... og mér finnst ég ekkert hafa gert "sumarlegt". Það sem af er sumri hef ég farið til Akureyrar í 2 helgarferðir, eina ferð norður á Blönduós og svo viku til Krítar. Næsta helgi verður tekin á Skagaströnd city og svo er það sumarbústaður í ágúst. Þegar sumarið kveður mun ég hafa fest tjaldvagninn einu sinni aftan í bílinn. Þegar fjárfest var í gripnum var ákveðið að vera alltaf í útilegu, ég fer aldrei í útilegu samt búin að eiga gripinn núna í 3 ár. Góð kaup þar.
---
Mér finnst ég hafa verið svo upptekin en samt hef ég ekki gert margt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli