fimmtudagur, desember 28, 2006

Farin...

Gleðilega hátíð gott fólk.. eftir sólarhring verð ég komin upp á hótel á Tenerife :) Samkvæmt veðurspánni á Yahoo á að vera 20´C á föstudaginn og heiðskýrt á norðurhluta eyjunnar.. suðurhlutinn er yfirleitt alltaf hlýrri og þar verðum við!

þriðjudagur, desember 12, 2006

Hvernig veistu að þú ert í prófatíð?

... þegar þú deyrð úr hlátri þegar þú færð lánaðan varasalva í túpu og ferð að hugsa um þrönga sáðrás..

mánudagur, desember 04, 2006

DramaQueen


Þú ert miðlungssteikt dramadrottning.


Miðlungssteiktar dramadrottningar eru konur meðalhófs. Þær eru skynsemisverur miklar, hafa sterka réttlætiskennd og vilja öllum vel. Í raun myndu flestar miðlungssteiktar dramadrottningar frekar vilja vera baunabuff en hamborgari því þá hefðu engin saklaus dýr þurft að líða fyrir samlíkinguna.

Miðlungssteiktar dramadrottningar hafa algera stjórn á dramatíska hluta heilans. Í raun verður sjaldan vart dramatískrar hegðunar hjá hinni miðlungssteiktu. Ekki einu sinni slæmur hárdagur getur raskað ró hennar.

Miðlungssteiktar dramadrottningar eru hæglátar, yfirvegaðar en fylgispakar. Þær eru trúar leiðtoga sínum sem er gjarnan léttsteikta dramadrottningin og fylgja henni oft í blindni. Þegar á reynir er hún hins vegar ekki tilbúin til að hvika frá sannfæringu sinni og á það til að vera samviska þeirrar léttsteiktu og halda henni á jörðinni.

Hversu mikil dramadrottning ert þú?

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Stóra systir gengin út!

Maja mín og Beggi komu öllum- að flestum- á óvart á laugardaginn þegar Maja bauð fullt af fólki í þrítugsafmælið sitt sem endaði svo í brúðkaupi! Salurinn var æði, Erla og Íris skreyttu hann þvílíkt flott, ég hefði aldrei trúað því hann gæti orðið svona flottur. Maja var stórglæsileg að vanda og Beggi líka. Við byrjuðum öll daginn í greiðslu og fíneríi og svo leið tíminn og allt í einu var kominn tími á að gefa saman fólkið. Fæstir vissu nokkuð og því kom það fólki mjög á óvart þegar Maja og Beggi gengu inn í salinn hönd í hönd, Maja með slör og brúðarmarsinn spilaður. Rosalega flott. Frábært kvöld.

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

35 dagar og 30 ár

Vá hvað ég hlakka til... eftir 35 daga lendi ég ásamt skottunni minni, mömmu og Sigga á Tenerife Sur flugvellinum. Það var svo gott að koma út af flugvellinum í fyrra, komið kvöld en 19 stiga hiti. Mig hlakkar svo að hafa það kósý og slappa af... --- Ég er sko búin að ákveða hvað ég ætla að gera þarna úti.. ég ætla að fara á Tuscany og fá mér að borða, ég ætla í báða dýragarðana, apagarðinn, cameldýragarðinn, verslunarferðina, vatnsrennibrautagarðinn og njóta þess að hafa það gott. Sem sagt ég ætla að slappa af :) --- En í dag er stór dagur! Stóra systa hún Maja mín er þrítug. Hún ætlar að halda upp á það næsta laugardag með heljarinnar veislu- litla systa fer í greiðslu og alles. Við höfum alltaf verið mjög nánar systur þó að samkomulagið hafi ekki alltaf verið uppá það besta.. gelgjan var stundum pínu erfið :) --- En það er pottþétt að ég á margt henni Maju minni að þakka, og Begga mínum líka. Maja tók mig upp sinn arm og aðstoðaði mömmu með mig þegar ég var lítil skotta, hún vakti heilu næturnar þegar ég hrædd við einhver hljóð. Hún sagði mér að jólasveinninn væri ekki til þegar kominn var tími til að fullorðnast. Hún vaskaði alltaf upp þótt ég ætti að gera það. Hún keyrði mig í skólann og leyfði mér að reykja í bílnum þegar hún var komin með bílpróf. Hún reddaði mér þrisvar sinnum vinnu, fyrst á Vestra, svo á Sólbaðstofunni og svo í IKEA. Hún leyfði mér að kúra upp í hjá sér og Begga þegar ég hafði misstigið mig aðeins um of í miðbænum eitt kvöldið. Hún tók dóttir minni sem sinni eigin strax frá upphafi. Hún og Beggi hafa hjálpað okkur Maríu meira heldur en nokkurn gæti grunað og svo margt margt fleira... --- Það er nokkuð ljóst að án systu hefði ég nú ekki orðið sú sem ég er :) Lov u og takk fyrir allt saman

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Bissý læf

Það er svo mikið eitthvað að gera núna, misskemmtilegt. Rannsókin mín er náttla úber skemmtileg :) Hún tekur mikinn tíma, oft virðist sem ekkert gerist á þessum mikla tíma nema símareikningurinn hækkar þar sem ég þarf mikið að hringja vegna viðmælenda minna. Ef þú þekkir einhvern sem hefur verið í sérskóla fyrir nemendur með hegðunarvandamál eða eitthvað slíkt og vímuefnaneysla er ekki hans aðalvandamál og hann er á aldrinum 14-17 ára endilega hafðu samband við mig aya@hi.is Mig vantar viðmælendur!!! --- Annars fór ég á námskeið um daginn hjá Kirsten Stalker sem er einna fremst á sviði rannsókna með börnum og unglingum. Okkur í rannsóknarhópnum var boðið að koma, frábært námskeið. Ég lærði ekkert smá mikið á þessum stutta tíma, brilliant námskeið. Svo er líka bara svo gaman að hitta fólk sem er að pæla í því sama og maður sjálfur. Endalaust gaman! --- Í næstu viku er fundur hjá fötlunarfræðinni með Tom Shakespeare, hann er áhrifamikill Leedsari. Mikill talsmaður félagslega líkansins um fötlun, ég hlakka til að hitta kauða og sjá hvernig nafnið sem maður les svo oft lítur út. Það er svo gaman að vera í fötlunarfræðinni núna, það er svo mikill kraftur í öllu og svo skemmtilegt fólk sem maður er að vinna með. Endalaust gaman! --- Skottan mín er á fullu á sundnámskeiði, hún og Tryggvi fara saman og foreldrarnir sitja að snakki frammi. Í dag ákváðum við Hildur þó að breyta út af vananum, við skelltum okkur í pottinn á meðan gormarnir æfu sundtökin með kút og kork. Það var ekki nema -6°C úti... ótrúlega þægilegt að kúra sig ofan í heitan pottinn, ekki eins þægilegt samt að fara uppúr. En endlaust gott að vera í hitanum ofan í. --- Það er svo margt skemmtilegt á döfinni hjá minni. Laugardagurinn er bókaður í skemmilegheit, stóra systa á afmæli í næstu viku og verður hvorki meira né minna en þrítug. Helgan mín á líka afmæli í næstu viku, hún verður 25. Maja pæja heldur upp á afmælið á laugardaginn næsta, allur dagurinn er bókaður í punt og dúllerí :) 3. des æltum við mæðgur að bregða okkur í menningarferð í Borgarleikhúsið og sjá hana Ronju. Ég sá Ronju fyrst í bíó á Akureyri þegar ég var 3-4 ára, ég man mjög lítið eftir því nema hvað það var mikill reykingamökkur inn í salnum. Svo ætlum við Valla að fara með skotturnar okkar í Borgarfjörðinn 8-10.des og hlaða batteríin. Ég hlakka svo til, dúllast í jóladóti, borða góðan mat og vera í góðum félagsskap. Svo eru bara jólin.. og Tenerife :) Endalaus skemmtun! --- En svo er líka sumt minna skemmtilegt í gangi, nenni ekki að tala um það.

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Skemmtun eða keppni?

Ég horfði á Kastljósið áðan eins og ég geri oft með öðru auganu. Nema hvað, umræðan nú var um fimleikaþjálfun. Nemar úr HR voru að fylgjast með fimleikaþjálfun 8 ára stelpna í Björkinni, þeim blöskraði svo þjálfunaraðferðirnar sem þar áttu sér stað að þeir ákváðu að fara með málið í fjölmiðla. -- Ég get alveg viðurkennt það að ég er ekki hlutlaus þegar kemur að fimleikaþjálfun, það sem maður hefur heyrt í gegnum tíðina hefur fengið mann til að efast um gildi þeirrar íþróttar fyrir börn. María hefur oft beðið um að fá að fara í fimleika, ég hef alltaf sagt nei eða dregið úr því og sagt henni að við skoðum það seinna. Ég þori ekki að taka sénsinn á því. Í Kastljósinu áðan fékk ég enn frekari staðfestingu á því að þetta sé ekki íþrótt sem hún muni æfa. -- Yfirþjálfar fimleikafélagsins kom í viðtal, hún hefði betur sleppt því ef hún hefði viljað að málið kæmi vel út fyrir félagið. Hún gat illa svarað fyrir sig, sagði stelpurnar sækja í athygli með því að gráta yfir teygjum og að nauðsynlegt væri að slá á stelpurnar til að þær þekktu rétta vöðvahópa og stæðu rétt. Er þá ekki nauðsynlegt að slá á hendurnar á börnum í leikskóla? Flestir uppeldisfræðingar eru sammála um að slíkt er ekki rétt aðferð til að ná árangri. Nautahægðir segi ég nú bara. -- Af hverju geta börn ekki verið í íþróttum af því það er hollt líkamlega, andlega og félagslega? Síðan hvenær áttu börn ekki að skemmta sér í íþróttum? Síðan hvenær er sársauki birtingarmynd athygli?

sunnudagur, október 29, 2006

Ég dó næstum því :)

Rakst á þetta innlegg á tímaþjófnum barnaland.is áðan þeta kom firir mig og kal nýmer 3 en það var han sem prunpaði á mig og ég gubaði á han og han hélt bara áfram og var alveg sama og ég grenjaði bara og han hlæjaði að méro g svo hæti ég með honum því ahn var altaf að prunpa eftir þeta þegar við vorum að geraða því honum fanst það ssvo findið!!!! Ja hérna hér!

miðvikudagur, október 25, 2006

Menningarferð

Í tilefni þess að Helgi útskrifaðist síðasta laugardag með BA próf í uppeldis- og menntunarfræði ákváðum við Hildur og María að gerast menningarlegar og skelltum okkur í bæinn. Takmark okkar var að fara á sem flesta staði í miðbænum.Byrjuðum á Caruso.. Svo var ferðinni heitið á Sólon, myndavélin gleymdist í töskunni en við skelltum okkur á París..svo Deco, svo Victor þar sem við urðum allt í einu minnilhlutahópur, svo Sólón, svo Hverfis og aftur Sólon. Hildi fannst drykkurinn sinni betri í útlöndum... en ég sá hana nú ekki kúgast á þessum Komnar á Deco, þrælfínn staður með góðri Stellu. Rann ljúflega niður Victor, og "helvítis" útlendingurinn að reyna við andskotans Íslendinginn hana Maríu.. ég læra íslenska, ég strákur og þú stelpa :) Flíspeysurnar og vinnujakkarnir urðu nú aldeilis hott þegar við tókum upp glossinn... And we were crazy... Set inn albúm þegar ég nenni, kúltúrkveðja

sunnudagur, október 22, 2006

Nenna óskast!

