Að kafna úr stressi lagði ég upp í langferð með mínum nánustu, ferðinni var heitið norðu í Vindhæli en smölun að hefjast. Við gistum í bústað á Blönduósi með Maju, Begga, Önnu Maríu og Ottó Má. Strákarnir voru af stað langt á undan okkur enda fóru þeir í göngurnar en við létum okkur nægja að fara í fyrirstöðu. Reyndar var aldrei þessu vant krögt af fólki upp í dal, rúmlega 20 manns fóru frá Vindhæli annað hvort ríðandi, gangandi eða á bíl.
Við hentumst svo úteftir rétt um hádegi enda héldu allir að féð væri að koma, svo var ekki enda steikjandi hiti og logn. Blessaðar skjáturnar vilja þá oft ekkert koma heim ef veðrið er gott, síðust menn komu niður upp úr fimm þá eftir 12 tíma smölun. Stelpurnar fengu að prufa hestana hjá köllunum eins og alltaf á þessum tíma, en hesturinn sem Nonni fékk var alls ekki svo saklaus. María Rún, Thelma og María Jóna voru búnar að fá að prófa að sitja aðeins á en ég held að það sé næsta víst að María Rún á seint eftir að vilja fara aftur á hestbak. Hesturinn var svo kvikur að þegar Óli var að draga rollu úr kerrunni fældist hesturinn og fyrir ótrúlegt snarræði Maju og Rögnu náði hann aðeins að sparka í Maríu Jónu en ekki stíga á hana. Sjokkið sem allir fengu var gífurlegt, skottan slapp sem betur fer hræðslan sem greip um sig var þvílík, María vildi bara fara heim í sumarbústaðinn.
Það gekk vel að draga og stelpurnar léku sér í réttinni innan um allar kindurnar og Anna María vildi nú helst bara hlaupa með þeim niður á tún þegar verið var að hleypa úr réttinni :) Algjör sveitastelpa. Um kvöldið tók svo við bakstur enda var ég búin að lofa drottningunni minni að halda upp á smá afmæli í sveitinni, það var mjög kósý en Ragna og stelpurnar komu, allir af Vindhæli og Guðrún og Bjarni. Við fórum svo heim rétt fyrir kvöldmat.
Núna er ég bara á fullu að vinna í ritgerðinni til að klára uppkastið í dag eða á morgun því JTJ er að fara til útlanda og ég vill líka bara koma þessu frá mér, ég held að ég tapi mér ef ég vinn mikið meira við þetta eins og er.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli