föstudagur, desember 28, 2007

Heimt úr helju!

Þá er ég formlega "flutt" aftur heim með mitt hafurtask. Þessi blessaða kirtlataka var aðeins meira mál en ég átti von á svo það var voðalega notó að vera bara hjá stóru systu í pössun. Jólin komu og fóru án þess að ég tæki verulega eftir þeim. Aðfangadagur og jóladagur voru verstu dagarnir :( Ég borðaði aspassúpu og smá af maukuðu kjöti í jólamatinn. Heilsan er öll að koma til núna og ég get borðað smá - vatnið er samt bara best. --- María var hjá okkur á aðfangadag en fór svo til Nonna á jóladag og var þar út annan. Þau fóru saman í tvö jólaboð hjá Nonna fjölskyldu. Maríu var farið að langa að fara heim en svo þegar komið var að því að fara heim til okkar þá þurfti ég nánast að pína hana frá Mæju frænku - allt í einu langaði hana ekki heim. Við erum samt búnar að hafa það notalegt hérna heima þessa tvo daga, við máluðum piparkökur í gær og lágum svo saman í sófanum að lesa. Ég las um hernámið en María "unglingabók" sem hún fékk í jólagjöf. --- Annars sváfum við frekar lengi í gærmorgun og þegar ég vakti prinsessuna sagði ég henni að núna væri hún búin að sofa eins og unglingur og það stóð ekki á svari... "já, ég er líka unglingur!" Þegar unglingurinn fór á fætur kom Nonni hingað til að passa hana á meðan ég fór í jólaklippinguna - ég komst ekki fyrir jólin svo Anna Sigga gat reddað mér í gær svo að núna er ég bara asskoti fín um hárið, aðeins dekkra en síðast og meira af strípum - alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt. --- Plan dagsins er að skjótast í IKEA og kaupa kassa í stofuborðið og kíkja á útsöluna þar - athuga hvort það sé eitthvað á útsölu sem okkur vantar hér á Eggertsgötuna :) Svo fer skottan til pabba síns á morgun og verður fram á nýjársdag. Það verður í fyrsta skipti sem ég er ekki með henni á gamlárskvöld - það verður skrítið en hún á eftir að skemmta sér vel með pabba sínum og vinkonu sinni í Breiðholtinu. Ég er búin að kaupa smá áramótadót fyrir þær, hitti beint í mark hjá prinsessunni --- Eníveis, farin í IKEA

mánudagur, desember 17, 2007

Jari jari

Shitturinn, titturinn, mellan og hóran eða eitthvað þannig. Þá er ég búin í prófinu og skólinn kominn í smá pásu. Ég afrekaði það áðan að klára að versla allar jólagjafirnar nema eina - græja hana um helgina. Núna er þvottavélin bara á fullu, taskan á stofugólfinu og stessið að kitla mallan á minni - ójá, sko mikið að kitla þar :) Ég er nefnilega að fara að flytja í nokkra daga til elskulegu systu minnar. Doksinn ætlar að taka hálskirtlana úr mér í fyrramálið og það er víst ekki mjög gáfulegt að vera einn fyrstu sólarhringana á eftir. Ég er ótúlega geðvond og stressuð yfir þessu öllu saman.
--
Einstaklega jákvæður pistill - en þið sem eru að bíða eftir jólakorti frá mér. Ekki örvænta, kortið kemur sennilega að ári. Ég ákvað að senda engin kort núna, hef bara engan tíma til þess. Jólakveðjan verður hér á blogginu þegar nær dregur jólum.
---
Eníveis, síjú.

sunnudagur, desember 16, 2007

Frk jákvæð

Það er svo gaman að vera ég núna - að læra ályktunartölfræði frá morgni til kvölds.
--
Ég er búin að sigra tvo "bardaga" síðasta sólarhringinn og er bara þokkalega ánægð með það! Í gær fór ég til hennar Önnu tannsa og útskrifaðist - ég hef ekki farið í meðferð hjá tannlækni og klárað pakkann síðan 1702. Ég er varla að trúa því að fyrir 10 mánuðum hafi ég frekar viljað fara daglega til kvensjúkdómalæknis en að fara til tannsa. Við erum búnar að vinna markvisst að því að draga úr þessum hræðslupúkaskap og síðustu 4 skipti hef ég ekki svo mikið sem svitnað. Fyrsta skiptið sem ég kom til Önnu dó ég næstum því úr stressi, ég skalf eins og hrísla og svitnaði eins og vaxtarræktargaur en samt var hún bara að taka myndir. Mér fannst bara allt við tannlæknastofur hræðilegt. Frábær tannlæknir þar á ferð.
--
Svo fór ég í morgun og hitti fjórar stelpur úr fötlunarfræðinni til að fara yfir námsefnið. Ég var alveg á þeirri skoðun á föstudagskvöld að próftakan yrði hræðileg - ég skildi ekki neitt og fór í algjöra flækju nema hvað að þessi tími með stelpunum í dag reddaði málunum alveg fyrir mig. Ég gekk út með þvílíka sigurtilfinningu í maganum, ég sá ljósið og ég get svo svarið það að ályktunartölfræði er ekkert svo leiðinleg - meira að segja er hún bara nokkuð skemmtileg.
--
Well, samkvæmt bandarískri rannsókn gefur góður nætursvefn betri einkunn... farin í bælið

laugardagur, desember 08, 2007

Hádegismatur
Ristað brauð með graflaxi og sósu
Allan daginn matur
Salt flögur frá Lays og Sambó lakkrís. Kaffi og kók
Kvöldmatur
Kjúklingasúpa með kartöflum, hrísgrjónum, lauk og hvítlauk
Kvöldsnakk
Jarðaber og sódavatn
--
... þvílíkt hollusta hefur aldrei, og ég meina aldrei, þekkst á mínum árum í háskólanum á þessum tíma - prófatímanum. Ég á hrúgu af nammi og snakki sem mig langar bara ekkert í. Reyndar langar mig í meiri lakkrís en ég er bara búin með pokann. Ég er bara ekki að skilja þetta!
--
Annars tók ég mér frí frá tölfræðinni í dag og fór í eigindlegar pælingar í dag - svo miklu miklu skemmtilegri aðferðafræði. Ég ætla að klára aðferðafræðikaflann í lokaritgerðina áður en ég fer að sofa. Hanna mín er komin heim og ég fékk bara svona energy búst að sjá hana - svo gott að fá hana heim :)
--
Svo er bara rúmlega vika eftir af "sælunni" og þá tekur hrollurinn við. Ég á að fara í kirtlatökuna 18.des. Mig er farið að kvíða pínu fyrir, eitthvað skerí að fara í aðgerð á stofu. En svo er bara Tenerife eftir 4 vikur. Við verðum á geðveiku hóteli - við María verðum sér og Maja og Beggi sér. Við máttum víst ekki vera öll saman í einu húsi. Ég ætla að taka smá skóladót með mér út til að læra á kvöldin, þá get ég verið heima með sofandi börnin og skötuhjúin geta kíkt út á lífið.
--
Ég ætla að taka mér smá pásu á morgun og versla jólagjafir - var að fatta eina hana mömmu og Sigga og bara verð að fara á morgun og kaupa hana. Þá er bara eftir handa litla frænda sem fæddist á Akureyri í dag, fyrir Maríu Rún, Ottó Má, Maju og Begga, Martin bróðir, Grétar og Víking. Ég þarf að græja þessar gjafir í vikunni og svo á ég líka eftir að kaupa afmælisgjöfina fyrir Maju - veit hvað ég ætla að kaupa :)
--
Í vikunni þarf ég líka að græja jólakortin, skreyta, kaupa jólakápu fyrir Maríu og baka ef það verður gert :)

þriðjudagur, desember 04, 2007

+ og -

Frk. Neikvæð Ég er ekki að nenna neinu - ég er að skrifa fræðilegan inngang að lítilli rannsókn sem við gerðum í einu námskeiði og mér finnst efnið ekki spennandi. Ég gleymdi að hringja mjög mikilvægt símtal í dag og ég veit ekki hvernig á redda því Mig langar að jólast Mig langar að fara á Þjóðaspegilinn á föstudaginn Frk. Jákvæð Ég náði SPSS prófinu - ekki með neinum glæsibrag en það hafðist Á föstudaginn verð ég búin að skila öllum litlum verkefnum í MA náminu 17. des fer ég í síðasta prófið mitt í MA náminu Eftir 1 mánuð verð ég á Tenerife Ég á Senseo kaffivél ...... og svo bara þetta venjulega, hvað á barnið að fá í jólagjöf (iPodinn er ekki á listanum)?

sunnudagur, desember 02, 2007

Barnið mitt..