25 ára einstæð móðir/háskólanemi í Vesturbænum óskar eftir nennu á viðráðanlegu verði. Nennan þarf að gera það að verkum að einstaklingurinn öðlist drifkraft og áhuga á núverandi námi og sinni því af heillindum og alúð. Tekið er á móti umsóknum í athugasemdnum, umsóknir þurfa að uppfylla almenn skilyrði um röklega framsetningu og bera vott um metnað. Með ósk um skjót viðbrögð Ásdís Nennulausa

fimmtudagur, október 19, 2006

Alltaf stuð í Vesturbænum!

Það er svo mikið um djúpar pælingar á blogghringnum mínum að maður getur ekki annað en farið að velta öllu fyrir sér fram og til baka- hentar vel þegar maður getur ekki sofið :) --- Að væla yfir eigin lífi er svo auðvelt þangað til maður áttar sig á því að maður hefur það nú bara asskoti gott miðað við svo marga aðra. Ég er búin að hanga alltof mikið á barnaland.is í kvöld og þar var verið að auglýsa eftir uppskriftum af máltíðum fyrir 100-300 krónur- vona að ég þurfi aldrei að pæla í því að eyða ekki meira en 300 kalli í kvöldmatinn fyrir okkur Maríu. Hvað er að þessu landi þegar fólk þarf að borða fyrir þennan pening, hvernig er næringargildið í þessum mat? --- Svo las ég á bloggi einnar skvísu um að gera upp fortíðina. Öll eigum við einhverja drauga úr den misstóra auðvitað en það virðist oft vera þannig að þeir sem eiga minnstu draugana kvarta hvað mest. Stóru draugarnir eru afgreiddir án þess að kvarta mikið. Fortíðin er það sem mótar nútíðina, án fortíðarinnar værum við ekki þau sem við erum. Fortíðin er liðin og framtíðin bíður, maður verður að leyfa sér að njóta lífsins því einn daginn er það ekki lengur í boði. --- Svo er líka alltaf veikindi barna sem fá á mig, maður kvartar yfir smá flensuskít sem stendur yfir í nokkra daga. Litla frænka mín veiktist um daginn, mér fannst það ekkert smá erfitt að vita ekki hvað væri að. Hugurinn fór að flug og flugið var ekki gott. Þetta voru nokkrir dagar, hvernig fara foreldrar að þegar börnin þeirra liggja mikið veik mánuðum saman, jafnvel árum, hvernig er þetta hægt og halda geðheilsunni á sínum stað. Lífið er flókið

föstudagur, október 13, 2006

Heimilisofbeldi

Undanfarið hefur heimiliofbeldi mikið borið á góma í kringum mig. Skólasystir mín sagði okkur í fyrra frá grófu ofbeldissambandi sem hún var í, maður var bara eiginlega orðlaus. Þvílík mannvonska en ótrúlega sterk stelpa, sá hana einmitt um daginn. Lítur rosalega vel og blómstar alveg. Ástæðan fyrir því að hún sagði okkur hinum frá þessu var umræða í kringum hópverkefni þar sem ein skólasystir okkar lét þau orð falla að hún skildi ekki konur sem létu berja sig trekk í trekk. Það er lætur enginn berja sig, svona tungutak fer í taugarnar mér. Kannski vegna þess að eitt sinn var ég ekkert langt frá því að búa við þessar aðstæður án þess að átta mig á því, en með aðstoð góðra vina og fjölskyldu slapp ég. Allir eru ekki svo heppnir. Helgan mín lét mig aldrei í friði :) og sætti sig ekki við framkomuna sem var á mínu heimili, takk fyrir það Helga mín. Hún var sennilega sú eina sem vissi hvernig málin voru. Fjölskylduna grunaði að ekki væri allt með felldu og þegar ég sagði loks frá tók hún mér með opnum örmum. Ef mamma hefði ekki verið svona ákveðin hefði ég sennilega stokkið til baka á einhverjum tímapunkti... .En ég vil taka það fram að ég er ekki að ræða um Nonna --- Um daginn var ég svo í öðru hópverkefni, þá kom aftur upp umræða um heimilisofbeldi og tók ein sér í munn þetta fræga tungutak.. að láta berja sig! Ég var reið en hélt mér óvenju rólegri. Við ræddum málin, hún var reyndar ein í hópnum á þessari skoðun. Við hinar höfðum kynnt okkur málið betur og vissum sem var að málið var ekki svona einfalt. Hún vildi meina að hér á landi væri allt til alls og kona þyrfti ekki að láta berja sig, hér hefðum við velferðarkerfi sem aðstoðaði konur út úr svona lífi. Því ég ekki sammála þótt staða kvenna í ofbeldissamböndum sé á margan hátt betri hér en í öðrum löndum þá er hún ekki góð, hugtakið fjölskyldutekjur kemur þar inn sem sterkur áhrifavaldur. Hugtak sem Kvennalistinn sálugi vildi afnema úr lögum landsins en það náði ekki fram að ganga. Þetta eina hugtak hefur miklar afleiðingar, sérstaklega í hjónabandi þar sem annar aðilinn er með mun hærri tekjur en hinn. Greiðsla barnabóta miðast meðal annars við fjölskyldutekjur, en ekki einstaklingstekjur. Þar af leiðandi fá konur fá litlar barnabætur í kjölfar skilnaða og langan tíma tekur að komast inn í kerfið á þeirra forsendum, forsendur hennar og fyrrv maka ráða för. --- Svo nú vikunni frétti ég af grófu ofbeldissambandi í nágrenni við mig, ég trúði því fyrst ekki. Var nokkuð viss um að þar væri svæsin kjaftasaga á ferð enda stelpan bráðmyndaleg og vön að vera á milli tannanna á fólki. En í gær fékk ég að vita að kjaftasagan væri rétt og hún tekin aftur saman við ofbeldismanninn. Í því sambandi hafði lögreglan og nágrannar haft ítrekuð afskipti af fjölskyldunni, konan lifði í stöðugum ótta meðan þau voru skilin. Annað mál hefur einnig verið í gangi nálægt mér, ég veit ekki hvernig staðan er á því í dag. --- Í held að ofbeldismenn séu í raun snillingar í mannlegum samskiptum á ákveðinn hátt, þeir tala konurnar til og smám saman telja þeim trú um að ábyrgð ofbeldisins sé á þeirra hendi. Fjölskyldan og vinirnir bara eitthvað leiðinlegt fólk sem borgar sig ekkert að ræða of mikið við, smám saman minnka samskiptin við aðra en ofbeldismanninn. Konan verður einangruð. Ég ræddi þetta nokkuð við systur mína í gær og við vorum sammála um það að ef önnur okkar byggi við slíkar aðstæður og við vissum af því, myndum við ekki láta kyrrt liggja. Ég er nokkuð viss um að mamma okkar myndi taka okkur og börn okkar í burtu með valdi ef þörf krefði. En þetta eru flókin mál... og sorgleg.

miðvikudagur, október 11, 2006

Markaðsfræði

Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig skilgreina eigi ýmsa þætti sem koma að markaðsfræði, sérstaklega þar sem skrifborðið mitt í vinnunni er alveg við viðskipta- og hagfræðideild. Núna þarf ég ekki lengur að spá, fékk fínar útskýringar á maili áðan... Þú ert kona og sérð flottan mann í partýi. Þú ferð upp að honum og segir: "Ég er frábær rúminu!" - Bein markaðsetning Þú ert í partýi með fullt af vinum og sérð flottan mann. Einn af vinum þínum fer upp að honum, bendir á þig og segir: "Hún er frábær í rúminu!" - Auglýsing Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Þú labbar upp að honum, færð símanúmerið hans og hringir í hann daginn eftir og segir: "Hæ, ég er frábær í rúminu!" - Símamarkaðsetning. Þú ert í partýi og sérð flottan mann, þú lagar til fötin þín,labbar upp að honum og réttir honum glasið þitt og segir við hann, "Fyrirgefðu, má ég?" Lagar bindið hans, nuddar brjóstunum létt utan í hann og segir: "Ó! á meðan ég man, ég er frábær í rúminu." - Almannatengsl. Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Hann labbar upp að þér og segir: "Ég hef heyrt að þú sért frábær í rúminu." - Þekkt vörumerki. Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Hann langar í þig en þú færð hann til að fara heim með vinkonu þinni. - Söluorðspor. Vinkona þín getur ekki fullnægt honum, svo hann hringir í þig. - Tækniaðstoð. Þú ert á leið í partý þegar þú uppgötvar að það gætu verið flottir menn í öllum þessum húsum sem þú ert að labba framhjá. Svo þú klifrar upp á þakið á einu af þessum húsum, sirka í miðjunni og öskrar úr þér lungun: "Ég er frábær í rúminu!" - Ruslpóstur. Loksins er markaðsfræði komin á mannamál...

föstudagur, september 22, 2006

Ótrúlega spúkí!

Ég man svo vel eftir því þegar hryðjuverkin voru gerð á tvíburaturnana fyrir 5 árum. Ég lá í sófanum upp í Gullengi með Betty og mjólkurglas, fyrirvaraverkirnir voru komnir til að vera og ekkert í sjónvarpinu nema fréttir :) Mér finnst rosalega gaman af M. Moore og hans pælingum, kaupi þær nú ekki allar en hann er kúl. Einhvern veginn held ég að heimurinn væri öðruvísi í dag ef Al Gore hefði fengið blessaða forsetaembættið eins og hann átti að gera, ég efast um að hann hefði brugðist eins við. Að auki finnst mér Hugo Chavez forseti Venezuela hetja vikurnnar, hann þorði að segja það opinberlega það sem margir hugsa. En ég rakst á þetta á netinu áðan, fannst þetta bara spúkí... 1. Í New York City eru 11 bókstafir 2. Í Afghanistan eru 11 bókstafir 3. Í nafni Ramsin Yuseb (Hryðjuverkamaðurinn sem hótaði að eyðileggja Twin Tower árið 1993) eru 11 bókstafir. 4. Nafnið George W Bush er 11 bókstafir Þetta gæti allt verið hrein tilviljun, en nú verður þetta áhugavert: 1. New York er 11. fylkið 2. Í flugi 11 voru 92 farþegar (9 + 2 = 11) 3. Í flugi númer 77 sem einnig flaug á tvíburaturnana voru 65 farþegar (6 + 5 = 11) 4. Árasinn átti sér stað 11. september, sem er einnig þekkt sem 9/11 (9 + 1 + 1 =11) 5. Dagsetningin er eins og neyðarnúmerið í Bandaríkjunum 911 (9 + 1 + 1 = 11) Ennþá hreinar tilviljanir?? Haltu lestrinum áfram..... 1. Heildarfjöldi fórnarlambanna sem voru í flugvélunum sem notaðar voru í árásunum var 254 (2 + 5 + 4 = 11) 2. 11. september er 254. dagurinn á árinu (2 + 5 + 4 = 11) 3. Hryðjuverkaárásin í Madríd átti sér stað 3.11.2004 (3 + 1 + 1 + 2 + 0 + 0 + 4 = 11) 4. Hryðjuverkaárásin í Madríd átti sér stað 911 dögum eftir árásina á Twin Towers. ... og nú kemur það sem er ennþá merkilegra: Á eftir fána Bandaríkjanna (Stars and stripes) þá er Örninn þekktasta merki landsins * Í eftirfarandi versi úr Kóraninum, hinni helgu ritningu Íslam, stendur: "For it is written that a son of Arabia would awaken a fearsome Eagle. The wrath of the Eagle would be felt throughout the lands of Allah and while some of the people trembled in despair still more rejoiced: For the wrath of the Eagle cleansed the lands of Allah and there was peace." Þetta er vers númer 9.11 í Kóraninum. Heldur þú ennþá að um hreinar tilviljanir sé að ræða? Prófaður þá eftirfarandi: * Farðu í Microsoft Word og gerðu þetta: 1. Skrifaðu með hástöfum: Q33 NY. Flugnúmerið á fyrstu vélinni sem var flogið á tvíburaturnana. 2. Litaðu Q33 NY 3. Breyttu stafastærðinni í 48 4. Breyttu leturgerðinni í WINGDINGS (eða WINGDINGS 1) ÓGNVEKJANDI!!

fimmtudagur, september 07, 2006

Smala smala smala

Næsta helgi verður tekin rólega, eða svona eins rólega eins og hægt er við að smala heimskum kindum niður í rétt. Við förum norður á morgun eftir vinnu og skóla, ég ætla að stefna að því að komast í Borgarnes í kvöldmat :) Við verðum í sumarbústað á Skagaströnd Bústaðurinn er rosalega fínn, við vorum líka þarna þegar jarðaförin hennar ömmu var. Lítill og kósý á fallegum stað í bænum Ég hef tvisvar sinnum á ævinni sleppt því að fara í réttir- í fyrsta skiptið var ég upptekin upp á Kvennadeild LSH að fæða Maríu. Ég man svo vel eftir því þegar ég hringdi, amma svaraði í símann og ég sagði henni að María væri fædd. Seinna skiptið man ég ekki af hverju ég kom ekki- hreinlega man það ekki. En fyrst ég er í svona sveitastuði þá verð ég nú að sýna ykkur mynd af fallegu sveitinni minni, Hallárdalurinn sést svo vel og Halláin sem við fórum nokkrum sinnum útí að vaða við mikla gleði laxveiðimanna. Svo er náttla bærinn okkar, Vindhæli í öllu sínu veldi. Eigið góða helgi- ég ætla að hafa það næs

mánudagur, september 04, 2006

Hvar er draumurinn????

