sunnudagur, júlí 13, 2008

Það eru naumast viðbrögðin..

.... við síðustu færslu - vill enginn að ég gangi út? Valla bauð mér aðstoð við ferminguna hennar Maríu þegar ég var að hjálpa henni fyrir bryllupið, ómeðvitað gerði hún ráð fyrir því að ég myndi ferma fyrr en gifta mig - greinilega fleiri sem hugsa svoleiðis :)
---
Ég er búin að vera frekar mikið á netinu undanfarna daga og bloggrúnturinn minn hefur ekki beint verið uppörvandi, allir að blogga um karlaleysi, kvennaleysi eða vonlausa kosti. Greinilegt að það tekur á sálina að vera single á þessum árstíma. Sumarið er svo skemmtilegur date tími, svona eins og hálfgerður fengitími.
---
Annars er helgin bara að verða búin og á morgun taka við ritgerðarskrif - sem nota bene ganga bara nokkuð vel! Hanna Björg gaf mér þvílíka vítamínsprautu í morgunkaffinu um daginn, ég kom mér fyrir við vinnuskrifborðið mitt í Gimli og vann eins og mófó enda kerlingar mínar í næsta nágrenni ef mig vantaði spjall eða truflun. Ég var ekki alveg að finna mig í Odda, þar er enginn þessa dagana og þögnin er þrúgandi. Þeir sem þekkja mig vita að lærdómur í þögn hefur aldrei verið mín sterka hlið.
---
Við María erum búnar að vera nokk duglegar þessa helgina, á föstudag fór sú stutta í flugferð með pabba sínum í 2 tíma um SV- landið. Á laugardag dúlluðumst við heima og fórum svo í Hafnarfjörðinn að hjálpa til við flutninga og það sem þarf að gera þar. Í dag réðumst við svo á herbergi heimasætunnar, það verk er enn óklárað en 4 pappakassar og 1 ruslapoki hafa kvatt alltof stóra herbergið hennar. Við gerðum smá hlé á tiltektinni og fórum í bíó á KungFu Panda. Þessi elska var búin að sjá myndina svo hún sagði mér alltaf hvað gerðist næst :)
---
Næsta helgi er svo pabbahelgi -aldrei að vita hvað maður gerir þá. Reyndar er ég að leita mér að smá helgarvinnu þær helgar sem hún er í burtu svo það er aldrei að vita nema maður verði að vinna - who know´s
----
En stelpur, ég var ekkert að grínast í síðustu færslu - komið mér á deit

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég biðst innilegrara afsökunar á því að hafa ekki kommentað - er reyndar ekki búin að vera í tölvunni í nokkra daga en það er engin afsökun!
Eins og er þá veit ég ekki alveg um hinn fullkomna karlmann handa þér en hér eftir eru augu og eyru vel opin svo ég geti vonandi fundið hann!!

Minni svo á að ég er ein heima nánast alla dag og það er velkomið að hringja eða bjóða mér í heimsókn ;)

Nafnlaus sagði...

Þar sem að vinkonur þínar eru ekki að sinna þínum þörfum, og dóttir okkar fær að horfa á Ameríska date þætti verð ég að grípa í taumana.

http://www.einkamal.is/Profile.aspx?ProfileID=222299

http://www.einkamal.is/Profile.aspx?ProfileID=215036

http://www.einkamal.is/Profile.aspx?ProfileID=196490

http://www.einkamal.is/Profile.aspx?ProfileID=220929

http://www.einkamal.is/Profile.aspx?currentPage=3&ProfileID=205039

Þú verður að afsaka þennan síðasta :) en common, rauðhærður (Flosi) hahahahahaha

nýttu nú helgina vel og það er ekkert að þakka :)

Ásdís Ýr sagði...

Hahahhahahah það er ekki ónýtt þegar fyrrverandi reynir að koma manni út - annars virðast þetta ágætir kostir...

Helgin verður nýtt vel í lærdóm - ég ætla bara að bíða þar til prinsinn á hvíta hestinum kemur til mín