.... óskar eftir því að fá iPod í jólagjöf. Barnið varð 6 ára í september sl.

miðvikudagur, nóvember 28, 2007

Kynþokkinn svífur yfir Eggertsgötunni

Tímabil kynþokkans er komið á fullt - prófatímabilið. Þrátt fyrir að þetta sé 6.árið mitt í HÍ er ég ekki enn búin að læra hvernig maður heldur kúlinu og kynþokkanum á þessum tíma. Ég fór upp í skóla áðan að vinna á SPSS. Outfittið: Bleikköflóttar náttbuxur, grá flíspeysa, brún ullarpeysa og svört stígvel. Kynþokki: Enginn. Ég hitti eina samstarfskonu mína við heftarann - hún sá sig knúa til að koma við efnið í buxunum. Svo til að bæta lúkkið enn frekar þá er ég hvítari IKEA hilla og sýg stanslaust upp í nefið. The Sexy Beast is out!

sunnudagur, nóvember 25, 2007

Arg!!

Ég stalst til að kíkja á Silfur Egils áðan, þar voru Oddný Sverris og Sigríður Andersen ásamt Grétari Mar og Lýði Árnasyni. Það var verið að ræða um neikvæða umsögn borgarráðs vegna nektardansstaða og launamun kynjanna meðal annars. Mín tilfinning er sú að Sigríði sé svo mikið í mun að komast til metorða innan síns flokks að hún þorir ekki að tjá eigin skoðanir eða jafnvel er hún bara illa upplýst um þessi mál. Rannsóknir sem sýna fram á launamun kynjanna eru að hennar sögn illa unnar og rangar. Þær sem sýna fram á hverfandi launamun eru góðar. Ég spyr, hvaða aðferðafræðiþekkingu hefur hún. Mig minnir að hún sé lögfræðingur. Hún hefur heldur ekki séð neinar sannanir fyrir því að nektardansstaðir séu eitthvað slæmir. Mansal er þekkt í þessum bransa, af hverju ætti Ísland að vera einhver undantekning? Við getum ekki einu sinni komið vel fram við erlenda verkamenn, sagan segir okkur að erlendar konur fá síst betri meðferð. Ég spyr, hvar hefur hún verið undanfarin ár? Mér finnst það mjög alvarlegt og hrikalega ergilegt þegar fólk í áhrifastöðum neitar að horfast í augu við staðreyndir.

föstudagur, nóvember 23, 2007

Gamla konan

Ég man svo vel eftir því þegar ég var að vinna á Vestra Grill í Mosó með Maju systir. Hún var ótrúlega gömul og mikil kerling eitthvað, enda alveg orðin 21 árs. Hún vissi allt, kunni allt og var bara fullorðin gömul kona! Þrátt fyrir gífurlega háan aldur þykir mér einstaklega vænt um hana, þrátt fyrir ýmsilegt hafi breyst frá því við vorum krakkar passar hún mig eins og sín eigin börn. En í dag er hún orðin miklu eldri, þessi elska á afmæli í dag. Hún á afmæli í dag Hún á afmæli í dag Hún á afmæli hún Maja Hún á afmæli í dag Elsku besta systa mín, innilega til hamingju með daginn. Lov u endalaust.

mánudagur, nóvember 19, 2007

Go Fish!

Ég fór með Maríu á skautasvellið í Laugardal í gær sem er nú ekki í frásögur færandi nema hvað að ég var búin að gleyma hversu margir "pabbar" sækja svellið um helgar. Mér sýndist á öllu að þetta væri nú bara fínasti veiðistaður fyrir ykkur sem vantar reglulegar tilkippingar. Þegar ég sá hreyfingar þessara peyja gat ég ekki hætt að hugsa um orð einnar vinkonu minnar... "Hann hefur hæfileikana til að hreyfa sig, maður sér það sko alveg. Ef hann kann það ekki þá er bara ð kenna honum það." --- Sumir voru nokkuð stirðbusalegir, runnu áfram meira á viljanum en getunni. Þeir voru vel gallaðir með hjálma og þykkar lúffur. Sumir jafnvel með nokkrar bólur. Mjög rauðar kinnar einkenndu þennan flokk. Einn gerðist svo "frakkur" að hann skautaði niður lítill polla, hann náði athygli móðirinnar nokkuð örugglega þar. --- Nokkrir leiddu börnin sín samviskulega og runnu rólega áfram á ísnum. Þeir virtust öruggir á svellinu og þekkja sín takmörk, en spurning er hvort það var feik. Þeir voru klæddir eins og þeir væru nýkomnir úr æfingabúðum í Noregi. Mynstruð húfa, stórar lúffur og ullarpeysa einkenndu þennan hóp. --- Einn hópurinn var þessi týpíski töffari, í ullarjakka með trefil og rauð eyru. Þeir runnu hægt og örugglega um ísinn, juku stundum hraðann en áttu ekki í neinum vandræðum með að hæga á sér ef þess þurfti. Þeir virtust ganga í verkið af miklu öryggi, viljinn og getan stóð algerlega með þeim. --- Svo var einn með minnti mig á Jónas Breka forðum daga - þeir sem stunduðu svellið 1993-1994 vita hvað ég er að meina. Hann skautaði eins og motherf****** um allt svellið. Hraðinn var þvílíkur. Eina sem mér flaug í hug var að maðurinn hlyti að vera eigingjarn. --- Svo var annar, hann var gamall og broshýr. Hann var að kenna ungri stelpu (róleg hún er alveg 27 ára) að fara afturábak á skautunum. Mér fannst þetta eitthvað hálf perralegt, hann var svona ekta þjappari... --- Eníveis, ef þig vantar karlmann þá er nóg af þeim á skautum um helgar.

mánudagur, nóvember 12, 2007

Pant frá sms!

Síminn minn þoldi ekki kaffibaðið og dó svo að ég er komin með algjöran gellusíma - totallí tjíck fón! En ég þar sem sá gamli dó með 90% af símanúmerunum mínum þá panta ég að fá sms frá öllum...

sunnudagur, nóvember 11, 2007

Quick and accurate?

Róleg - ég vil bara hafa þá nákvæma en ekki snögga :) Það er meira hvað sumir geta alltaf verið dónalegir í hugsun! --- En mig vantar einhvern til að afrita fyrir mig viðtöl svo ég eigi þess kost að útskrifast í júní 2008. Skipulagið mitt er ekki alveg að ganga upp: prófa- og verkefnatörn til 17.des, hálskirtlataka 18.des og 2-3 vikur þar á eftir í slapperí, jólin og svo Tenerife 5.-23.janúar. Í mars þarf ég að vera tilbúin með ritgerðina mína fyrir innanhúslestur og lagfæringar. --- Miðað við óbreytt ástand þá gengur þetta ekki upp. Ef ég klára alla gagnasöfnun fyrir jól og get byrjað að greina um jólin (í veikindafríinu) þá er séns að ég verði tilbúin með drög að ritgerð í mars. Þannig að ég er búin að ákveða að fá hjálp við þetta :) Ef þið vitið um einhvern sem er hraðvirkur og mjög vandvirkur sem er til í að afrita ca 8 - 10 viðtöl næstu tvo mánuði fyrir smá pening endilega látið mig vita. --- Fyrir ykkur sem súpið hveljur og fáið martraðir um sinaskeiðabólgu þá ætla ég að benda ykkur á að maður er mikið fjótari að afrita beint með því að sleppa AR. Ég er ekki nema 3-4 tíma með eitt viðtal ef ég er ekki að skrifa AR á sama tíma, svo eru græjurnar orðnar svo góðar núna að á tækniöld eru engar kasettur heldur hljóðskrár í tölvunni og fótstig við tölvuna. --- Er ég ekki að selja þetta einhverjum hérna? --- Ps. Kynningin gekk alveg glimrandi vel :)