Ég mætti í vinnuna sönglandi Sálarlög- helgin var æði! Við Hildur fórum út að borða á Hereford á laugardaginn til að halda upp á afmælið hennar á föstudaginn og svo mitt síðasta vor :) Við fengum okkur þríréttaðan veislumat- jeminn hvað kjötið var gott. Sæmi Helgupabbi var þarna líka, ég sá hann en þóttist ekki sjá hann því ég var ekki viss um hvort hann þekkti mig... hef sko ekki hitt manninn í 4 ár held ég. Svo fæ ég sms frá Helgunni- kallinn hafði þekkt mig. Ég stökk þá til og heilsaði upp á kappann, hann var hress að vanda. --- Við Hildur sátum svo að sumbli á barnum á Hereford og veltum fyrir okkur framhaldi kvöldsins... við tókum ákvörðun um að fara á Sálina í Hlégarði. Við fórum með stelpunum í partý til Davíðs Jóns og djúsuðum aðeins meira þar fyrir ballið. En ballið var æði- mikið sungið, mikið dansað og mikið talað. Bara gaman. --- Gærdagurinn var svolítið erfiður... eiginleg rosalega erfiður. Ég var að farast úr þvinnku en það reddaðist eins og allt :*)

sunnudagur, ágúst 13, 2006

....

Merkilegt hvað fólk er misjafnt. Lífið er skrítið. Alltaf finnst mér jafn merkilegt þegar sumir þykjast ekkert vita um eigin framkomu og láta eins og englar, jú það gæti eyðilagt þeirra mannorð...???? Sumir þurfa líka að fá að vita að aðrir hafi séð til þeirra? Er leikurinn gerður til þess, ég spyr? Á að stilla fólki upp við vegg og láta það taka afstöðu? Ekki fyrir mig, ég veit hverjir mínir vinir eru. --- Ég hef mikið velt því fyrir mér í sumar hverja ég telji til minna vina og hverja ekki, ég hef áttað mig á því að vinir mínir eru fáir en góðir. Við Sunnefa áttum virkilega góða tíma saman og gátum rætt um allt á milli himins og jarðar, vinir eru þeir sem þú getur talað við þegar þú þarft sama hversu langt er síðan síðast. Það eru vinir. --- Ég var að koma heim frá Guðrúnu, hún var að halda upp á síðbúið afmæli í dag. Hva, það er ekki nema rétt rúmur mánuður síðan hún átti afmæli. Ég er að spá í að halda upp á afmælið mitt í september þegar Sunnefa kemur heim og María er búin að eiga afmæli, bjóða nokkrum heim í smá skemmtó.. kannski Singstar eða eitthvað? Sjáum til, ætli ég verði ekki of upptekin til þess, kannski held ég bara upp á þrítugs afmælið mitt. Þá verð ég alla vega búin í skólanum og ekki í prófatörn á afmælinu... --- En svona er lífið

sunnudagur, júlí 30, 2006

Home sweet home

Komin heim í kotið mitt, það er ekki laust við að maður sakni þjónustunnar í anddyrinu hennar Sunnefu þegar maður röltir inn á Vetrargarð með allar hendur fullar og reynir að opna bévítans hurðina. En ég held það sé samt betra að búa á Íslandi, alla vega sem einstæð móðir í námi heldur en í Chile :) --- Ég kom heim aðfararnótt mánudags eftir "smá" hrakfarir á leiðinni, en ég komst. Hrakfarirnar hófust reyndar strax á flugvellinum í Santiago. Þar var ég rukkuð um 580 dollara í yfirvigt- handfarangurinn minn var meira að segja of þungur? Ég fékk smá panikkast þar sem ég hafði gert mér grein fyrir því að þurfa að borga yfirvigt en ekki svona helv mikið. Ég fór að hringja heim.. og hringdi og hringdi. Síminn minn var aldrei þessu vant ömurlegur á flugvellinum og ég náði aldrei sambandi út úr landinu fyrr en Maja systir bjargvætturinn sjálfur svaraði loksins og litla systa á flugvellinum í Suður- Ameríku missti það... Málið reddaðist með því að ég borgaði 20 þús í yfirvigt þar. Ég hljóp í gengum flugvöllinn og kom móð í gateið mitt, stoppaði reyndar á leiðinni til að reykja og hringja í Maju og láta hana vita að þetta hefði reddast. --- Flugið til Madrid var æði, vélin var æði- það var alltaf val um tvennt í öllum máltíðum, ekkert plastdrasl heldur stálhnífapör og glerglös og að sjálfsögðu allt frítt um borð nema sterkt áfengi. Svo spillti ekki fyrir að ég hafði minn eigin skjá þar sem ég gat valið á milli fjölda bíómynda, sjónvarpsþátta og sjónvarpsstöðva. Ég sat því í makindum mínum í sætinu og mundaði fjarstýringuna langleiðina- svaf sama og ekkert :( á miðri leið fattaði ég svo að fjarstýringin var líka sími, bara svona rétt ef maður þyrfti að ná í einhvern. Símtalið kostaði reyndar 6$ mínútan... pínku dýrt símtal. --- Ég komst svo loks til London í bræluna, vá hvað ég fékk ógeð af hita þar. Borgaði smá yfirvigt þar, sami farangur vigtaðist reyndar talsvert léttari heldur en í Santiago en hvað með það?? 2 tíma seinkun var á fluginu heim, enginn vildi taka við pesoum og hvergi var hægt að skipta þeim, ég komst varla í skóna mína fyrir bjúg og ég var þreytt og sveitt- lítið sæt sem sagt. En María og Nonni komu og tóku á móti mér úti á velli þegar ég loksins lenti, litla snúllan mín sagði ekki orð. Knúsaði mig bara. Ég var svo ánægð að sjá hana, ég fékk alveg tár í augun. Síðasta vika hefur svo verið algjör mömmudekurvika, við erum mest búnar að vera 2 saman að dundast og sofa einstaklega mikið. Hún hefur svo mikla þörf fyrir athygli mína þessa dagana, enda ekkert skrítið, ég var náttla frekar lengi í burtu þannig séð. En Chile, æðislegur tími. Mér finnst ekkert smá skrítið að hugsa til þess að ég hafi farið til Suður- Ameríku og heimsótt Sunnefu. Á öllum ferðalögunum hennar hef ég oft látið mig dreyma um að fara til hennar en aldrei látið verða af því fyrr en ég fékk þessa flugu í hausinn út í garði hjá henni á Hávallagötunni, flugan sat föst þar til ég var búin að panta. Mig langar að fara aftur út en þá með Maríu með mér til að læra spænsku, þó svo að ég hafi bara verið í 11 daga hjá henni þá var ég farin að skilja fullt þó svo ég hafi nú ekki talað neitt þannig séð :) það talar eiginlega enginn ensku svo maður bara verður að reyna að skilja eitthvað. En María þarf að vera eldri finnst mér, kannski 10 ára eða eitthvað? Bara fluga í hausnum núna... Þjóðfélagið er mjög ólíkt því sem við eigum að venjast hér, eftir því sem ég hugsa meira um það þá er stéttskiptingin þarna mjög áberandi. Þarna skiptir öllu máli að eiga pening, peningar eru nánast allt því án þeirra ertu ekki og getur ekki orðið neitt. Góð menntun er mjög dýr og ég held að flestir ef ekki allir fari í einkaskóla. Hverfin þarna eru mjög misjöfn, Sunnefa og Pulga búa bæði í mjög fínum hverfum, ríkum og öruggum hverfum. Allir eru samt með þvílíkar girðingar hjá sér, ég tók eftir því líka við sum húsin í Peterson, fátækrahverfi sem við fórum í. --- Mér fannst líka mjög merkilegt að margir horfa meira í það sem Pinochet gerði fyrir efnahaginn í landinum á valdatíma sínum heldur en morðin og pyntingarnar sem hann stóð fyrir. Fyrir hans tíð voru lífsgæðin í landinu önnur, reyndar kommúnismi held ég en þeir ríku efnuðust margir í hans valdatíð og hafa stefnu hans í efnahagsmálum margt að þakka. Ég er ekki mikil efnishyggjumanneskja og frjálshyggja í stjórnmálum er eitthvað sem ég skil ekki, ég held að við megum í raun þakka fyrir það að frjálshyggjan hefur ekki rutt sér meira til rúms hér á landi en hún hefur gert. Viljum við sjá fólk búa við ömurlegar aðstæður eins og ég sá þarna úti, ég held ekki. --- Mörgum þarna úti fannst mjög sérstakt að ég væri ein með Maríu og í námi, að auki fannst þeim mjög sérstakt að vita til allrar þeirra opinberu aðstoðar sem ég fæ sem við Íslendingar viljum oft kvarta og kveina yfir, ég fæ náttla námslán, barnabætur og húsaleigubætur frá opinbera kerfinu- án þessa gæti ég aldrei verið í skóla. Samt gaman að vita að maður er einhvers staðar sérstakur :) hér á landi þykir ekki mikið mál að vera einn með barn og í námi. --- Samskipti á milli fólks eru líka allt öðruvísi en hér, að sofa hjá er ekki leyft á flestum heimilum. Par sem vill sofa saman en er ekki gift þarf að redda sér stað til þess, margir kjósa að fara á sérstök mótel jafnvel. Þú ferð ekkert heim með kærastann og leyfir honum að kúra hjá þér! --- Ég lenti í ýmsum ævintýrum þarna, rafmagn virtist til dæmis ekki þola nærveru mína :) ég var rænd án þess þó að ég tæki eftir því, ég fór í tequila keppni upp á gamla mátann (16 again), móðgaði fólk (mann) þegar ég helt að ég væri að vera kurteis og hitti fullt af skemmtilegu og yndislegu fólki. Fjölskyldan hans Pulga virtist vera sérstaklega indæl, þau buðu mig velkomin til sín og voru bara rosalega næs. Vinkona Sunnefu, Natsha skutlaðist með okkur fram og til baka í verslunarferðir og bara allir hinir- voða næs. Einum vini Pulga fannst meira að segja góð lykt að mér :) Þefaði ekki af honum svo ég veit ekki hvernig lykt var af honum... ekki alveg mín týpa :) --- Ef einhver hefur nennt að lesa þetta allt saman þá er ég búin að skella inn nokkrum MYNDUM, ef sá hinn sami hann að snúa myndum sem hafa verið settar inn á fotki má hann endilega láta mig vita....

miðvikudagur, júlí 19, 2006

...

