Við Hildur vorum að spjalla saman í dag um muninn á bálförum og jarðarförum. Hildur var orðin ansi létt á því (ekki í glasi samt) eftir samtalið við RT um ritgerðina og skellti þessu svo skemmtilega fram. Við spáðum fram og til baka um þetta, burtséð frá trúarbrögðum og öllu því þá fannst okkur í raun skárra að vera brenndur, þá verður maður jú ekki étinn.
En þá kom Hildur með gullið, ef maður er jarðaður á hefðbundinn hátt þá er maður í raun að gefa jörðinni sem maður hefur alið allt sitt líf næringu, svona ...final tax :) Það er náttla ekki hægt að þiggja endalaust, einhvern tímann verður maður að gefa af sér og ef þetta er ekki síðasta tækifærið þá veit ég ekki hvað!
1 ummæli:
Ómæ gad, þarf ég reðurstækkun?
Skrifa ummæli