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

Afrek síðasta sólarhrings

- ég drap síðustu fiskifluguna - ég sofnaði í sófanum og svaf þar alla nóttina - ég svaf yfir mig - ég gleymdi hádegismatnum heima - ég missti símann minn ofan í kaffibollann - ég sofnaði yfir lærdómnum og svaf í rúmlega klukkutíma - ég uppgötvaði að "bilunin" í vefkerfi HÍ var vankunnáttu minni að kenna - ég downlodaði demo útgáfu af SPSS í þriðja skiptið á tölvuna mína - ég kláraði kynninguna á MA ritgerðinni minni Fleira var ekki gert ...

mánudagur, nóvember 05, 2007

Vinna og vetrarfrí

Vinna, vinna og aftur vinna... eftir gott helgarfrí á Akureyri er ég komin á kaf í vinnu. Ég lenti á bílastæðinu eftir tvær búðarferðir rétt um sjöleytið. María Rún var í vetrarfríi svo við mæðgur ákváðum að skella okkur til famelíunnar á Akureyri. Ferðalagið norður gekk mjög hægt en sem betur fer komumst við á leiðarenda - ég var orðin ansi óttaslegin á tímabili og þakkaði guði fyrir endalausa þolinmæði ferðafélagans og gsm síma - ég hringdi reglulega í múttu og lét hana fylgjast með mér. Sveittir lófar, stífar axlir og brotið sjálfstraust lentu á Eyrinni seint á fimmtudagskvöldið.
---
Annars höfðum við það rosalega gott hjá Völlu og famelí, ég er ekki frá því að ég hafi bætt á mig kílóum þessa helgina. Jóhannes Árni er náttla algjör krúttsprengja, það er svo krúttlegt þegar hann "spjallaði" við mann og hló. Stóru stelpurnar skemmtu sér líka mjög vel saman, bjuggu til marga leikþætti í "Maríu herbergi" og svo komust þær að því að pabbi hennar Lovísu Marý væri útlenskur og heitir eitthvað sem byrjar á M.... Skvísan mun reyndar vera Kristjánsdóttir - sennilega vitlaus dyrabjalla :) Svo kíktum við á nýju Akureyringana, Sigrúnu og co. Þau búa í krúttlegu húsi á á besta stað (eða svo segja "gömlu" Akureyringarnir). Hef ég einhvern tímann sagt ykkur hvað mér finnst Akureyrin frábær staður - á leiðinni heim fékk ég alveg svona "flytja til Akureyrar" fíling...
---
En svo þegar við mægður vorum búnar að koma dótinu okkar heim, borða og gera og græja fyrir svefninn þá fór ég beint í tölvuna að vinna. Yfirleitt gengur fínt að vinna með blessaða forritið sem háskólavefurinn er vistaður á en í kveld erum við ekki vinir - gengur barasta ekki neitt! Ég hef alveg einstaklega litla þolinmæði fyrir forritum sem virka ekki eins og ég vil. Sérstaklega fer í taugarnar á mér þegar forrit skemma skipulagið mitt - ég þarf að klára vefsetursvinnuna í kvöld því á morgun þarf ég að klára kynningu á MA ritgerðinni minni ... Ég þarf að kynna ritgerðina á fimmtudaginn - wish me good luck, I sure need it :)
---
Eníveis - spurning um að halda áfram að vinna?

föstudagur, október 19, 2007

Mér finnst þetta bara svo fyndið..

1. WHY DO MEN BECOME SMARTER DURING SEX? (because they are plugged into a genius) 2. WHY DON'T WOMEN BLINK DURING SEX? (they don't have enough time) 3. WHY DOES IT TAKE 1 MILLION SPERM TO FERTILIZE ONE EGG? (they don't stop to ask directions) 4. WHY DO MEN SNORE WHEN THEY LIE ON THEIR BACKS? (because their balls fall over their butt-hole and they vapor lock) 5. WHY WERE MEN GIVEN LARGER BRAINS THAN DOGS? (so they won't hump women's legs at cocktails parties) 6. WHY DID GOD MAKE MEN BEFORE WOMEN? (you need a rough draft before you make a final copy) 7. HOW MANY MEN DOES IT TAKE TO PUT A TOILET SEAT DOWN? (don't know.....it never happened) 8. WHY DID GOD PUT MEN ON EARTH? (because a vibrator can't mow the lawn) Nr. 1 og 6 eru mitt uppáhald...

föstudagur, október 12, 2007

þriðjudagur, október 02, 2007

Áttu tannstöngul?

Hver í andskotanum sagði mér að geyma 8 rifnar gallabuxur inni í fataskáp til að ég gæti saumað úr þeim pils?? Guðrún minnti mig á það áðan að tilgangurinn með geymslunni hafi verið ætlaður saumaskapur en hver kom þeirri hugmynd í minn litla koll. Ég kann ekki einu sinni að sauma!
---
Eníveis, snúllan mín þurfti að koma heim snemma úr skólanum í gær svo við erum búnar að vera heima í gær og dag. Gærdagurinn fór því bara í leti eftir að við komum heim - hún svaf á sínu græna í sófanum frá kl. 14-18.30. Ég dottaði með henni milli þess sem ég lærði og leyfði huganum að reika. Sirka klukkutími fór reyndar í millilandasímtal til Chile.. ohh hvað mig langar þangað núna!
---
Planið hjá mér í gærkvöldi var að fara í geymsluna og henda og henda en ég bara kom því ekki í verk. En svo þegar ég vaknaði í morgun ákvað ég að ég þyrfti að "keep me busy" til að bilast ekki hérna heima við. Þannig að núna lítur íbúðin mín út eins og ég hafi verið að flytja... Ég er búin að setja föt sem ég er hætt að nota, hef aldrei notað, mun aldrei nota og það sem er orðið of lítið, of ljótt eða asnalegt af Maríu ofan í ruslapoka - ekki einn, ekki tvo, ekki þrjá heldur fjóra. Fataskápurinn minn er orðinn svo fínn að Guðrún má meira að segja kíkja í hann, þeir sem þekkja hana vita að fataskápurinn hennar er alltaf óaðfinnanlegur. Svo er meira að segja komið fullt, fullt af plássi fyrir ný föt. Svo er bara að fara að kaupa sér ný föt - ég græja það fyrir jólin :)
---
Annars er ég að fara út að borða á laugardaginn, fékk símtal áðan þar sem mér var boðið með. Ég er "pínu" montin þar sem ég er eini nemandinn sem fer í þessum hópi - þetta verður bara gaman. Maja ætlar að passa snúlluna mína en ég efast nú um að ég fari á eitthvað skrall eftir matinn. Ég gæti gert margt annað viturlegra :)
---
Annars var formaður Fab4 að lofa mér sumarbústaðaferð á næstunni, jæja stelpur hvenær á svo að fara? Mig þyrstir í stelpuferð í bústað!