Jamms ég er enn í Chile og lífið er ljúft nema hvað ég sakna Maríu einstaklega mikið núna. Ég var að lesa á netinu hjá Bryndísi Evu, veik lítil skvísa á Landspítalanum. Fær mann til að hugsa mikið heim, langar að knúsa skvísuna mína núna. Ég er búin að kaupa ógeðslega mikið handa henni, stundum held ég að ég sé að kaupa mér samvisku :) Hún verður alla vega skvísa í skólanum í vetur með prinessuskólatösku í öllu bleiku- flest öll fötin sem ég er búin að kaupa eru bleik enda vill hún helst bara ganga í bleiku eins og Fíasól. Ég var þvílíkt heppin áðan, fór í mollið með Sunnefu og kíkti í Oshkosh búðina- 2 fyrir 1 af öllu þar. Gallaði skvísuna ansi vel upp fyrir skít og kanil. --- Annars byrjaði ég daginn í dag á því að rölta út í búð, skötuhjúin voru enn sofandi þegar ég vaknaði og veðrið geðveikt. Okkur vantaði ýmislegt úr búðinni svo ég skellti hárinu í teygju, henti mér í íþróttagalla sem ég sjoppaði í gær á 1000 kall og rölti galvösk af stað. Ég var ógeðslega úldin og smá þunn.... við kíktum í partý og grillveislu í gærkvöldi og el vikinga lenti í tequila keppni... alla vega aftur að búðinni, ég komst á leiðarenda og skellti hinu og þessu í körfu og kom svo að kassanum. Kassadaman sagði eitthvað á spænsku við mig og ég svaraði bara NO án þess að vita hvað hún væri að segja, ég hef bara tekið eftir því að Sunnefa segir alltaf nei :) svo fór ég að spá í því hvort hún væri að spyrja mig um pokana eða eitthvað en Sunnefa er nokkuð viss um að hún hefði verið að spyrja mig um afsláttarkort í búðinni... neibb, ekkert svoleiðis. Þegar ég kom til baka var veðrið enn geðveikt og Sunnefa og Pulga að vakna, ég skellti mér því upp á þak í sólbað. Jamms það er hávetur og sólin skín. Ég sat þar í dágóðan tíma en kom svo niður á fínum tíma í hádegismat hjá Pulga, gúmmelaði á pönnu ofan á brauð- ógeðslega gott. Eftir matinn fórum við öll upp, sólin steikti mann gjörsamlega. Við fengum okkur svo kvöldmat á Sushi stað sem Sunnefa heldur mikið upp á, fínn matur. --- Síðustu dagar hafa einkennst af miklum mat, áfengi og búðum. Við fórum á djammið á laugardaginn, enduðum á risadiskóteki þar sem við dönsuðum og spjölluðum. Vá hvað ég kann ekki að dansa hérna, ímyndið ykkur 1000 Homero á dansgólfinu :) Ótrúlega spes afgreiðslan á barnum, fyrst þarf maður að fara til gjaldkera og panta það sem maður vill fá og fer svo með miða á barinn. Engum treyst fyrir peningum hérna, þetta er líka oft svona í búðum. Maður borgar og fær svo vöruna afhenta með því að sýna kvittunina fyrir því að hafa greitt. Á sunnudaginn fórum við í grill til frænda hans Pulga sem býr mjög ofarlega í borginni, maður keyrir upp í móti nánast alla leið til hans. Mjög flott allt saman og maturinn æði. Fyrst fengum við pylsur, svo kjúkling og svo nautakjöt. Kjötið hérna er ekkert smá gott, þeir salta bara kjötið... sennilega erum við að skemma bragðið af kjötinu heima með öllum þessu kryddum. Í gær var svo önnur grillveisla hjá vinum hans Pulga hérna rétt hjá sem já endaði í tequila keppni... --- Í gærdag fórum við Sunnefa í Patronato sem er eiginlega Arabahverfi en það búa engir Arabar þar, arabískir veitingastaðir og fullt af búðum og mörkuðum á götunum. Við tókum metróið þangað, ég þurfti að fela skartgripina mína þarna því það er víst mjög mikið um að fólk sé rænt þarna. Í þessu hverfi er fólkið ekki eins ríkt og hérna sem Sunnefa býr, metroið er meira að segja lélegra þar- gamlar lestar og sjúskaðar. En gaman að versla þarna, fullt af svona heildsölubúðum þar sem búðirnar hérna versla og selja svo hér. Keypti alveg slatta og var orðin svolítið stressuð þegar við vorum á leiðinni heim í myrkrinu... var nánast orðin alveg viss um að við yrðum rændar. --- Núna erum við öll þvílíkt löt, ég ligg í rúminu hennar Sunnefu með hitadýnuna í gangi og blogga. Sunnefa liggur í sófanum og les bókina um Thelmu, ég held að hún sé komin langt með hana og Pulga horfir á imbann. Þvílík leti í okkur. Við Sunnefa erum að fara á morgun með vinkonu hennar í Kínamoll sem er víst algjör draumur, mjög líkt Patronato en samt ódýrara. Ég er búin að pakka niður því sem ég hef keypt fyrir aðra en sjálfa mig í tvær töskur, mest megnis fyrir Maríu. Þá á ég bara eina tösku eftir til að koma öllu hinu niður, en það fyndna er þótt ég sé búin að kaupa og kaupa þá er ég ekki búin að eyða miklum pening. Til dæmis þá kostaði það sem ég keypti í Oshkosh búðinni 7 þús kall- 3 buxur, 5 peysur, eitt vesti og 2 pils, samt voru þau föt frekar dýr þannig séð..... --- Ég lendi á klakanum á sunndagskvöldið, hlakka óendanlega til að knúsa skvísuna mína og kúra hjá henni. Lesa fyrir hana og spila samstæðuspilin hennar og bara halda í litlu hendina hennar á meðan hún sofnar. Hún er svo mikið yndi þessi elska. Samt ekki misskilja mig, það er alveg æði hérna og mig langar pottþétt að koma aftur en þá með Maríu með mér. Jafnvel koma og læra spænsku, tekur ekki langan tíma hérna þar sem ansi fáir tala ensku- eiginlega enginn svo maður verður að reyna að babbla á spænsku. Ég er búin að læra smá og skil orðið svolítíð, alla vega getum við Pulga spjallað smá saman þó hann kunni ekki ensku :) --- Jæja, hætta þessu blaðri kona! Ég ætla að halda áfram í letinni og liggja á netinu.

laugardagur, júlí 15, 2006

Chile Chile Chile

Chile er æði! Það var rétt hjá Sunnefu í síðasta pósti að Iberia fór í verkfall- ég flaug með Iberia frá Madrid og hingað. Ég fattaði það nú ekkert strax að það væri verkfall í gangi en í London var búið að canela mörg flug með Iberia, ég hélt að það væri bara af því farþegarnir væru fáir eða eitthvað. Mitt flug var enn á sínum stað svo ég hafði ekki áhyggjur af því. Í Madrid var svo klukkutímaseinkun þar sem verkfallsaðgerðir voru í gangi- þá fattaði litli græni Íslendingurinn að það væri verkfall hjá Iberia. Bílum var lagt fyrir vélina svo hún komst ekki út á braut. En loksins fórum við í loftið, ég vopnuð bókum, nammi og níkótíntyggjói. Til að gera langa sögu stuttu las ég ekki staf í þessu flugi, borðaði ekkert nammi og snerti ekki nikótíntyggjóið. Flugið var draumur- ég svaf alla leiðina á milli þess sem borin var fram matur, 14 tímar liðu eins og 2. --- Sunnefa tók á móti mér á flugvellinum á lánsbíl sem er orðinn eitthvað tæpur á geyminum, alla vega var hann rafmagnslaus þegar við komum út en við dóum ekki ráðalausar, við ýttum kagganum í gang. Fyrst fór alarmið reyndar í gang því fjarstýringin virkaði ekki en Sunnefa náði að slökkva á því- við vorum glæsilegar þarna. Þegar við keyrðum inn í borgina keyrðum við meðfarm fátækrahverfum, jesus segi ég nú bara. Ég finn ótrúlega til með fólkinu þarna. En Andes fjöllin fengu meiri athygli hjá mér í þetta sinn, þau gnæfa hérna yfir með snjó í toppunum- ekkert smá fallegt. --- Við erum búnar að versla heil ósköp, fyrir skid og ingenting án gríns. Föt kosta hérna svona 10-20% af því sem þau kosta heima. Ég er búin að versla á mig, Maríu, Önnu Maju og Ottó alveg slatta. Við eigum eftir að fara á tvo staði til að versla, eitthvað Kínamoll og í Arabahverfið. Þar er víst mikið ódýrara en hérna nálægt, ég spyr er það hægt? Í fyrradag fórum við í miðbæinn að skoða ráðhúsið og byggingarnar þar, rosalega flott allt saman, Ég tók upp á videó þegar hermennirnir eru að skipta um varðstöður við ráðhúsið, smá skerí en samt flott. Í gær fórum við með Pulga að keyra ömmu hans til Vina del Mar sem er við ströndina. Amma hans Pulga býr í húsi upp í hlíð en megnið af bænum er byggt í klettum, útsýnið frá ömmu hans var ótrúlegt. Við keyrðum svo aðeins um bæinn áður en við fórum heim, þetta er einn vinsælasti ferðamannastaðurinn hérna og fyndið að sjá hvað það er mikil Spánarstemmning. Frá Vina del Mar keyrðu við til Valparaísó sem eins gjörsamlega andstaðan við Vina del Mar. Greinilega mikil fátækt og allt eitthvað subbó en samt spennandi að skoða. Valparaísó er meira eins og ég hafði ímyndað mér að Chile væri, langt frá því. --- Sunnefa býr í frábæru húsi á frábærum stað, maður horfir á metroið og Andesfjöllinn út um stofugluggann hjá henni og hún er með andyri og dyraverði og allt saman. Frekar flott- bara svona eins og á hóteli. Dagurinn í dag er óplanaður en það verður án efa eitthvað skemmtilegt, við erum búnar að eiga frábæran tíma hérna saman. Spjalla um allt og ekkert, sötra rauðvín og kók og njóta lífssins.. --- Ég get samt ekki neitað því að ég sakna Maríu mjög mikið, ég er búin að tala aðeins við hana í símann og í gærkvöldi var eiginlega fyrsta skiptið sem hún vildi tala við mig :) Hún er aðeins að láta mömmu sína finna fyrir þessu, mig hlakkar rosalega til að koma heim og sýna henni allt sem ég er búin að kaupa fyrir hana og bara knúsa hana. Annars bara njótið lífsins!

mánudagur, júlí 10, 2006

A leidinni til Chile

Tha er eg logd af stad til Sunnefu, eg for af stad fra Keflavik kl. 7.40 i morgun og er nuna a Heathrow ad bida eftir naest vel.. 2 klst i tha. Eg held ad eg se buin ad skoda allt sem haegt er ad skoda her a flugvellinum og borda versta hamborgara sem eg hef smakkad- eg skar kjotid a honum i tvennt thvi thad var svo vidbjodslega thykkt- abyggilega 10 cm eda eitthvad. --- Ferdin hingad gekk nu samt alveg agaetlega, flugid var mjog fint ef vid hundsum 20 minuturnar sem velin hringsoladi her yfir. Ferlega faranlegt eitthvad, hun var alltaf ad laekka og haekka flugid til skiptis. En eg paeldi litid i thvi en folkid i kringum mig hefur sennilega paelt eitthvad i mer.. eg gret heil oskop a leidinni milli thess sem eg reyndi ad lesa eda sofa. Thad var svo erfitt ad kvedja Mariu i morgun, vid forum badar ad grata :( Eg var meira ad segja mikid ad spa i ad fara ut ur velinni adur en hun for i loftid heim.. gerdi thad nu ekki. Eg hlakka alveg ostjornlega til ad koma heim til hennar eftir taepar tvaer vikur. Hun er litla lifid mitt. --- Jaeja best ad haetta thessu voli- eg aetla ad kikja a barnaland.is og mailid mitt til ad drepa timann.

laugardagur, júlí 01, 2006

Tíminn líður hratt á gervihnattaöld....

