Ingibjörg Hekla er nafnið á nýjustu prinsessunni í fjölskyldunni, mjög fallegt og íslenskt nafn. Prinsessan er sem sagt dóttir Jóhönnu og Jóhanns, ég átti alls ekki von á þessu nafni, það er orðið svo sjaldgæft að börn í dag fái gömul íslensk nöfn.
Mamma laug því reyndar að Maju að skvísan hefði fengið nafnið Karólína Fjóla.... Maja þagði víst bara í símann. Það hefði reyndar alveg getað verið svo því Guðrún (amman) heitir Guðrún Karólína, Karólínu nafnið hefur reyndar ekki átt neinum vinsældum að fagna í fjölskyldunni.
En með nöfnin, fólk virðist stundum vera í einhverri keppni. Það þykir ekki flott ef að margir heita sama nafni. Eru nöfnin þá ekki falleg? Ég verð að viðurkenna að ég athugaði það ekki hversu margir hétu María Rún, mig langaði að skíra barnið Maríu burtséð frá því að báðar fjölskyldurnar hafi í raun overdosað á því fallega nafni :)
María er annars mjög upptekin af öllum fræðingum samfélagsins þessa dagana. Hún segist vera leikskólafræðingur, ég er háskólafræðingur og Nonni vinnufræðingur. Í skírninni í gær toppaði hún allt, hún sá prestinn en spurði mig svo hvar skírnarfræðingurinn væri.... Hún hélt að presturinn væri bara gestur í skírnarveislunni.
Nóg af bulli núna, uppkastið af ritgerðinni hefur ekki enn sést :)
2 ummæli:
Við erum náttúrulega að tala um snillingarfræðing aldarinnar.... hún dóttir þín er engri líka.
Skírnarfræðingur- ég er búin að segja öllum sem ég þekki frá þessu gullkorni.
Svo vildi ég líka bara segja þér að það er búið að "Klukka" þig út um allt land, koma svo ég hef séð nafnið þitt bregða fyrir bæði á Akureyri og á Höfuðborgarsvæðinu.
Enga feimni stelpa
Skrifa ummæli