fimmtudagur, september 27, 2007

Helgihald í Háskóla Íslands

As we speak sit ég í "skólastofu" í kjallara Neskirkju. beint fyrir ofan mig eru bekkirnir fyrir kirkjugesti og ef ég myndi sitja aðeins lengra til vinstri þá væri altarið beint fyrir ofan mig. Mér fannst þetta pínu fyndið þegar organistinn fór að æfa slögin fyrir næsta spil. Róandi kikjutónlist studdi fyrirlesturinn hjá Andreu Dofra um aðferðafræði. Aldrei þessu vant fer húsnæðisvandi HÍ ekki í taugarnar á mér. Einu tímarnir sem ég sit eru hér í Neskirkju, utan við einn sem ég hleyp í úr vinnunni en hann er í Odda. Neskirkja er að mínu mati besti kennslustaðurinn hjá Háskólanum. Það er alltaf nóg af bílastæðum hérna fyrir utan. Neskirkja rekur kaffihús með dýrindis kaffi og smákökum (og hollustu fyrir þá sem vilja). Inni í kennslustofunum eru stólarnir breiðir og þægjó. Brilliant staður! --- Hópurinn minn í tölfræðinni hittist yfirleitt hérna til að funda um verkefnið og um daginn gekk annar prestanna hér í Neskikju fram hjá okkur og sagði:" Blessi ykkur". Það eru sko ekki allir sem fá kristna blessun í verkefnavinnu :) Þrátt fyrir að ég hafi alveg þverfótað fyrir trúnni í gegnum tíðina þá finnst mér þetta ótrúlega kósý. Mér finnst þetta líka sniðugt af kirkjunni að opna hana svona fyrir hverfinu. --- Annars er ég voðalega soft eitthvað núna, María er að fara til pabba síns eftir skóla í dag og kemur ekki heim fyrr en á sunnudaginn. Mér finnst það pínu erfitt, fyrst fannst mér þetta voða þægjó að vera barnlaus heila helgi en núna finnst mér þetta bara erfitt eiginlega. Ég sakna hennar svo mikið, hún er svo yndisleg þessi elska. Það er svo kósí að sofna aðeins með henni eftir kvöldmat þegar ég svæfi hana (jamms hún er ennþá svæfð) og svo er hún svo mikil dúlla. Til dæmis var gærdagurinn alveg snilld, hún fékk sér smá brauð eftir skóla og ég sagði henni að hún yrði að bíða meðan ég gengi frá dótinu því ég gæti ekki gert brauðið fyrir hana fyrr en þá. Lítið mál, hún klifraði upp á eldhúsbekkinn og náði sér í disk - svo remú úr ísskápnum og svo brauð. Brauðið var fagmannlega skorið og skorpan tekin af, remúlaðinu var svo smurt á brauðið í allt of miklu magni að mínu mati - en ég var nú ekki að fara að borða þetta. Hún var svo agalega ánægð með þetta, þá sérstaklega hvað hún skar skorpuna alveg 100% rétt af. Yfir kvöldmatnum vorum við svo að ræða um Danmerkuferð sem snúllan er að fara í fljótlega. Hún sagði mér það að ég yrði að láta hana hafa einhvern pening því hún ætlaði að kaupa sér föt! Einmitt, barnið er rétt orðið sex ára og strax farið að plana verslunarferðir til útlanda. Eftir matinn skellti hún sér í bað - ég mátti ekki aðstoða hana við neitt frekar en venjulega. Baðherbergið var allt út í vatni því hún notaði sturtuhausinn til að bleyta hárið og skola það, en skvísan réði bara ekki alveg við sturtuhausinn. Svo læsti hún að sér inni á baði, þurrkaði sér og klæddi í nærföt. Svo leið tíminn heil ósköp og ég var farin að hafa áhyggjur af barninu - ímyndunarveiki mæðra fór á fullt- en svo kom hún fram, þá var hún búin að greiða sér svona rosalega "fínt". Hún var með tvö tögl, skipt í miðju og tvær spennur sitt hvorum megin við skiptinguna. Ég tók mynd af þessari fínu greiðslu. Hún endurtók greiðsluna í morgun - svo Heba ef þú hefur eitthvað við hárið á barninu mínu að athuga, þá gerði hún þetta sjálf :) --- Jæja, tíminn er að byrja aftur. Spurning um að fylgjast með??

föstudagur, september 14, 2007

Litla barnið mitt

Mér finnst eins og það hafði verið í gær að ég lá heima í íbúðinni upp í Gullengi með einhverjar skrítnar pílur í maganum. Ég lagðist á gólfið, ég bretti mig og fetti en allt kom fyrir ekki - þetta hætti ekki. Um nóttina var mér svo ljóst að þetta voru hríðar, ég var sjálf lítið lamb. Rétt skriðin í tvítugt. Föstudaginn 14.september 2001 kl. 12.20 fæddist litla prinsessan mín, mamma og Nonni voru með mér í fæðingunni. Ég man hvað hún var blá þegar hún fæddist en það var víst alveg eðlilegt. Prinsessan var vigtuð 4110 gr og 53 cm. Nýja famelían fór svo á Hreiðrið og reyndi að lúra smá áður en hún fór heim daginn eftir.
Þessi mynd var einmitt tekin stuttu eftir fæðinguna. Heima fengum við þjónustu frá ljósu sem heitir Ragnheiður, svo skemmtilega vildi til að hún var með mömmu á Skógum í den. Hún var yndisleg þessi ljósa og gerði þessa fyrstu daga örlítið auðveldari. Það var rosalega skrítið að vera allt í einu orðin mamma. Ég var mjög óörugg en sem betur fer hafði ég gott fólk í kringum mig.
Sem betur fer erfði María Rún svefnvenjur mínar og strax frá upphafi kom í ljós að henni þótt mjög gott að sofa. Þessi mynd er tekin af henni nokkra daga gamalli þá steinsofandi. Hún fékk sjaldan í magann, ég man eftir einu erfiðu tímabili en það stóð stutt - einhverjar vikur. En svo þroskaðist prinsessan mín og ég með :) Því miður eru ekki til digital myndir af henni í rúmt ár hérna hjá mér - mín framkallaði filmur þá.
En við höfum haft það að sið að vera alltaf hjá mömmu og Sigga á jólunum með einni undantekningu. Þessi mynd er tekin af "fyrstu" alvöru jólunum hennar Maríu. Hún var tiltölulega nýfarin að labba og borðaði eins hestur.
En það hefur alltaf verið vandamál með hana hvað hún borar í nefið - henni finnst það svo gott :)
Ég varð bara að skella þessari mynd með - ég er svo barnaleg þarna! Þetta er tekið í Leirubakkanum á aðfangadag 2002.
Sumarið 2003 byrjaði María Rún í leikskóla. Hún fór á Mánagarð og svo þaðan á Leikgarð 2 árum seinna. Hún tók mikið þroskastökk þegar hún byrjaði í leikskólanum og fór að reyna að gera allt sjálf. Þessi mynd er tekin nálægt Blöndudal sumarið 2003.
Hún var oft dauðuppgefin eftir leikskólann eins og á þessari mynd. Við komum heim einn daginn þar sem við bjuggum á Hjónagörðum, hún fór og fann sér þessar fínu stuttbuxur og glæsilega úrið sem ég átti þegar ég var lítil. Svo lagðist hún í sófann og steinsofnaði.
Jólin 2003 gaf Eiríkur afi hennar Maríu henni þessi stígvél í jólagjöf. Spariskórnir voru lítið notaðir þessi jól því stígvélin þóttu mun betri mér til mikillar gleði. Annars er þetta nú ágætis samsetning hjá henni.
Merkilegt nokk en María og Anna María hafa alltaf verið sólgnar í Trúðaís þrátt fyrir að þeim finnist ísinn ekkert sérstaklega góður - tyggjókúlan í botninum er aðalmálið. Þessi mynd er tekin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum sumarið 2004. Pæjan var að byrja að koma hjá henni en Spiderman bakpokinn er á bakinu á henni - hún dýrkaði Spiderman og var meðal annars Spiderman á öskudaginn árið 2004. Sumarið 2005 fór María Rún í fyrsta skipti til útlanda. Við fórum til Færeyja með Norrænu og stoppuðum m.a. við Jökulsárlón á leiðinni austur. Þrátt fyrir að ferðalagið austur hafi tekið einhverja 12 klukkutíma þá sat hún aftur í bílnum og hafði það notalegt. Ég minnist þess ekki að nokkur pirringur hafi komist í kroppinn, við stoppuðum nokkrum sinnum til að hlaupa um og skoða en þess á milli sat hún og hlustaði á tónlist og sögur.
Í Færeyjum keyptum við fyrsta samstæðuspilið hennar Maríu - hún var búin að læra það utan að þegar við komum til Íslands og enn þann dag í dag tekur hún fram þetta spil og rústar manni gjörsamlega.
Þessi mynd er tekin kvöldið eftir 4 ára afmælið hennar Maríu, Barbie afmælið mikla. Stofan var undirlögð af Barbie dóti. En finnst ykkur hún ekki sæt með svona topp? Mig langar svo að hún láti klippa hann stuttan en það er ekki að ræða það....
Jólin 2005 fórum við til Tenerife með Maju og Begga. Ferðin var rosalega fín, við lentum í fellibyl án þess þó að vita af því. Rafmagnið fór af hótelinu og við náðum að skoða talsvert mikið af eyjunni. María naut þess í botn að vera í hitanum, auk þess fékk hún líka að fara nokkrum sinnum með pabba sínum á golfvöllinn á Playa de Americas.
En þegar við komum heim frá Tenerife þá fór hún að safna toppi, reyndar ýtti ég því að henni fyrst en nú fer toppurinn afskaplega í taugarnar á mér.
Sumarið 2006 fórum við mæðgur með stórfjölskyldunni til Hesteyrar um verslunarmannahelgina. Það var mjög sérstakt að koma þangað og upplifa alla söguna bak við byggðina þar. Bátsferðin þótti líka mikið ævintýri. Við vorum á Ísafirði alla helgina en fórum líka inn í Vigur með Sigrúnu og Agli Bjarna.
En svo leið tíminn og fyrr en varði var gelgjan mætt á heimilið. Þessi mynd er tekin um páskana 2007. 6 ára gelgjan hefur vonandi náð hámarki :)
Þessi prinsessa sem er búin að missa fjórar tennur, fá tvær fullorðins og með fimm lausar er 6 ára í dag. Í dag er skvísan komin í Melaskóla, hún er í 1.-D og unir sér vel. Hún er orðin fluglæs og leggur saman og margfaldar ef þannig liggur á henni. Hún er yndisleg þessi elska, afskaplega þver, fyndin, hlédræg, frek og skemmtileg. Til hamingju með daginn mömmusnúsa :)