Mér finnst eins og það hafi verið í fyrradag sem ég pantaði miðann til Sunnefu... ekki alveg! þetta er bara að skella á eftir 9 daga. Einn daginn er ég að farast úr spenningi og hinn daginn er ég að farast úr samviskubiti yfir því að fara til útlanda án Maríu. Ég veit að henni á eftir að líða vel á meðan, hún fær að fara með pabba sínum í ferðalag og heimsækja uppáhaldsvinkonuna sína á Akureyri.
---
Ég veit að ég er búin að segja við alla að ég ætli ekki að versla mikið þarna né eyða miklum pening, ég er samt búin að finna Diesel búð og Puma búð sem ég ætla að plata Sunnefu með mér í. Svo er kjólabúð sem hún vill endilega fara með mig í.. segi ekki nei við kjól á örfáa hundraðkalla. Litli græni Íslendingurinn er líka búin að vera að undirbúa sig fyrir ferðlagið, sumt sársaukafullt en annar undirbúiningur fólst í símtölum við Tryggingastofnum og Ræðismann Chile... Ég fékk nokkrar sprautur og er enn að farast í öðrum upphaldleggnum en ég ætti að vera seif næstu árin gangvart barnaveiki, mænusótt, stífkrampa, lifrarbólgu A og taugaveiki. Ég er komin með pappíra frá íslenska ríkinu að ég sé tryggð hér og þurfi ekki að greiða lækniskostnað ef eitthvað kemur fyrir mig í útlandinu og já ég þarf ekki visa ef ég kem heim innan 3ja mánaða og verð sem ferðamaður í Chile.. Búin að tékka á þessu :)
---
Sunnefa spurði mig um daginn hvað mig langaði að gera fyrir utan að vera með henni og súpa gott áfengi og hafa það næs.. jú jú litli græni Íslendingurinn ljóstraði upp gömlum draumi, hann langar að fara í dýragarð þar sem hægt er að ganga í gengum vatnstank með fiskum í... mig langar það :) En svo væri ég líka alveg til í að skoða borgina, fara kannski smá túristahring eða eitthvað. Bara eitthvað skemmtó. Alla vega er ég viss um að þessi ferð verður ógleymanleg sama hvað ég geri með henni Sunnefu minni.
---
Nú verð ég víst að halda áfram að vinna, nóg að gera þessa dagana. Reyndar kemur fríið sér ágætlega, er orðinn svolítið þreytt á þessari keyrslu svo það verður gott að fá smá frí. En þangað til, njótið lífsins og hafið það gott :)

þriðjudagur, júní 27, 2006

X- Ásdís listinn

(x) drukkið áfengi ( ) klesst bíl vinar/vinkonu ( ) stolið bíl (foreldranna) (x) verið ástfangin (x) verið sagt upp af kærasta/kærustu ( ) faðmað einhvern ókunnugann- alla vega man ég ekki til þess :) ( ) verið rekin/n (x) lent í slagsmálum ( ) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum- ég var sko stillt stelpa (x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki ( ) verið handtekin/n ( ) farið á blint stefnumót (x) logið að vini/vinkonu (x) skrópað í skólanum- það þótt töff í gaggó... og svo gat ég ekkert í leikfimi :) ( ) horft á einhvern deyja ( ) farið til Canada ( ) farið til Mexico (x) ferðast í flugvél ( ) kveikt í þér viljandi- ekki alveg... (x) borðað sushi- með Sigga sushi á Flórida ( ) farið á sjóskíði (x) farið á skíði (sem sagt í snjó)- ætlaði aldrei að komast upp með lyftunnu, hætti snemma í skíðabransanum ( ) hitt einhvern sem þú kynntist á internetinu- er ekki bara stórhættulegt fólk á netinu? (x) farið á tónleika (x) tekið verkjalyf (x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna- skottan mín er allt (x) legið á bakinu úti og horft á skýin (x) búið til snjóengil (x) haldið kaffiboð (x) flogið flugdreka (x) byggt sandkastala (x) hoppað í pollum (x) farið í "tískuleik" (dress up)- meira að segja til á mynd :) (x) hoppað í laufblaðahrúgu (x) rennt þér á sleða (x) grátið svo mikið að þér finnst þú aldrei ætla að hætta (x) svindlað í leik (x) verið einmana (x) sofnað í vinnunni/skólanum- aldrei í vinnunni! ( ) notað falsað skilríki (x) horft á sólarlagið (x) fundið jarðskjálfta ( ) sofið undir berum himni (x) verið kitluð/kitlaður ( ) verið rænd/rændur (x) verið misskilin/n (x) klappað hreindýri/geit/kengúru .. (x) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi- það var gult en skýrslan segir rautt- var aldrei sátt við það ( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla (x) lent í bílslysi ( ) verið með spangir/góm- vá hvað mig langaði í svoleiðis, mér fannst beislið hennar Jóhönnu frænku þvílíkt flott (x) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni ( ) borðað líter af ís á einu kvöldi (x) fengið deja vu (x) dansað í tunglskininu (x) fundist þú líta vel út (x) verið vitni að glæp- samt engu alvarlegu þannig (x) efast um að hjartað segði þér rétt til (x verið gagntekin/n af post-it miðum- digital post- it er náttla bara snilld ( ) leikið þér berfætt/ur í drullunni ( ) verið týnd/ur (x) synt í sjónum ( ) fundist þú vera að deyja (x) grátið þig í svefn ( ) farið í löggu og bófa leik (x) litað nýlega með vaxlitum (x) sungið í karaókí- er SingStar ekki nútíma karaókí? (x) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum (x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki (x) hringt símahrekk (x) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér (x) stungið út tungunni til að ná snjókorni (x) dansað í rigningunni (x) skrifað bréf til jólasveinsins ( ) verið kysst/ur undir mistilteini- ég veit ekki einu sinni hvað mistilteinn er? ( ) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um (x) blásið sápukúlur (x) kveikt bál á ströndinni- kveikti það nú ekki sjálf :) (x) komið óboðinn í partý- var ömurleg partýflenna á gaggóárunum (x) verið beðinn um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðinn í (x) farið á rúlluskauta/línuskauta- slétta stéttin við Reykjalund brást ekki (x) hefur einhver óska þinna ræst ( ) farið í fallhlífastökk- never ever... myndi deyja á leiðinni niður ( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir á þig Er ég lífsreynd??? ekki miðað við þetta..

þriðjudagur, júní 20, 2006

Chile....

Jamms, spádómurinn rættist hjá spákonunni. 10.júlí leggja Nonni og María af stað í langferð norður í land. Þau verða í sumarbústað á Melgerðismelum og Nonni ætlar að taka þátt í golfmóti. Á meðan hann er að keppa fær skottan að vera hjá Völlu- takk elsku Valla mín. Kossar og knús til þín... --- Á meðan þau fara í langferðina sína fer ég í enn lengri ferð... alla leið til Chile. Ég fer af stað héðan að morgni 10.júlí og verð komin til Chile 11.júli. Áætluð heimkoma er svo seint á sunnudagskvöldi 23.júlí. Ég er að farast úr spenningi... Hlakka til að sjá þig Sunnefa mín :)

laugardagur, júní 17, 2006

17.júní.. ein í Odda að vinna :(

Hæ hó jibbí jey það er kominn 17.júní.... Núna sit ég upp á 3. hæð við skrifborðið mitt í Odda að reyna að vinna. Það er ansi erfitt á svona dögum, mig langaði miklu frekar að skottast um í bænum með prinsessunni minni, kaupa sleikjó, candy floss og svoleiðis fjör. En hún er með pabba sínum núna. Reyndar er sennilega mjög gaman hjá henni, þau fóru og sóttu Önnu Maríu og fóru svo öll saman í skrúðgöngu í Hafnarfirði með Ingu og co.
Ég reyni að hugga mig við það að ég fæ góðan tíma með henni í sumarfríinu, reyndar ætla ég að reyna í næstu viku að vinna meira heima á kvöldin og sækja hana þá klukkan 16 í staðinn fyrir 17 á leikskólann. Þá fáum við smá tíma til að gera eitthvað skemmtilegt, ég var að spá í því um daginn að ég hef ekki farið með henni í neinn einasta hjólatúr síðan hún fékk nýja hjólið- við sem vorum alltaf úti að hjóla í fyrrasumar, reyndar held ég að veðrið spili þar inn í líka en tímaleysi líka.
Hún verður komin í sumarfrí eftir 3 vikur, þá fer hún sennilega í viku með pabba sínum í sumarbústað en fyrstu helgina í sumarfríinu ætlar hún að vera með mér í útilegu. Sigrún er að koma heim með strákana og við frænkurnar ætlum að hittast í útilegu allar saman. Um verslunarmannahelgina bíst ég svo við því að fara með hana á Ísafjörð og í einhverja ferð yfir í Jökulfirði þar sem snædd verður kjötsúpa- mamma og Siggi fóru í fyrra og fannst rosalega gaman. Það er líka svo langt síðan ég hef komið á Ísafjörð, keyrði þar í gegn um páskana 2000 í tómu tjóni en ég held að ég hafi ekki komið þangað að neinu viti síðan Jóhanna varð stúdent. Þá keyrði ég vestur með Dóru og Óla í Yarisnum hennar Dóru :)
Iss, það er svo langt síðan ég hef bloggð að ég gleymi að segja ykkur fréttirnar- ég komst inn í diplomanámið í náms-og starfsráðgjöf- námið sem mér og fleirum var svo skemmtilega hafnað inngöngu í fyrra. Þannig að vorið 2009 ætla ég að útskrifast með diploma í náms- og starfsráðgjöf sem veitir mér starfsréttindi á því sviði og með MA gráðu í Fötlunarfræði. MA námið ætla ég reyndar að klára árið áður, en útskrifast úr því saman. Fá smá egobúst að útskrifast með tvær gráður í einu :)
Annars er bara ekkert að frétta þannig séð, ég bíð spennt eftir því að sjá hvort spádómur Spákonunnar rætist- segi ykkur nánar frá því seinna ef það rætist. Á eftir að spjalla við eina góða konu áður... Valla mín, ég hringi þegar þú ert orðin hress eftir stúdentsafmælið! Annars bara over and out

miðvikudagur, júní 14, 2006

Endalaust óheppin

Hvernig er þetta hægt? Föstudagur Bíllinn fær endurskoðun- stýrisendi og einhver blessuð spyrna farin Mánudagur Sef yfir mig í vinnuna á mánudagsmorguninn, vakna kl. 8.50... á að mæta kl. 9.00 Gleymi tölvunni heima og dagbókinni minni en ég þurfti að nota báða hluti í vinnunni kl. 13 Kem með tölvuna í skólann, kveiki á henni og hún deyr Rafhlaðan í tölvunni ónýt og EJS er hætt að selja þær þar sem tölvan er alveg að verða 3ja ára Mæli mér mót við konu kl. 16.30, bíð eftir henni til 16.45 og fer. Missti af skilaboðum um að henni seinkaði Þriðjudagur Fer og kaupi mér nýja tölvu- faxið bilar hjá bankanum þannig að reikningurinn fyrir tölvunni kemst ekki til þeirra Reyni að tengja routerinn við tölvuna en ekkert gengur Miðvikudagur Sef yfir mig í vinnuna, næ samt að mæta á réttum tíma Gengur ekkert að tengja HI póstinn við outlookið í nýju tölvunni- tvö símtöl við notendaþjónustu RHI duga ekki og ég fer á staðinn. Stafarugl hjá mér í outgoing server var málið :) Fer í búð og versla í matinn, daman vildi orafiskibollur. Kem heim og ætla að skella kartöflum í pott- ekki til! Held áfram að tengja routerinn, ekkert gengur. Með einu mjög stuttu símtali er ég látin lesa aftan á routerinn ADSL Modem Router... en ég er ekki með ADSL heldur en einhverja kapaltengingu Hvernig verða næstu dagar?

sunnudagur, maí 21, 2006

...

