Á Íslandi býr misgáfulegt fólk, þökk sér margbreytileika mannkyns. Á næsta borði við mig hér á Hressó sat einn maður, greinilega ekki edrú. Í daglegu tali er vísað til þess hóps sem hann tilheyrir sem róna eða ógæfufólks. Hann var búinn að reyna að tala við mig um eitt og annað, eins og að fá að prufa símann mig og svona þegar hann spurði mig hvað ég væri að gera, samtalið okkar var svona:
ÉG: uppeldisfræði (ég reyndi að svara honum eins snubbótt og ég gat án þess að vera dónaleg)
HANN: Í Háskólanum?
ÉG: Já
HANN: Þú verður að passa þig að læra ekki yfir þig
ÉG: Já
HANN: Þú veist að öll börn fæðast vangefin
ÉG: Nei
HANN: Afhverju kunna þau þá ekki að tala þegar þau fæðast, segja bara gaga og gúgú?
ÉG: Því þau hafa ekki þroska til annars
HANN: Eru þau þá ekki þroskaheft?
ÉG: Nei
HANN: Þarf ekki að kenna þeim að tala?
ÉG: Jú
HANN: Eru þá ekki öll börn vangefin þegar þau fæðast?
ÉG: Nei
HANN: Þú skalt sko ekki þræta um þetta við mig, þú þarft greinilega að læra meira. Ég er sko læknir og veit allt um þetta.
Sagði maðurinn sem vissi ekki hvaða dagur er í dag, og var að spá í því hvort 11.september hefði ekki örugglega verið í gær.
1 ummæli:
Nei 12.
Skrifa ummæli