föstudagur, september 07, 2007

Dingalingaling

Hvurslags kvart er þetta? Ofurbloggarinn tók sér bara gott sumarfrí :)
---
Skólinn er byrjaður, vinnan á fullu, LÍN með stæla og bloggarinn á bleiku skýi. Ég get ekki beðið eftir því að þessi vetur klárist - hann er samt varla byrjaður. Ég er í 6 einingum og ritgerðaskrifum þessa önn og vinn talsvert með því. Ég veit að þetta verður allt of mikið en ég get ekki minnkað við mig neins staðar. Ég bið ykkur bara öll að leggjast á bæn og vona með mér að ég nái að klára í júní. Mig langar svo að útskrifast frá félagsvísindadeild og taka á móti skírteininu frá Óla Harðar. Mig langar ekkert að útskrifast frá "félagsvísindaskóla" eða hvað það mun heita.
---
Svo hitti bloggarinn svo sætan strák í sumar að hún hefur ekki haft tíma til að pósta hér inn - það er svo tímafrekt að eiga kærasta :) En ofurbloggarinn þarf að halda áfram að vinna svo hún -komist í smalamennskuna um helgina.
---
Ofurbloggarinn kveður að sinni

fimmtudagur, júlí 05, 2007

Ofurbloggarinn!

Það er naumast hvað ég er aktívur bloggari! Við mæðgur skelltum okkur í vikufrí í sumarbústað með Maju, Önnu Maríu og Ottó Má í lok júní. Við nutum þess í botn að hafa það kósý og að lifa letilífi. Mamma var hjá okkur tvær nætur og Valla og Rannveig komu þrjár nætur. Takk fyrir komuna :) --- María fór í útilegu með pabba sínum svo ég var barnlaus alla helgina og að sjálfsögðu nýtti ég mér það í botn. Ég var á hinu heimilinu mínu í Hafnarfirði fram á kvöld á föstudeginum, skellti mér svo til Guðrúnar enn seinna um kvöldið og var frameftir. Við Guðrún rifum okkur svo á bæjarrölt og kíktum á útsölurnar á laugardeginum. Um kvöldið skelltum við okkur í afmæli hjá vinum Guðrúnar á Dillon. Kvöldið er eitt stórt "blast from the past", ótrúlega skemmtilegt kvöld. --- Sunnudeginum eyddum við Guðrún í garðinum á Hressó með sólina, teppi og gashitara til að hafa það kósý. Svo á mánudaginn byrjaði vinnuvikan aftur eftir fríið, sólin hefur soðið mig nokkuð vel í gegnum gluggann- kaffið helst meira að segja heitt lengi! Ég var ekkert smá ánægð þegar ég sá að sólin skein ennþá í dag þegar ég fór af skrifstofunni um eittleytið í dag. Ég elska sólina! --- Ein vika eftir í vinnu og svo aftur frí í tvær vikur! Later

miðvikudagur, maí 30, 2007

Summer, work and etc..

Sumarið var næstum því komið í morgun, ég fór illa klædd í vinnuna og taldi mér trú um að ég yrði að vinna í sól og hita í allan dag en... sólin er farin og var farin þegar ég var búin á skrifstofunni, svo núna er ég bara að vinna heima og engin sól úti. Mér finnst það bara nokkuð notalegt.
---
Ég hlakka pínu til sumarsins, það verður öðrvísi en öll önnur sumur undanfarið. Reyndar verður engin utanlandsferð :( en samt frí, sumarbústaður, útilegur, Þjóðhátið og ný vinna! Mér var boðin vinna áðan sem ég held að gæti verið mjög spennandi, hún er öðruvísi en allt sem ég hef nokkurn tímann gert en tengir mig samt vel við fötlunarfræðin og háskólaumhverfið sem mér finnst mjög svo spennandi. Þannig að í sumar verð ég á skrifstofunni, í þessu djobbi og svo í ritgerðinni on the side.
Best að halda áfram að vinna....

þriðjudagur, maí 29, 2007

miðvikudagur, maí 23, 2007

Heit kókómjólk með rjóma

Done! ég er búin að skila önninni af mér sem nemendi og bara "smotterí" eftir til að skila af mér sem kennari. Vorönn 2007 sem sagt að verða búin, fimmta háskólaárið mitt að verða búið og bara eitt eftir. Ég verð að útskrifast í júní 2008 til að eiga möguleika á því að vera í síðasta hópnum sem útskrifast úr félagsvísindadeild áður en hinn nýji félagsvísindaskóli tekur við, eða hvað hann á að heita á íslensku - á enskunni School of social science. Þegar ég útskrifaðist með BA prófið var ég í fyrsta hópnum sem Kristín Ingólfs útskrifaði sem rektor, ég hefði samt frekar viljað vera í síðasta hópnum hans Páls Skúla eða fyrsta hópnum hans Jóns Torfa en það önnur ella. Mitt markmið hefur semsagt verið að útskrifast á tímamótum hvers konar :)
----
En ég á besta barnið í bransanum, ég hef sofið lítið undanfarið sökum anna og í dag var þreytan orðin heldur of mikil. Ég fór að sofa um þrjúleytið í nótt og vaknaði um sjö... ég var eins og zombie í vinnunni. Þegar við mæðgur komum heim í dag ætlaði hún að fara að lesa og ég geispaði, þá bauð hún mér að leggjast í rúmið sitt og hún ætlaði að lesa fyrir mig. Hún las fyrir mig Prinsessusögur, Helenu ballerínu og nokkrar blaðsíður af Fíusól á meðan ég dormaði í rúminu hennar í tæpa 2 klukkutíma - algjör lúxus. Í staðinn ætla ég að leggjast inn hjá henni á eftir og klóra henni á bakinu á meðan hún sofnar. Nokkuð góður díll finnst mér.
----
En allt annað Leiðin að titlinum ... talandi um kjánahroll. Í það minnsta lélegt uppfyllingarefni og allra síst keppninni til framdráttar.

sunnudagur, maí 20, 2007

Háskólinn Keilir

Iss piss, ég opnaði tölvupóstinn minn áðan og varð bara pirruð. Ég vildi óska að ég myndi nenna að búa á þessu svæði því og ætti meira eftir af skólanum en raunin er. Þarna uppfrá eru 100 íbúðir fyrir nemendur í HÍ, verðið á þeim er fáránlegt í það minnsta - eða bara ótrúlega hagstætt. Dýrasta íbúðin er á rúmlega 79 þús á mánuði en hún er með 4 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, eldhúsi, borðstofu og stofu. 3ja herbergja íbúð sem er 94 fm er á tæpan 50 þús kall. Ég er að borga talsvert meira fyrir 3ja herbergja 63 fm íbúð... reyndar á betri stað en I don´t care! Snilld að búa þarna uppfrá fyrir þá sem vilja :) Mæli með því að fólk skoði þetta www.keilir.net

föstudagur, maí 18, 2007

Helgarfrí!!