Ja hérna hér, aldeilis langt síðan síðast. Ég er búin í prófunum og farin af stað í vinnunni en annars hafa aðrir hlutir breytt aðeins plönum mínum og hvatt mig til að hugsa vel um lífið og tilveruna. Hún elskulega amma mín kvaddi þennan heim fyrir rúmri viku. Ég sakna hennar rosalega mikið og hef mikið hugsað til hennar undanfarið. Ég er svo ótrúlega heppin að hafa átt hana fyrir ömmu, án hennar væri ég ekki sú sem ég er. Hún var alltaf svo góð, ég held að það hafi ekki verið til neinn með stærra hjarta eða bara yndislegri. Ég átti bestu ömmu í heimi.

föstudagur, maí 05, 2006

Brilliant lag

Íslensk þýðing á You´re beautiful..... http://www.sigurjon.com/mp3/BrynjarMar-YourBeautiful.mp3 Ég meig næstum því á mig :)

fimmtudagur, maí 04, 2006

Blessað málfarið :)

Vínbúðin Garðabæ óskar eftir starfsfólki til að vinna alla virka daga, einnig fimmtudaga og föstudaga.... Síðast þegar ég vissi tilheyrðu fimmtudagar og föstudagar virkum dögum, er ég eitthvað að rugla? Eða er þetta svona þegar maður er að djúsa, eru þá virku dagarnir bara 3? Sá þessa auglýsingu á töflu í Odda...

þriðjudagur, maí 02, 2006

Ógó sniðugt

1. Aldrei í lífi mínu: mun ég kjósa Sjálfstæðisflokkinn! 2. Þegar ég var fimm ára: átti ég heima á Blönduósi- mekka sveitarfólksins 3. Menntaskóla árin voru: bara nokkuð fín... Kynnist henni Helgu minni fyrsta skóladaginn. Við áttum frábærar stundir í hálkunni eða í Gullnesti :) 4. Ég hitti einu sinni: Pétur Jóhann Sigfússon á Húðlæknastöðinni- ég var alveg pottþétt á því að þetta væri falin myndavél eða eitthvað. Guttinn var bara að fara til doksa eins og ég 5. Einu sinni þegar ég var á bar: varð ég of drukkkin- bara einu sinni 6. Síðastliðna nótt: horfði ég á sjónvarpið þar til ég sofnaði og svaf í sófanum til 6 í morgun... 7. Næsta skipti sem ég fer í kirkju: verður af gefnu tilefni 8. Þegar ég sný hausnum til vinstri sé ég: skrítið fólk að læra með ipodinn á fullu 9. Þegar ég sný hausnum til hægri sé ég: fleira skírtið fólk sem er líka að læra, ein er meira að segja í kínaskóm 10.Þegar ég verð gömul/gamall: ætla ég að njóta þess að vera til 11. Um þetta leyti á næsta ári: verð ég að læra fyrir próf, vonandi í náms- og starfsráðgjöf 12. Betra nafn fyrir mig væri: Sigríður 13. Ég á erfitt með að skilja: marga hluti, suma langar mig ekki einu sinni að skilja 14. Þú veist mér líkar vel við þig ef: ég tala við þig aftur 15. Fyrsta manneskjan til að eignast barn í þínum vinahóp væri: Iss, old news- síðust væri meira inn, þá skýt ég á Guðrúnu eða Sunnefu. 16. Farðu eftir ráðum mínum: ef þig langar, en passaðu þig ég get verið viðbjóðslega stjórnsöm ef ég er í essinu mínu 17. Uppáhalds morgunmaturinn minn er: Coca Cola... með smá nikótíni 18. Afhverju myndir þú hata mig: því þú gerðir mér eitthvað sem ekki er hægt að fyrirgefa 19. Ég myndi stoppa mitt eigið brúðkaup ef: heimstyrjöld myndi bresta á 20. Heimurinn mætti alveg vera án: fíkniefna, lélegra foreldra, mannkynbóta, misréttis.... 21. Ég myndi frekar sleikja svínsrass en að: kjósa Sjálfstæðisflokkinn. 22. Bréfaklemmur eru nytsamlegri en: heftari. 23. Ef ég geri e-ð vel, er það: Mjög vel gert. 24. Myndir sem þú fellir tár yfir eru: Fer nú eftir því hvernig liggur á mér... Labama kallar alltaf fram tár- sætar og sorglegar myndir eru my thing

mánudagur, maí 01, 2006

Sælan búin- heimapróf tekið við

Ég átti alveg frábært afmæli- ég bara man ekki eftir því hvenær það var svona gaman á afmælinu mínu síðast! --- Nonni kom um morguninn og hann og María vöktu mig með afmælisgjöfum og morgunmat. María gaf mér gullhring með áletruninni Mamma 25 ára - bara æði. Svo gaf Nonni mér gjafakort í svaka dekur í Baðhúsinu og pening til að kaupa föt fyrir 2. í afmæli. --- Svo hitti ég Hildi á Hressó til að læra, þar fékk ég afmæliskók með eyrum og franskar þar sem búið var að skrifa Happy Birthday. James stóð alveg fyrir sínu og skemmti okkur í tilefni afmælisins, verst hann er að hætta kappinn- ætlar í sveitina og vinna á háklassahóteli. --- Svo var það fyrirlestur hjá GG um orðræðugreiningu á uppeldishandbókum, fyrirlesturinn gekk svona langt framar vonum og GG var bara ánægð með hann- ég er ekki að grínast, ég held hún hafi verið ánægð. --- Svo fór ég í búðina ti að versla í matinn, sjálfan afmælismatinn. Ég keypti bleikt veislukjöt eftir pöntun prinsessunnar minnar. Anna Maja kom og borðaði með okkur og svo passaði hún skvísuna fyrir mig um kvöldið. Maturinn var æði, við að sjálfsögðu átum á okkur gat eins og venja er. Það er alveg æði að bjóða Önnu Maju í mat, henni finnst alveg jafn gaman og mér að borða góðan mat. --- Eftir matinn fór ég á fund á leikskólanum- sá var ekki skemmtilegur nema að því leyti að ég er enn ákveðnari í að taka Maríu af leikskólanum í haust. FS tekur við rekstrinum 1. september og þá gjörbreytist allt en ég nenni ekki að ræða það hér :) Eftir fundinn fór ég og hitti Elínu og Hildi á Hressó- bara í smá kaffi hélt ég. En þegar ég kom var Ingunn komin líka og ég fékk kveðjur frá Kollu og Maríu sem komust ekki. Skvísunar voru búnar að láta taka frá borð fyrir okkur og panta súkkulaðiköku með kertum og páskaunga, svo var búið að skrifa á kökuna: Ásdís 25 ára. Elín gaf mér káflaskinn sem hún ætlar að sauma handa mér tösku úr- mig er búið að dreyma lengi um svona skinntösku :) Skemmtileg kvöld sem kom skemmtilega á óvart- takk stelpur mínar! --- Föstudagurinn var svo annar í afmæli. Ég byrjaði daginn á Vorhátíð leikskólans þar sem skotta mín var með söngatriði með hópnum sínum. Þau sungu indjánalagið- ferlega sætt. Svo fór ég þaðan í Baðhúsið í smá dekur- ég hafði ekki tíma fyrir allt dekrið sem ég átti inni svo að ég fór bara í litun, plokkun, augnmaska og lúxusandlitsbað- geðveikt! --- Svo lá leið mín í Kringluna til að kaupa föt fyrir kvöldið. Það gekk nú ekki eins og ég hafði vonast til- helvítis kíló skemma alltaf allt :) En ég sjoppaði samt buxur, jakka og bol. Svo brunaði ég heim til að fínpússa mig fyrir kvöldið. --- Svo komu Maja og Beggi að sækja mig því við vorum að fara út að borða með mömmu og Sigga. Við fórum á Lækjarbrekku- forrétturinn og afmælidesertinn voru æði, kjötið aðeins síðra en kvöldið alveg frábært. Við sátum og spjölluð langt fram eftir um allt og ekkert. Rifjuðum upp gamla dag og Beggi tók okkur Maju í nefnið á spjalli við nossara- sænskan hans kom honum vel. Nossararnir sögðust vera olíubarónar í leit að olíu á Íslandi því nú væri sko tíminn til að græða :) --- Ég var komin heim um eittleytið eftir frábæran dag. Takk allir fyrir að gera dagana svona skemmtilega og eftirminnilega- knús og kossar. En núna á ég að vera í heimaprófi- held áfram við það eftir smá stund :)

fimmtudagur, apríl 27, 2006

Afmælisbarnið

Ég á afmæli í dag Ég á afmæli í dag Ég á afmæli ég sjálf Ég á afmæli í dag

laugardagur, apríl 22, 2006

Fullkomin eiginkona

Hvernig skal sú kona vera, sem karli þarf til hæfis að gera. Hún þarf að vera undurfríð, og karli ávalt blíð. Með matinn alltaf á réttum tíma, og eigi sitja og hanga í síma. Skyrtan strokin inni í skáp, og ekkert óþarfa búðarráp. Að baka konan þarf að kunna, og haga sér eins og nunna. Börn skal konan manni sínum ala, og ekki yfir íþróttum tala. Karlinum þarf hún sífelt að hæla, og á kvöldin við hann gæla. Konan skal halda vextinum fínum, þó karlinn tapi sínum. Karlinn á að styðja í framapoti, og ekki vekja úr fyllerísroti. Heimilið skal vera strokið og fínt, svo karlinn geti það öðrum sýnt. Konan skal kunna að negla og saga, svo ekki hún þurfi karlinn að plaga. Garðinn að hreinsa og bílinn að bóna, og bursta af karlinum skóna. Svo skal hún vera sæt og fín, svo karlinum glepjist ekki sýn. En ef hann rær á önnur mið, skal konan halda frið. Þá vitið þið það eflaust nú, að vandi er að vera frú. Ég held að það eigi bara ekkert einasta við mig hérna enda á ég ekki kall í dag... ég myndi frekar kalla þetta gólfmóttu en fullkomna eiginkonu, öss öss!

