Á ég kollega, er ég orðin svo fullorðin? Ég var í viðtali hjá JTJ í gær og hann sagði mér frá samtali sínu við kollega mína. Mér fannst þetta mjög fyndið, að ég skuli eiga kollega!
Hann er alla vega búin að fara yfir uppkastið, ég var orðin mjög stressuð áður en ég hitti hann. Ég bjóst alveg eins við því að hann myndi koma með einhver komment um að bæta við efni, það er bara svo hann eitthvað. Hann sagðist reyndar sakna þess að sjá ekki umfjölllun um samskonar vandamál erlendis en ritgerðin sjálf væri mjög efnismikil og því kæmi það kannski ekki að sök, kannski ég pæli eitthvað í því, ég veit það ekki.
Hann vill að ég stytti einn kafla án þess þó að tapa nokkru úr honum, svo vill hann að ég lengi annan kafla. Auk þess á ég að búa til þráð í gegnum ritgerðina, ég vildi óska þess að ég hefði haft diktafóninn minn hjá honum þegar hann komst á flug. .. svo hérna gætirðu sagt að ekki sé hægt að vísa nemenda úr skólakerfinu, heldur færa hann á milli úrræða velferðarkerfisins...
Ég var alla vega sátt við kallinn, mér fannst hann mjög sanngjarn og ég var alveg sammála hans athugasemdum. En hvenær ég á að skila, það er bara þegar ég er búin.... ég get lofað því að ég á eftir að vinna í þessu alveg fram að útskrift.
1 ummæli:
Hvaða djö.... rugl er þetta eiginlega....
Skrifa ummæli