Það er alltaf svo næs tilfinning þegar það er föstudagur, þó svo að mín bíði verkefni um helgina þá er það samt næs.. bara næs að þurfa ekki að vakna í stressi á morgun til að gera og græja okkur mæðgur fyrir komandi dag. --- Við skelltum okkur í ísbúðina og fórum svo á róló eftir skóla í dag, þegar ég var búin með ísinn áttaði ég mig á því afhverju ég er ekki brún mjóna. Á rólóvellinum sat ein mamma á hlýrabol og í kvartbuxum, sötrandi vatn og með sólarolíuna í töskunni sem hún tók upp annað slagið og skvetti hressilega á andlitið. Ég hef bara aldrei komist upp á lagið með það að þamba vatn í tíma og ótíma og hvað þá að vera á hlýrabol með sólarolíuna í annarri loksins þegar smá sólarglæta lætur sjá sig. --- En mig langar samt alveg hriklega á þennan LR- Henning kúr sem tröllríður Barnalandi, mig langar miklu frekar í hann heldur en að borða hollt og hreyfa mig. En ég enda sennilega bara á því sama og venjulega, borða óhollt, hreyfi mig lítið og kaupi mér föt sem passa. Ég er bara alltof "góð" við sjálfa mig til að nenna að tuða í sjálfri mér yfir aukakílóum. Eins hallærislegt og það er þá hafði ég nú mikið fleiri komlpexa yfir aukakílóum þegar ég var 55 kg heldur en ég hef í dag... "nokkrum" kílóum þyngri. --- Þrátt fyrir hvíta húð og aukakíló þá stefni ég á að vera pæja í vinnunni á mánudaginn, Guðrún gaf mér nefnilega hárblásara í afmælisgjöf í dag! Hárblásarinn minn dó fyrir alllöngu síðan og ég hef bara ekki leyft mér að splæsa í annann, einhvern veginn hef ég alltaf komist af án þess að blása hárið mitt, ég lifi bara í afneitun og skelli hárinu í teygju- þá þarf engan blástur. En nú verður bót í máli - ég verð blown away! Svo er bara að fjárfesta í sléttujárni, ég er sennilega ein á jarðríki sem á ekki sléttujárn - eins og með blásarann þá hef ég bara fundið mér leiðir til að sleppa því að nota það :) --- Tilgangslaust blogg með dash af skemmtileg heitum eða hvað....

þriðjudagur, maí 15, 2007

Það sem ég hef lært síðustu daga

  • Það er ekkert leiðinlegt að keyra landshorna á milli ef maður hefur góða tónlist, syngur hátt og keyrir um á eðalkagga
  • Það er ekki sjálfsagt að smábörn viti ekki að maður heilsar ekki rollum með "hæ", þær eiga það til að stanga mann
  • Valla hefur "alið upp" víðsýna og klára krakka í MA
  • Það er hægt að halda stjórnarmeirihluta þótt maður fái minnihluta atkvæða í Alþingiskosningum
  • Það er heljarinnar heilapúl að skrifa kafladrög í MA ritgerð
  • Ég er komin langt á eftir áætlun varðandi skólann
  • Mín biður meiri og skemmtilegri vinna þegar ég hef lokið verkefnum annarinnar
  • Það er hægt að rífast á msn
  • Mig langar í frí

En annars er ég bara að læra þessa dagana, milli þess sem ég rökræði við kennara í FSu á moggablogginu mínu um fóstureyðingar Ég ætla að vera í fríi með Maríu á fimmtudaginn og gera eitthvað skemmtó með henni. Hún er orðin svo fullorðin að hún er komin með sitt eigið bókasafnskort! Eníveis, lifið í lukku en ekki í krukku

föstudagur, maí 04, 2007

Orðin fullorðin á flottum bíl

Jamms, ég er orðin 26 ára. Takk allir fyrir kveðjurnar! Svo er ég líka komin á flottasta bílinn í bænum, það er yndi að keyra hann og ljúft fyrir augað að horfa á hann. Ég fór í lærdómsferð í bústað um síðustu helgi og náði nú bara að afkasta nokkuð miklu og borða mjög mikið. Afrekskona á ferð þá helgina!
--
Annars á ég að vera að læra núna, er smá lægð með það... en á mánudaginn verð ég komin með fullt. LOFA. En svo er ég að reyna að gerast sérfræðingur í lögum um ríkisborgararétt, fullt hægt að lesa um þetta barnaland.is þar sem lögfróðir einstaklingar (og minna lögfróðir) rífast um fordæmisgildi og hvað eina. Eina sem ég veit er að mér finnst skítalykt af þessu öllu saman.
--
Svo er Akureyrin eftir viku.. og þá skulu öll verkefni verða búin *hóst*. Mig langar að kíkja aðeins í sauðburðinn á leiðinni í bæinn þar sem ég skýst á nýja kagganum norður en ég verð að vera búin með allt svo það sé hægt :(
--
Sjáum til, ég nenni engu eins og er. Ég tók á móti fyndnasta umslagi ever í vinnunni í dag... ég stakk upp á því að við tækjum upp samskonar umslög en því var hafnað. Farin aftur í letina.

miðvikudagur, apríl 25, 2007

Gömlu góðu...

Ég fann þrjár gamlar filmur í geymslunni hjá mér þegar ég tók hana í gegn um daginn. Dóttirn stóð alveg á gati þegar ég reyndi að útskýra fyrir henni gamla mátann við að taka myndir, hún skildi ekki hvernig þetta virkaði :) en ég fór með þessar filmur í framköllun um daginn og sótti þær í dag. Flestar myndanna eru frá því ég fór til Flórída yfir áramótin 1999-2000. En nokkrar eru úr boði heima hjá ömmu, sennilegast frá því Dóra frænka útskrifaðist úr geislafræðinni. Þessi hér er tekin á Flórída rétt fyrir áramótin í miðborg Jacksonville

Valla Fuller, ég og Þórdís Lísa. Mér fannst ég svo feit á þessum tíma.

Ég gekk yfir þessa brú!!! Ég dó næstum því úr hræðslu á leiðinni. Úrslitaleik SuperBowl var nýlokið og vonlaust að fá far með báti yfir ána að bílastæðinu.

Ég á brúnni... ég var svo hrædd að ég gat ekki lagað hárið á mér. Valva og Lísa eru að spjalla saman og mér sýnist þetta vera Tom Fuller í baksýn

Ástfangna parið, mér fannst þau svo fullorðin þarna. Maja rétt að verða 24 ára og Beggi 28 ára. Þau eru samt ennþá jafn yndisleg!

þriðjudagur, apríl 24, 2007

Er eðlilegt...

... að mæðgur (5 ára og 25 ára) eigi um 30 pör af skóm???

