mánudagur, september 05, 2005

ÚTSKRIFT Í OKTÓBER????

Var ég eitthvað að misskilja? Á maður ekki að djamma og hafa gaman af lífinu þegar maður útskrifast? ég er nokkuð viss um að þessir blessuðu kennarar hafa gert ráð fyrir því að maður eigi að vera búin að útskrifast þegar skólinn er byrjaður :)
Þetta verður klikkuð önn, og ég sem ætlaði að taka aukafag, ég er sko steinhætt við það. Það er eitthvað trend í gangi hjá öllum kennurum að færa mesta þungann af námskeiðunum á fyrri hlutann til að vera ekki með allt á hælunum í lok annar.... er þessi aðgerð ekki farin úr skorðum þegar allir ákveða að gera það? Og hvað á maður svo að gera í lok annar, bara lesa? Maður spyr sig.
Varðandi útskriftina, ég var svakalega ánægð þegar ég sá að prófið í Skipulagi fræðslu er 25.október en svo minnti Kolla mig á það að við erum að útskrifast á laugardeginum áður (25. er þriðjudagur). Ok, ég hugsaði bara að ég myndi læra vel vikuna áður en samt ná að djamma á útskriftinni. En Dísa var ekki lengi í Draumalandinu, í morgun mætti ég svo í tíma hjá JTJ í Kenningum í fullorðinsfræðslu. Hann ákvað að prófa nýtt form í ár, í hverjum tíma verða nemafyrirlestrar (2 saman) alveg út önnina og svo ein stór ritgerð svo í lokin á prófatíma. Alla vega, við eigum að vera með fyrirlestra á mánudeginum eftir úrskrift... Svo fékk ég mér einn kaffi svona fyrir næsta tíma og þar með var Draumalandið algerlega úr sögunni. Næsti tími var Félagslegar aðstæður fatlaðra, og hvað haldið þið? Þar er hópverkefni fram í lok október, kynningar hefjast 24.október. Ofan á allt þá verður okkur skipað í hópa, til að efla þessa blessuðu samskiptahæfni. Það er fátt ömurlegra en að vera í hópavinnu með önnum köfnu fólki, ég á eftir að verða ein af þessum leiðinlegu.
Ég kem alla vega til með að hafa nóg að gera, ef ég kemst ekki á útskriftina þá fæ ég bara skírteinið í pósti. Eins gott að ég fékk borð í lesstofunni annars myndi ég gera út af við fólkið mitt.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú gætir líka beðið einhvern um að taka útskriftina upp fyrir þig, annað hvort á kameru eða bara á diktafón...svona til að spila eða horfa á til þess að missa ekki alveg að þessu

Ásdís Ýr sagði...

Það væri snilld, ég gæti sennilega fengið einhvern til að djúsa fyrir mig :) Helga, Valla, Sunnefa... er einhver til?

Nafnlaus sagði...

Ég á diktafón..

Nafnlaus sagði...

Hvaða hvaða, við djömmum bara saman þann 29. október - þá er törnin búin :)

Nafnlaus sagði...

hmm ég hélt að ég hefði verið búin að skrifa hérna heillangt komment. Greinilega ekki, mig hefur dreymt það! En ég ætlaði að stinga upp á því að fresta bara útskriftarveislu/partýi um eina viku, það er hvort eð er ekkert gaman á þessum útskriftum. Svo er líka svo stutt í næstu...

Ásdís Ýr sagði...

Þú ert sniðugt Valla mín... kannski maður geri það bara???

Nafnlaus sagði...

World Of Warcraft gold for cheap
wow power leveling,
wow gold,
wow gold,
wow power leveling,
wow power leveling,
world of warcraft power leveling,
world of warcraft power leveling
wow power leveling,
cheap wow gold,
cheap wow gold,
buy wow gold,
wow gold,
Cheap WoW Gold,
wow gold,
Cheap WoW Gold,
world of warcraft gold,
wow gold,
world of warcraft gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold
buy cheap World Of Warcraft gold b3v6q7dl