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Átveisla og færibandavinna

Páskarnir búnir og sumarið komið, jibbý! Við mæðgur höfðum það alveg súpergott um páskana, átum yfir okkur af mat og súkkulaði og sváfum alveg heilan helling. Það er alveg yndislegt að eiga barn sem elskar að sofa út og nennir endalaust að kúra á morgnana. Að vakna snemma heima hjá mér er að vera komin á fætur fyrir 9.00... það gerist mjög sjaldan nema á vinnudögum :) --- Leikskólafréttir... Menntasvið virðist ekki ætla að standa við að halda fund með foreldrum leikskólans öðru hvoru megin við páska, alla vega hefur ekkert fundarboð borist enn. Ég er alla vega búin að sækja um skólavist fyrir skottuna mína í Landakotsskóla, ég vona bara að hún fái þar inni. Ef við komum til með að búa í vesturbænum næstu 12 árin þá mun hún bara klára skólann þar. Mér finnst það samt svolítið haldhæðnislegt að vinstribelgan og jafnaðarmaðurinn ég sé að setja barnið mitt í einkaskóla.. ef ég gæti beðið þá myndi ég frekar setja hana í Melaskóla en það er víst ekki í boði fyrir 5 ára börn --- Húsnæðismálin... við María erum að fara að flytja, við fengum úthlutað stærri íbúð og flytjum yfir í tíuna 3. maí. Íbúðin er 13 fm stærri en sú sem við erum í og með aukaherbergi og geymslu inn af eldhúsinu. Eini ókosturinn er að það skín lítil sem engin sól á svalirnar- en ég er nú engin svaka svalamanneskja :) --- Skólamálin.. nú er tími færibandavinnu, einhvern veginn verður þetta alltaf svona á þessum tíma. Verkefnin verða til á færibandi, hópverkefnið sem ég er í núna er aðeins skárra en það sem við vorum í síðast en samt ekkert ofurskemmtilegt- en skárra... Svo eitt verkefni eftir það sem er nú aðeins skemmtilegra, um ímyndir fatlaðra í prentmiðlum. Svo er prófatíðin, hún verður stutt að þessu sinni sem betur fer. Ég fer í eitt heimapróf, 1.-8.maí. þannig að 8. maí er ég búin í prófum og komin í sumarfrí frá skólanum, alvöru sumarfríið er svo í júlí þegar leikskólann lokar. --- Þangað til næst, lifið heil eða hálf, hvernig sem ykkur hentar. Ég ætla alla vega að lifa í botn, í heilu lagi :)

sunnudagur, apríl 09, 2006

Verkefni, árshátíð, leikskólnn og leti dauðans

Ég, Hildur og Kolla erum að gera verkefni sem gengur ekkert alltof vel... eiginlega gengur mér bara ekki neitt. Ég hef engan grunn í þessu og mér finnst þetta eiginlega ekki skemmtilegt- þegar maður er latur eins og ég er þessa dagana þá verður maður ennþá latari þegar maður er að gera eitthvað sem er ekki skemmtilegt :) --- Ég skellti mér annars á árshátið Háskólans í gær. Maturinn var klikkað góður: Skelfiskur, túnfiskfille, lambafille og súkkulaðikaka. Algjör draumur. Hundur í óskilum var með skemmtiatriði, þvílíku snillingarnir. Þeir hafa það víst að markmiði að taka leiðinleg lög og gera þau að einhverju öðru. Hljóðfærin þeirra eru blokkflauta, kassagítar, kassagítar með rafmagnstæki, selló, hárblásari, banjo og svona ástralskt frumbyggjablásturshlóðfærði... Þeir sungu Rabbabara Rúna á ástralska vísu með blástursgræjunni, færðu Hotel California upp á íslenska vísu, Sesseljubúð, og spiluðu undir á banjo. Final Countdown sungu þeir eins og Gipsy Kings hefðu gert ef þeir hefðu spilað það og margt margt fleira- ég nánast grét allan tímann meðan þeir voru á sviðinu. --- Sigurður J. Grétarsson sálfræðiprófessor hélt hátíðarræðu, þvílíki húmoristinn. Greyið fékk sjokk þegar hann áttaði sig á því að Háskóli Íslands væri ekki bestur í heimi og það væri stefnan að koma honum í hóp 100 bestu... Hann var með mjög útpæld ráð við því, eins og að sameinast MR, hætta að tala um skandala og tala bara um rannsóknir og fá Nóbelsverðlaunahafa til að sitja námskeið í HÍ- en fyrir það fá stig á Sjanghæ kvarðanum. --- En allt annað mál, þar hef ég ekki sýnt letina mína! FS ætlar að yfirtaka rekstur leikskólans Leikgarðs. Samkomulag var víst undirritað 1992 um að það væri hægt en nú á að keyra þetta í gegn, án samráðs við nokkurn nánast. Alla vega ekki foreldra eða starfsfólk. Leikskólinn á að verða smábarnaleikskóli því það vantar víst dagvistunarúrræði fyrir börn á aldrinum 6 mánaða til 2 ára. Getur vel verið svo, en loka á leikskólanum Efri Hlíð til að þetta verði að veruleika en hann er einmitt fyrir 24 börn á þessum aldri??? --- Ég er svo reið yfir þessu, ég treysti ekki Félagsstofnun stúdenta fyrir að rekstri leikskóla dóttir minnar. Þeir stóðu sig alla vega ekki þar sem hún var áður. Af hverju ætti ég að treysta þeim núna? Við foreldrar barna á leikskólanum erum sett á milli steins og sleggju. FS hefur boðið öllum starfsmönnum leikskólans að halda áfram ef að yfirtökunni verður, eða þegar, en það er ekki svo auðvelt. Flestir hafa sagst ætla að hætta. Ég sendi fyrirspurn til FS varðandi málið og þar kom skýrt fram að þeir ætla ekki að hafa mikið fyrir því að halda í það fólk sem fyrir er, þeir ætla að auglýsa stöðurnar og ráða nýtt fólk. --- Ég talaði við deildarstjórann hennar Maríu um þetta mál og hún mældi með því að ég skoðaði Landakotsskóla fyrir hana, hún væri alveg týpan í skóla en ætti mjög erfitt með að skipta um leikskóla. Svo er líka annað, ég gerði dvalarsamning við Reykjavíkurborg en ekki Félagsstofnun stúdenta um leikskóladvöl dóttir minnar. Má borgin bara afhenda næsta manni minn saming og láta hann sjá um framkvæmd hans án þess að ræða nokkuð við mig? --- Ef ég ætti eina ósk þá myndi ég óska þess að FS myndi hætta við, það er víst það eina í stöðunni núna. Engin getur sagt neitt, ekki Menntasvið, ekki foreldrar og ekki starfsfólk. FS ætlar sér að yfirtaka reksturinn.

þriðjudagur, mars 28, 2006

Miklar breytingar

Þá sit ég ein heima með skottunni minni, fyrsta kvöldið mitt sem einstæð móðir. Einstök móðir, er það ekki betra hugtak? Ég er langt frá því að standa ein. Ég á frábæra fjölskyldu, einstaka mömmu og einstaka systir. Samt skrítið að mitt barn sé að upplifa svipaða hluti og ég sem barn, ég get þó alla vega nýtt mér mína reynslu og unnið svolítið út frá henni. Skrítin tilfinning og ég get ekki sofið, hugurinn á mér er fleygiferð eins og rússíbani. María segir lítið um þetta en aktar út, ég þarf bara að reyna að tækla það eins og ég get. Litla auðvelda barnið er orðið þvílíkt fyrirferðarmikið. Að sjálfsögðu er þetta erfitt fyrir hana og hvernig í ósköpunum skilur maður heiminn þegar maður er bara 4 ára? Ég held að hún viti bara ekki alveg hvernig hún á að vera greyið. Vonandi lagast þetta. --- Við erum búin að gera plan yfir það hvenær Nonni sækir hana á leikskólann, fer með hana og eyðir deginum með henni. Henni finnst það mjög spennandi, hann bjó til dagatal með litum svo hún gæti séð hvaða dagur væri hvað. Hún merkir svo við hvaða dagar eru búnir, hún meira að segja náði sér í kennaratyggjó og notaði það til að festa penna á dagatalið sitt. Við ræddum mikið um það áðan hvað við ættum að gefa pabba að borða þegar hann kæmi í mat og svoleiðis. Hana langar að fá eitthvað nýtt sem hún á og getur sýnt honum- litla krúttið mitt. --- Það styttist í að við fáum stærri íbúð, ég er búin að lofa Maríu að hún fái stóra herbergið og ég litla. Ég ætla að reyna að gera fínt fyrir okkur og við komum til með að búa hérna 2 ár í viðbót býst ég við, skottan fer þá í Melaskóla. Það væri draumur að geta búið hér í vesturbænum alltaf :) Ég þekki bæjarhlutann nokkuð vel, þó ég hafi aldrei fundið Vesturbæjarlaugina en aðra staði veit ég um. Kannski breytist þessi vesturbæjarást þegar ég fer á vinnumarkaðinn, veit ekki. --- Annars er framtíðin það sem ég ætla að einbeita mér að núna, ég ætla að taka mig algjörlega í gegn. Byrja á sálartetrinu og svo fá umbúðirnar face lift :) Ég var að fá vinnutilboð sem mér líst mjög vel á, ég ætla að kíkja á þetta betur en ég sé ekki hvað ætti að standa á móti því að ég tæki þessa vinnu. Þetta er hlutastarf sem hentar mér mjög vel þar sem ég er enn í skólanum og öðru hlutastarfi.

fimmtudagur, mars 09, 2006

Alltaf brjálað að gera

Sunnefa kallaði á fréttir... Ég fór á Reunion síðasta laugardag og hef sjaldan skemmt mér eins vel. Ég dressaði mig upp í nunnubúning og rauðar netasokkabuxur og til að toppa dressið setti ég skilti aftan á mig sem stóð: Nýr lífsstíll! Sló í gegn og ég fékk verðlaun fyrir stykkið. Svanþór gaf verðlaunin- mér fannst það frekar fyndið. Elín hafði einhverjar áhyggjur af vinkonunni í lok kvöldsins svo hún dró mig heim til sín, þar kúrði ég á dýnu í sjónvarpsholinu/eldhúsinu. Ég var víst á leiðinni í partý og Elín barðist við Halla Valla og ég fór með henni. Ferlega kósý. Sunnudagurinn var mjög erfiður. ---- Ég er búin að vera að vinna alla vikuna, rosalega fínt. Það versta er að þegar ég er að vinna nenni ég lítið að læra- það er svo þægilegt að vera búin í vinnunni og vera bara búin. Núna er brjálað að gera vegna umsókna um framhaldsnám, ég held að ég sé loksins farin að kunna þetta utanað. Reyndar er ég líka komin með bakteríuna. Mig langar að sækja um náms- og starfsráðgjöf. Mig langar að klára bæði MA í uppeldis- og menntunarfræði og Dipl. í náms- og starfsráðgjöf en samt ekki. --- Við mæðgur erum að fara í ferðlag um helgina, við erum að fara í höfuðstað norðursins- rétt hjá kúrekanum. Ég hlakka ótrúlega til að knúsa hana Völlu mína og spjalla um allt og ekkert. María er líka mjög spennt enda segir hún að Rannveig sé sko besta vinkona sín. Helgin verður án efa frábær. --- Ég er eitthvað svo andlaus núna að ég kem engu frá mér, segi ykkur betri fréttir þegar ég kem aftur í hámenninguna.

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Komin tími á blogg?

