- Ég er sjúklega hrædd við beljur sem ekki eru bundnar í bás, ég notaði meira að segja Önnu Maju (eldri) sem skjöld í gamla daga þegar við þurftum að standa fyrir beljunum þegar verið var að reka þær.
- Ég er líka alveg hryllilega lofthrædd, ég svitna á tánum og í lófanum þegar ég er hátt uppi eða horfi á einhvern hátt uppi, alveg sama hvort það er í sjónvarpinu eða í raunveruleikanum.
- Ég get verið stundum mjög gagnrýnin, stundum einum of án þess að átta mig á því.
- Ég hef oftar en einu sinni reynt að borga með FS-þvottakortinu í 10-11, Bónus og á kaffistofunni í Odda.
- Mér finnst ógeðslega gaman að pæla í pólitík, og ég skil ekki fólk sem kýs Sjálfstæðisflokkinn.
Ég læt bara vaða eitt klukk í viðbót :)
- Mér fannst ógeðslega töff að kýla einhvern í gamla daga og lagði mikið upp úr því að læra að kýla undir ábyrgri leiðsögn gamals vinar sem var ansi reyndur í þeim bransa.
- Ég æfði mig með einni vinkonu að læra að reykja fyrir partý þegar ég var 14 ára, æfingatólin voru stubbar eftir Maju systir.
- Ég hélt að ég hefði fundið draumaprinsinn þegar ég var 16 ára, sem betur fer áttaði ég mig á því að samfélagið býður upp á betri drauma.
- Ég ætlaði að verða gullsmiður þegar ég yrði stór og læra í Finnlandi.
- Sumir segja að ég sé algjör frekja en ég vil meina að ég sé ákveðin með frekjuívafi.
Svona, þá er þetta komið og ég klukka Hildi Höllu, Ingunni og Sigurrósu
2 ummæli:
Ó mæ gad! Hvaða fífl er þetta?
Einhver sem kvittaði alvega á nákvæmelga sama hátt hjá Völlu. Myndi allavega ekki klikka á linkinn hjá honum!
En annars bara þakka ég þér kærlega fyrir "klukkið" Kannski hefði ég ekki átt að minna þig á þitt ;)
Skrifa ummæli