Við mæðgur skelltum okkur í IKEA í dag og versluðum skógrind og hengi fyrir skó í forstofuskápinn. Það var víst löngu kominn tími á að endurraða eða bara raða skónum í þessum blessaða skáp. Ég keypti tvö hengi og eina grind... og allt er fullt. Þetta munu allt vera skór sem þörf er á að eiga og sem eru í "notkun". Reyndar eru tvenn stígvél þarna sem þurfa að heimsækja skósmið til að fá nýjan hæl. Svo er eitt par sem ég hef lengi spáð í að senda líka til skósmiðs til að lækka. Gullskórnir síðan á Date-ballinu í 9.bekk eru þarna líka, það er aldrei að vita nema það verði gullþema þegar Hildur verður þrítug! Svo eru nokkur pör af svörtum plain háhæla skóm, mig sem vantar alltaf skó til að vera í við pils. Kannski ætti ég að prufa annan lit. Svo eru líka fjögur pör af inniskóm í skápnum, en ég sakna samt skónna sem ég skildi eftir í Chile. Hræðilega ljótir en viðbjóðslega þægilegir.

En aftur að IKEA, ég keypti líka rúllugluggatjöld í herbergið mitt. Teppin sem hafa skylt nágrönnum mínum frá svefnbrölti mínu eru komin í þvottavélina og munu sennilega nýtast í sófaleti í framtíðinni. Svona í ljósi þess að eftir 2 vikur er ár síðan ég flutti hingað inn þá finnst mér þetta alveg kjörið. Valla, mamma og Ragna hafa reyndar ekki kvartað undan gluggatjaldaleysi og það hefur alls ekki truflað mig hingað til. Svo þegar þið komið aftur að gista þá getið þið rúllað upp og niður alveg eins og ykkur hentar!

Enn og aftur að IKEA, ég keypti líka litlar skálar í eldhúsið mitt, 12 stk á kostaverði. Djúpu diskarnir mínir eru svo groddaralegir að ég get eiginlega ekki boðið fólki upp á að borða úr þeim, öðrum en okkur Maríu. Ekki það að ég sé með matargesti daglega en ég er alltaf að skipuleggja mögurleg matarboð þótt ekkert verði úr því.

En ég elska að versla í IKEA- það er hægt að gera svo mikið þar fyrir lítinn pening. Ég er alveg búin að sjá hvernig mitt framtíðarheimili verður og það mun ekki kosta mikið- þeas innbúið :) Steypan er alltof dýr eins og staðan er í dag.

fimmtudagur, apríl 19, 2007

Sumri fagnað...

að hætti námsmanna... --- Þökk séð lélegu netsambandi í mekka félagsvísinda missti ég allt sem ég var búin að skrifa. Ég skrifaði heillangan pistil um frábæru dóttir mína, yndislegu foreldra mína, æðislegu systir mína og mág og um leiðindin að læra á sumardaginn fyrsta. --- En ég verð samt að skrifa smá aftur. Dóttir mín er snillingur, ég má ekki víst ekki monta mig af henni segir hún en ég býst við því að hún lesi ekki bloggið mitt ennþá í það minnsta :) Hún las sjálf fyrir svefninn í gær, heilan kafla í Fíusól. Foreldrar mínir eru bara yndi, ég er sú heppnasta í bransanum held ég. Systir mín og mágur eru æði. Það er löngu orðin morgunljóst að án þessa fólks stæði ég ekki þar sem ég er í dag. Þið eruð langbest. --- Rauða þruman fékk yfirhalningu í morgun, pússun á plasti og gleri, ryksugun og kaldan þvott á lakki. Að öllu óbreyttu fer Þruman í hóp notaðara bíla til sölu og við mæðgur fáum annan bíl til umráða, geðveikt flottan bíl. Ég er eins og lítill krakki, ég er svo spennt :) --- Ef ég væri ekki að læra í dag, þá var skemmtilegast í heimi að vera ég!

miðvikudagur, apríl 18, 2007

I feel stupid...

Ég var að koma af húsfundi og átti mín golden moments þar :)
---
Mætingin var nú ansi dræm en það þýðir bara meiri peningur í hússjóðin, jíbbíkóla! En með mín golden moments, þau voru nú ekki eins slæm og þegar ég benti á í tíma eitt sinn að Norðmenn kunni ekki að nota smokka eða þegar löggan var alltaf að hirða okkur. Mig langar að gefa ykkur smá dæmi
---
Nú er verið að skipta um brunakerfi í húsinu og gamla sívælandi kerfið er ótengt. Rafvirkjar hafa verið á ferð um allt hér og sett old-fashion reykskynjara í íbúðir sem eiga að gæta okkar þar til nýja brunakerfið verður til. Einn nágranni minn hafði áhyggjur af því að reykskynjarnir væru ekki nógu næmir því henni brást eitthvað bogalistin við matseldina einn daginn og fyllti íbúðina og ganginn fyrir framan af reyk, ekkert hljóð kom þó frá græjunni sem fagurlega er smellt í loftið hjá henni. Ég benti henni á að fara upp á forstofuskápinn og teygja sig í skynjarann og ýta á litla glæra takkann, ef hann pípti við þá þá ætti hann að vera í lagi samkvæmt minni bestu vitund. Enginn skildi mig, og ég endurtók í sífellu að hún þyrfti að fara upp á skápinn til að ná í skynjarann. Miklar pælingar fóru í gang um það af hverju hún þyrfti að fara upp á skápinn og þá hvernig.... Þá kviknaði ljós í kollinum á minni, hún býr á annarri hæð en ég á þriðju. Hún kemst ekkert upp á skápinn... Lofthæðin hjá mér er sennilega 2-3 metrum meiri við forstofuskápinn hjá mér heldur en henni. Nágrannar mínir hlógu mikið að mér.
---
Spurningakeppnin. Fyrir tveimur árum "vann" ég ásamt tveimur nágrönnum mínum. Svo skemmtilega vildi til að einn nágranninn er með afburðagreind og ég hermdi allt eftir honum. Við þrjú deildum verðlaununum. Sá afburðagreindi vissi vel að tvær hermdum allt eftir honum. Í fyrra hermdi ég eftir sama gáfumenni og vann aftur sömu verðlaun og árið á undan, ég var samt ekki í fyrsta sæti. Nú tók ég þátt í þriðja sinn og það algjörlega ein og óstudd, hjá mér var enginn afburðagreindur sem vildi leyfa mér að sjá réttu svörin. Mér tókst að fá 3,5 stig af 20 mögulegum. Gott að fá svona pepp í lok annar. Ég svaraði svo vitlaust að þær sem fóru yfir svörin áttu í mesta basli með að finna út hvaða spurningum ég var að svara... ég meina, til hvers eru svona spurningakeppnir ef það er verið að spyrja út í hluti eins og fótbolta, myndlist, dýr og Eurovision í gamla daga.
---
En Sunnefa kíkti út á lífið áðan... spurning hvert hún hafi eiginlega farið? Stemmarinn er í það minnsta annsi heitur frá Pósthússtræti og upp að Vitastíg. Frumefnin vatn og eldur eru mikið inn í dag!

530A082E92408541EB03BFA9549717EC

þriðjudagur, apríl 10, 2007

Vinna og skóli again...