Mikið svakalega er ég léleg í þessu, sennilega er ég bara of upptekin við unglingauppeldið! Já, skottan mín er sko orðin unglingur. Gelgjustælarnir alveg að toppa allt. Please er mjög algengt orð á mínu heimili þessa dagana, þó svo hún viðurkenni fúslega að hún viti ekki hvað það þýðir... og svo náttla Silvía Nótt- jeminn hvað ég þoli hana ekki og svo syngur hún dóttir mín blessaða lagið hennar daginn út og daginn inn. Samt svolítið krúttlegt, viðurkenni það alveg. --- Ég lét loksins verða af því að panta mér flug til Völlu, ég fer í höfuðstað norðursins eftir 3 vikur. Það er þá í fyrsta skipti sem ég verð yfir nótt á Akureyri síðan ég fór á Halló Akureyri ´96... kominn tími til eða hvað? Það var reyndar ekki vandræðalaust að panta flugið. Ég bókaði þetta fína flug í gærkvöldi fyrir okkur Maríu. Sátt við það, nema hvað að ég rak augun í það að ég bókaði fyrir okkur heim á mánudegi í staðinn fyrir á sunnudegi. Hélt það væri nú lítið mál að laga það. Ekki svo einfalt. --- Ég hringdi starx í morgun og sagði frá mistökum mínum. Ég fékk skýr svör, ég átti að afbóka miðann fyrir okkur báðar- fá inneign hjá FÍ- og bóka annað flug á netinu og eiga inneignina áfram hjá FÍ... hana er ekki hægt að nota þegar bóka á flug á netinu. Ég var ekki alveg sátt við það enda langt frá því að vera fastagestur í Fokker 50. --- Ég hringdi því í kallinn, alveg gjörsamlega að missa mig úr pirringi enda ansi snemma dags. Hann hringir í mig, þá var ekkert mál að breyta miðanum þegar hann hringdi! Ég átti að fá miðann sendan á maili svo ég fylgdist samviskusamlega með því. Svo kom miðinn, ég ákvað að renna aðeins yfir hann. Allt í góðu, við áttum báðar far norður 10.mars, ég heim 12.mars en María 19.febrúar Á SÍÐASTA SUNNUDAG. Eins og gefur að skilja var það ekki að virka en að lokum fengum við sæti í sömu vél heim. --- En svo er ég búin að versla mér búning fyrir grímuballið í Hlégarði um þar næstu helgi. Ég ákvað að snúa vörn í sókn... segi ekki meir. Búningurinn er svartur og hvítur, svaka flottur.

föstudagur, febrúar 10, 2006

Helgan klukkaði mig :)

Fjögur störf sem ég hef unnið yfir ævina: Vestri Grill- það var góður tími Snæland video- yfirleitt líka góður tími Sólbaðstofan- gat aldrei hætt alveg... Félagsvísindadeild- bara nýbyrjuð þar Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur La Bamba- sá hana um daginn, vá hvað hún er sæt Stella í Orlofi- bara alltaf fyndin og svo bara er ég týnd... Fjórir staðir sem ég hef búið á Blönduós- æskustöðvarnar Mosó- þar sem gelgjan náði toppnum Keflavík- þar sem mótþróinn fór á fullt Reykjavík- þar sem ég varð fullorðin Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar: Survior- aldrei myndi ég samt nenna þessu lífi CSI- Hugsa alltaf til Alex hennar Hildar þegar ég sé þessa stafi Law&Order: SVU- ótrúlegt hvað heimurinn getur verið grimmur Bachelor- Ameríski draumurinn í hnotskurn Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum: Færeyjar- ótrúlega sjarmerandi land Osló- þar var sko gaman :) Tenerife- mjög þægilegur og góður tími Flórída- old days Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíður) hi.is- allt í sambandi við skólann barnaland.is- slúður dauðans mbl.is- bara svona til að vera með á nótunum einkabanki.is- maður verður að vita eitthvað um þetta batterí Fernt matarkyns sem ég held uppá: Hamborgarhryggur- besti matur í heimi Saltkjöt og baunir- bregst aldrei Kjötsúpa- jeminn hvað ég er sveitó Kjúllinn hans Óla sem ég fékk hjá Völlu- ég fæ vatn í munninn Fjórar bækur sem ég glugga í: Öldin okkar- ótrúlega spennó stundum Útkallsbækurnar- besta svefnmeðalið Dagbókin mín- annars man ég ekkert Minningabókin hennar Maríu- gaman að lesa um "litla" barnið Fjórir staðir sem ég vildi vera á núna: Santigao- langar svo að heimsækja Sunnefu Akureyri- skulda Völlu alltaf heimsókn San Fransisco- eitthvað draumkennd borg? Tenerife- jólin voru svo næs Fjórir bloggarar sem ég klukka: HildurSpildurHallaSmalla VallaTralla ErnaFerna BirtaSpirta

þriðjudagur, janúar 24, 2006

Jæja, koma svo

  1. Hver ert þú?
  2. Erum við vinir?
  3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
  4. Ertu hrifin/nn af mér?
  5. Langar þig að kyssa mig?
  6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
  7. Lýstu mér í einu orði.
  8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
  9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
  10. Hvað minnir þig á mig?
  11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
  12. Hversu vel þekkiru mig?
  13. Hvenær sástu mig síðast?
  14. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
  15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

mánudagur, janúar 23, 2006

Vallan mín

Í dag er stór dagur, hún Valla mín á afmæli og er 24 ára. Til hamingju með daginn elsku Valla- sakna þín alveg svakalega þessa dagana. Ég kynntist Völlu þegar við unnum saman Padeia blaðið fyrir 2 árum síðan. Ég hafði reyndar séð hana og vitað hver hún væri- sérstaklega þekkti ég orðsporið... ógeðslega klár stelpa.
---
Fyrsta minning mín af Völlu var í tíma í Lögbergi, ég sat fyrir ofan hana og fylgdist með henni glósa af öllum mætti í tíma hjá Jóni Torfi- Kenningum í uppeldis- og menntunarfræði. Hún var alltaf svakalega vel lesin og talaði og skrifaði á tölvuna bæði í einu, mér fannst það alveg svakalegt.
---
Svo ákvað ég að henda mér í djúpu laugina og prufa að fara í ritnefnd Padeia, Valla kom líka í ritnefndina sem tengiliður stjórnar en þegar upp var staðið vorum við mest tvær að vinna þetta saman. Það gekk þvílíkt vel, tvær "frekjur" sem þó gátu alltaf mæst á miðri leið gerðu þetta snilldarblað. Stuttu seinna flutti ég inn á Vetrargarða og þá var ekki aftur snúið, ég kynntist Völlu enn betur og eyddi meiri tíma með henni. Kaffihús í flíspeysu rétt fyrir miðnætti var sko okkar stíll!
---
Rauðvín er eitthvað sem okkur báðum finnst gott að drekka, reyndar hef ég farið varlega í það síðan Valla bauð mér upp á það síðast :) Við fórum líka saman í okkar fyrsta kokteilboð, stóðum okkur þvílíkt vel- misstum bara diskana einu sinni og fáir tóku eftir því.
---
Í dag er Valla uppeldisfræðikennari með meiru í Menntaskólanum á Akureyri. Sennilega einn yngsti menntaskólakennari á landinu og ég leyfi mér að fullyrða að hún sé með þeim betri. Allt sem Valla tekur sér fyrir hendur gerir hún vel enda ofurkona á ferð.
---
Síðasta sumar fór ég með henni norður á heimaslóðir og fékk grillaða löpp að hætti pabba hennar. Foreldrar hennar voru líka þvílíkt almennilegir, fyrir utan hvað það var gaman að koma á æskuslóðirnar hennar- síðasta púslið.
---
Síðasta haust ákvað Valla að fara norður að kenna, María og Nonni heimsóttu þau fljótlega enda María og Rannveig bestu vinkonur. Ég hef ekki enn gerst svo fræg að stíga fæti í Hjallalundinn en það stendur til bóta, mig dauðlangar að kíkja á hana og bara spjalla í eigin persónu- ekki svona í gegnum síma. Valla er nefnileg ein af þessum stelpum að það skiptir ekki máli hvenær þú talaðir við hana síðast, það er alltaf eins og það hafi verið í gær.

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Orðin vinnandi kona!

Heil og sæl aftur. Nú er allt komið á fullt hjá mér á nýjan leik, reyndar var ég að spá í að bæta við mig einingum og taka þá 13 einingar á þessari önn en þegar ég rak augun í kennsluáætlunina við ljósritunarvélina í dag sá ég að sama hvað ég vildi þá gæti ég það ekki alveg... En það var ekki að ástæðulausu að ég var við ljósritunarvélina :) Ég er komin með vinnu 3 morgna í viku frá 9-13 á skrifstofu Félagsvísindadeildar. Ég er búin að vinna núna 3 daga og líkar bara rosalega vel. Ég er í afgreiðslunni að aðstoða fólk í sambandi við námið, svara fyrirspurnum, svara í síma og svoleiðis. Mér tókst bara að skella á eina manneskju þegar ég var að reyna að gefa henni samband áfram... reddaðist nú alveg.
---
Þetta er alveg ótrúlega gaman, þvílíkur hasar allan tímann og tíminn líður rosalega hratt. Maður er varla mættur þegar dagurinn er búinn. Svo lærir maður svo margt nýtt, í dag var ég að ljósrita upp úr bók sem ég fór bara að lesa í leiðinni. Spurning um að verða mér úti um þessa bók? Hún var um barnaverndarmál og það sem vakti athygli mína var umfjöllun um börn sem vitni, verð að lesa það betur :)
---
Svo er svo skrítið að vera þarna, það eru allir svo næs og hjálpsamir. Það er enginn að henda manni í djúpu lauginni án þess að kenna manni fyrst. Það er bara eins og ég hafi alltaf verið þarna, ég þarf lítið að kynna mig sjálf- konurnar sjá um það. Frábærar konur sem vinna þarna. Það eru allir svo almennilegir. Rosalega gaman, var ég búin að nefna það?
---
En eitt er víst að þetta verður annasöm önn en mjög skemmtileg, námskeiðin sem ég er í eru bæði mjög áhugaverð. Annað fjallar um fötlun í menningu samtímans og hitt er um uppeldi, kynferði og menntun. Svo verð ég áfram aðstoðamaður Hönnu Bjargar og að vinna að rannsókn hjá henni. Spennandi tímar framundan.

sunnudagur, janúar 15, 2006

Komin heim í kuldann

Jæja, þá er ég komin heim í kuldann. Það er nú voðalega ljúft að koma heim en ég sakna sólarinnar samt alveg viðbjóðslega mikið. Það er svo ljúft að vera bara í pilsi og bol alla daga, sofa eins og maður getur og borða það sem maður vill... allt bara af því það er sól :) ---- Annars er allt komið á fullt hjá mér núna, ég átti eftir að klára verkefni hjá Hönnu Björgu sem ég er búin að vera að fara yfir frá því ég kom heim. Kemur reyndar ekki að sök því mér finnst það bara gaman, svo var ég búin að ráða mig í vinnu með skólanum en svo var ég að fá annað atvinnutilboð sem er mjög spennandi. Það er samt ekki orðið fast ennþá en mig langar alveg geðveikt í það. Ég held að það verði bara alveg brjálað að gera þessa önn... eins og það sé eitthvað nýtt en ég ætlaði mér nú að hafa það rólegt núna. Ég er bara í 10 einingum, að vinna hjá Hönnu Björgu að rannsókn með henni og svo vinnan.. ef hún gengur eftir þá er hún 3 morgna í viku. En til að fá einhver námslán held ég að verði að vera með 12 einingar svo að ég verð að redda því einhvern veginn. Veit einhver um svoleiðis námskeið, það þarf helst að tengjast skóla án aðgreiningar, mannréttindum, fötlunarfræði eða einhverju slíku??? --- Svo skilst mér að það sé reunion hjá Gaggó Mos í mars... jeminn ég verð að ná bumbunni fyrir þann tíma eða klæða mig bara upp sem fíl. Komm on þetta á nú að vera grímuball svo það er alveg hægt! Ég er samt ekkert súperspent fyrir því að djamma í Mosó... það var rosalega gaman stundum að vera unglingur þarna en eftir á að hyggja var það líka mjög slæmur tími. Sjálfsvirðing og metnaður var eitthvað sem ég þekkti ekki þegar ég bjó þarna, og svo virðist vera að ákveðnir bæjarbúar haldi að ég hafi ekki enn kynnst þessum hugtökum og þaðan af síður lært að lifa eftir þeim. Batnandi mönnnum/konum er best að lifa! Ég verð nú samt að viðurkenna að ég verð allt önnur manneskja þegar ég kem inn fyrir þessi blessuðu bæjarmörk... ég meina til dæmis þá er ég ómáluð alla daga í skólanum og í miðbæ Reykjavíkur en ég og Hildur fórum á KFC í Mosó um daginn... ég var ómáluð og mér fannst það þvílíkt óþægilegt. Ég veit ég er rugluð en ég er samt viðkvæm fyrir smjattinu þarna.... ---- En var ég búin að segja ykkur að mig langar að flytja? Ég er að kafna heima hjá mér og langar í stærri íbúð, með stærri stofu og auka herbergi. Sérhæð í vesturbænum væri draumur, eða kannski Þingholtunum eða bara Nesið.... en fyrst verður maður víst fyrst að borga jólin, þau voru aðeins í dýrari kantinum þetta árið :)