einhverjar millur í bankanum og það eru nú fæstir!
Veit það bara að ég gæti þetta aldrei alein!! Það er bara mjög einfalt!

Nafnlaus sagði...

Það er að koma helgi, 25-27 júlí
Ferðalag framundan hjá sumum og golf hjá öðrum, skemmtilegt fyrir alla vonandi.

Veturinn kemur seinna og margt vatn rennur til sjávar þangað til, hvað morgundagurinn ber í skauti sér vitum við víst ekki en eigum við ekki að klára daginn í dag fyrst :)

Kannski kemur riddarinn á hvíta hestinum eða bara málin leysist með samvinnu við aðra.

Anyway, kláraðu sumarið brosandi, farðu brosandi inn í haustið og veturinn verður tími góðra breytinga.

Ásdís Ýr sagði...

Feykirófan - Já eða Akranes :)

Nafnlaus - hver er svona jákvæður og bjartsýnn?