Stundum held ég að ég sé snillingur að flækja málin og ofhugsa hlutina, já eða bara hugsa þá ekki neitt. Alltaf of eða van á þeim bænum... gullna jafnvægið virðist ekki vera til hjá mér stundum. Þegar manni tekst að búa til svona flækjur þá er gott að eiga góða vini til að dempa öllu á, öllu sem er svo lítið þegar vinurinn er búinn að kryfja það til mergjar. Eða jafnvel áttar maður sig á því að vandamálið er svo ekkert vandamál heldur ofhugsun á einföldum hlutum, kannski er einfaldleikinn til?
---
Stór hluti af MA náminu mínu felst í því að ígrunda og pæla í hlutum niður í kjölinn og jafnvel undir hann... sífelld gagnrýni á það sem sett er fram, kannski þess vegna sem ég hugsa of mikið :) Síðustu daga hafa ljósmyndir átt hug minn allan af þeirri einföldu ástæðu að ég þurfti að finna mynd á póster fyrir Þjóðarspegilinn. Ég fann mynd fyrir pósterinn hjá ljósmyndasnillingnum henni Helgu sem ég fékk að nota. Ljósmyndir segja svo mikið, meira en þúsund orð og því er svo mikilvægt að vanda valið. Ég fékk hjá henni mynd sem endurspeglar að miklu leyti væntanlegar niðurstöður rannsóknarinnar minnar. Ég er ótrúlega ánægð með hana. Þið getið skoðað pælingar um hana hérna.
---
Í dag skaut svo lúðinn upp kollinum á kaffistofunni þegar verið var að ræða auglýsinguna fyrir Þjóðarspegilinn. Myndin er blörruð og mér fannst það endurspegla samfélagið eins og það er í dag, það hélt ég að væri pælingin á bak við hana. Samfélagið er eitt kaos þessa dagana og ráðstefnan heitir Þjóðarspegilinn.. spegill þjóðarinnar. Sá eini sem heyrði þessar pælingar mínar hló, sagði að ég hugsaði of mikið :)
---
Eftir kaffistofusessionið sendi ég svo út fullt af tölvupóstum til fólks sem ég þekki mismikið vegna ráðstefnunnar. Þegar ég ýtti á send fékk ég bakþanka... átti ég kannski ekki að senda þessum eða hinum... auglýsingin fór til þeirra sem ég veit að tengjast ekki HÍ og eru úti á akrinum að vinna við sitt fag. Ég búin að hugsa um þetta í allan dag...
6 ummæli:
Kannast við þessa ofhugsun, hún getur verið svo erfið stundum... stundum flækir maður það mikið málin að þau hafa áhrif á mann andlega,,, eins og kom fyrir mig í þessu kreppu samfélagi, samt hefur þetta mjög takmarkað áhrif á mig, fyrir utan vinnu og þar er ég bara ein af mörgum.. !
Kv Kidda kreppuhaus..
hey ég var ótrúlega glöð að fá þessa auglýsingu. Samt smá fúl af því að ég kemst auðvitað ekki!
fannst einmitt pósterinn mjög flottur, hugsaði nú ekki svona djúpt út í myndina...
ohhh já bústaður á aðventunni, jAÁÁÁÁ LITLA sem ég væri til í það!!
kv. Valla
ADHD er það ekki eitthvað sem þú ert að læra eða skrifa um, minnir að ég hafi lesið það hjá þér um daginn ?
Kv Kidda
Kidda kreppuhaus :) þú ert í miðri hringiðunni, ég öfunda þig ekki nema þá helst eftir nokkur ár að geta horft til baka og verið reynslunni ríkari. Þetta eru "spennandi" tímar í bankakerfinu, það er svo mikið í gangi.
En jú, ég er að skrifa MA ritgerð um nemendur með ADHD í sérskólum. Af hverju ertu að spá?
Valla - Gott að þú varst ánægð sæta mín :) Kíkjum á bústaðamálin fljótlega, það væri draumur að fara í Svignaskarð eða eitthvað og hafa það kósý eina helgi.
Það gengur smá erfiðlega í skólanum hjá einum sem ég þekki og ég vil að hann fari í svona greiningu, bæði fyrir lesblindu og ofvirkni og athyglisbrest, en það gengur bara erfiðlega... hann er komin í 3 bekk og ekkert búið að skoða neitt af þessu, en þegar ég fór að skoða þetta þá er annar foreldri með lesblindu og hinn er nú enn í dag smá ofvirkur.. síðan er drengurinn bara í veseni í skólanum en enginn gerir neitt. .. skil ekki.
kv. Kidda
Þetta eru ótrúlega erfið mál. Það þarf að gera eitthvað fyrir barnið, það er einfalt að koma af stað einhverju kerfi. Það er nóg að óska eftir viðtali við sálfræðing skólans.. það er gott að byrja það.
Það er mjög erfitt að var "saklaus áhorfandi" í svona málum, sérstaklega þegar manni finnst lausnin auðsótt
Skrifa ummæli