föstudagur, september 23, 2005

Alveg pollrólegur

Hann JT er nú með þeim rólegri sem finnast hér á landi, ég held að það sé nokkuð ljóst. Í dag er skiladagur á lokaritgerðum við deildina sem þýðir að ég eigi að skila ritgerðinni minni í dag... ekki alveg. JT er búin að vera með uppkastið af blessaðri ritgerðinni í 10 daga og sagði mér að hafa ekki áhyggjur af frestinum, hann myndi redda því :) Ég sendi honum svo annað uppkast í gær, ég var búin að vinna svolítið í hinu uppkastinu svo að ég ákvað að senda gamla nýjasta eintakið... bara svona smá update. Mig langar samt svo að losna við ritgerðina og fá einkunn fyrir hana, það er alveg nóg annað í pípunum að gera.
Út í allt annað, Sunnefa vinkona er orðin fræg. Ekkert smá fræg, það er viðtal við hana í Vikunni um flakkið og ástina í Chile. Með fylgir ótrúlega flott mynd af henni, kannski ekkert ótrúlega, hún er náttla algjer bjútí in pörsón.
Allir að leggjast á bæn og biðja þess að JT fari að skila mér uppkastinu af ritgerðinni svo ég geti bundið blessunina inn.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sumir eru rólegri en aðrir, enda eru sumir aðeins betri í samskiptum en aðrir. Svona er þetta bara!

Ásdís Ýr sagði...

Hildur mín, hvar værum við nú án fjölbreytileikans :)

Nafnlaus sagði...

...ja segðu eða sambands asískra kvenna við heilbrigðiskerfið hér á landi og fjölmeningarívaf eða óívaf í starfsmannahandbók lsh... þetta verður að rannsaka nánar, ásamt brjóstagjöf asískra kvenna. Það er sko ekki spruning.