"Páskafríið" er búið... Reyndar var ég í litlu fríi núna um páskana líkt og undafarin 5 ár. Eftir 2 ár þá ætla ég í massa páskafrí. Til að ná smá páskastemmara át ég að sjálfsögðu yfir mig af góðum mat og súkkulaði með famelíunni. Anna María var æst í að fá að gista hjá mér tvær nætur, að sjálfsögðu leyfði ég henni það... smá egóbúst fyrir frænku. Það er nefnilega yfirleitt þannig að María verður eftir hjá þeim þegar við förum í heimsókn í Hafnarfjörðinn, en ekki núna því litla skottan vildi koma með mér heim. Eruð þið örugglega búin að ná þessu, hún vildi koma með MÉR heim hehehe --- En við María eru búnar að finna okkur nýtt hobbý, að skauta- ekkert smá gaman. Við fórum aftur í gær á svellið og Maja og Annsa pannsa komu með okkur. Þrjóskan í litlu skottunni minni, hún datt trekk í trekk en stóð alltaf upp aftur og reyndi að renna sér án þess að hafa stoðgrind. Anna María var líka að prufa og var orðin nokkuð sleip í þessu! --- Núna erum við bara komnar á rétt ról, vöknuðum að sjálfsögðu of seint í morgun en María kom í skólann á mínútunni eftir maraþon morgunmat. Við Hildur vorum hérna heima að læra að narta í leifar páskanna. Ég var að afrita eitt viðtal sem ég tók um daginn, ég náði loksins að tengja fótstig við tölvuna og þvílíka snilldin. Ég hægi svo mikið á hljóðinu að ég þarf nánast aldrei að stoppa en í staðinn hljómum við eins og morfínfíklar. --- Skóli á morgun hjá heimasætunni, vinna hjá mér og lærdómur eftir hádegi... Ps. Ég náði mér í nýtt blogg þar sem ég ætla að blogga um gáfulegri efni en hér :) www.asdisyr.blog.is endilega kíkið á það

laugardagur, apríl 07, 2007

One the ice..

Ég fór í hádeginu með skotturnar mínar tvær, Maríu Rún og Önnu Maríu á Skautasvellið í Laugardalnum. Anna Maja "stóra" kom með til að vera mér til aðstoðar með skessurnar á svellinu. Merkilegt nokk að skoða samsetningu hópsins á svellinu, í miklum meirihluta voru karlmenn með börn, svo komu hokkístrákar, listdansarar og minnsti hópurinn var konur með börn. Spurning um hvort svellið sé rétti pick-up staðurinn í dag?
En annars, gleðilega páska...

miðvikudagur, apríl 04, 2007

Páskamaturinn

Mikið hlakka ég til að borða um páskana. Er þetta heilbrigt? Ég er í mesta basli með að ákveða hvað ég á að borða og hvenær, ég hef minnstar áhyggjur með hverjum. Ég held ég sé að missa vitið. Vinnudagurinn í dag fór í að ræða um mismunandi páskahefðir, uppskriftir og útlendar uppskriftasíður. Ég var orðin svöng þegar ég gekk út úr vinnunni. Ég væri alveg til í að skella reyktu svíni í pott og narta í það yfir lærdómnum, en það er einhver rödd í hausnum á mér sem segir að svoleiðis eigi maður ekki að gera. Er ég orðin klikkuð?

sunnudagur, apríl 01, 2007

Enn einn sunnudagurinn

Valla mín kom á föstudaginn, raddlaus og klifjuð af áfengi fyrir vinkonurnar á mölinni :) Við hittumst lítið á föstudagskvöldið þar sem við fórum báðar á smá útstáelsi. Hún á árshátið og ég í hitting á vegum deildarinnar. Fékk eitt undarlegasta símtal sem ég hef kynnst á leiðinni þangað. Hvítvínið var vont en Swissið á Sólon var fínt með Sunnefu um miðnætti. Valla kom svo í hús í miðjum Beverly Hills þætti. Hvað er málið með þessa þætti, ég er orðin húkt á þessu.
---
Við Valla vöknuðum svo á nokkuð skynsamlegum tíma í gærmorgun, Vallan fékk þrumuna lánaða og hitti vinkonu sína og ég reyndi eftir bestu getu að læra, en stundum er það besta bara ekki nóg! Við kíktum svo aðeins á búðarrúnt en enduðum kvöldið á Ítalíu þar sem María og Hildur komu líka. Ég keypti mér hvítvín með matnum, hænuhaus það kvöldið... Kofinn og Sólon fengu svo að njóta okkar áður en við fórum heim.
---
Dagurinn í dag var tekinn snemma, prakkarglottið mætti mér þegar ég gekk í flasið á Völlu í sófanum. Ég hélt að hún væri enn sofandi. Aftur reyndi ég svo að læra þegar Valla fór á vinkonuhitting, gekk lítið sem ekkert. Ég sofnaði með aðra hendina á tölvunni. Svo kom að því að Vallan þurfti að fara út á flugvöll til að komast heim. Ég og flugvellir virðumst ekki ætla að eiga gott samstarf, þegar við komum út úr bílnum á bílastæðinu ómaði fögur rödd í kallkerfinu sem tilkynnti brottför á flugi til Akureyrar. Valla missti nú samt ekki af fluginu.
---
Svo var skvísan sótt í Hafnarfjörðinn, hún var alsæl með helgina. Skottin mín hin tvö líka. Núna sefur skvísan hjá mér í sófanum og ég er að rembast við að fara ekki snemma að sofa, langar að vaka eftir Beverly Hills.

fimmtudagur, mars 29, 2007

Páfagaukaráðgjafi, Götusmiðjan og dautt hold

Upp, Upp, Upp, DUGLEG! Ég horfi á Kastljósið áðan og gat ekki annað en fengið verulegan kjánahroll þegar páfagaukaráðgjafi kenndi páfagaukaeiganda að leysa hegðunarvandamál páfagauksins. Jú, það mun vera svo að það eru ekki til óþekkir eða bara leiðinlegir páfagaukar, vandinn stafar af umhverfinu. Allt er nú til!
---
En svo er það blessuð Götusmiðjan, hún fer á götuna 1.júlí nk og búið er að segja öllu fólki upp störfum. Húsakynni Götusmiðjunnar á Akurhóli hafa alla tíð verið í lamasessi, heilbrigðisyfirvöld gáfu undanþágu fyrir starfseminni. Pælið í þessu, ríkið á Akurhól og Götusmiðjan færir starfsemi sína þangað frá Árvöllum þar sem húsin voru hin ágætustu. Nálægðin við Reykjavík skapaði helstu vandamálin þar. Þegar Götusmiðjan fór á Akurhól var lofað gulli og grænum skógum af hálfu hins opinbera en nú hefur komið á daginn að það hefur ekki gengið eftir.
---
Mér þykir alltaf svolítið vænt um Götusmiðjuna síðan ég var að vinna þar í den. Launin sem ég fékk voru hálfgert grín en vinnan var svo skemmtileg og ég lærði svo mikið þar. Sérstaklega lærði ég mikið af Mumma og eftir því sem ég lærði meira í náminu ígrundaði ég betur það sem ég lærði af honum. En vera í Götusmiðjunni mótaði mig mikið meira en ég held að mig gruni, BA ritgerðin mín varð til vegna einstaklings sem ég kynntist þar. MA ritgerðin mín er í raun sjálfstætt framhald af BA ritgerðinni.
---
En svo er það tönnslan mín. Ég er lúði, algjör lúði. Hún systa mín hló. Á mánudaginn fór ég með kjarkinn í 5.gír inn á tannlæknastofuna til að láta taka síðasta endajaxlinn. Ég hélt að þetta væri nú lítið mál því hún Anna mín væri svo klár. En ég gleymdi að taka hræðsluna í mér inni í reikninginn. Alla vega eftir að Anna og mamma hennar voru búnar að reyna að deyfa mig í klukkutíma gafst hún upp. Hún sagðist aldrei hafa tekið þetta í mál hefði hún vitað að ég þyrfti að koma "edrú". Hún sendi mig heim eftir einni Dísu og lét mig koma aftur. Þegar ég kom aftur var þetta lítið mál, tók rétt um 20 mín með öllu... og ég nokkurn veginn út úr kortinu. Hún sagðist kunna mikið betur við mig í þessu ástandi. Tek hana á orðinu, ég ætla aldrei aftur að mæta edrú til hennar!
---
En mér er ennþá illt í munninum, ég fékk panikkast í dag og var alveg viss um að jarðaför mín væri á næsta leyti. Ég hringdi í tannsa, Sunnefa tékkaði á múttu sinni og ég endaði á Læknavaktinni. Niðurstaðan var sú að nokkur bið verður á jarðaförinni, óbragðið sem ég finn í munninum er víst fullkomlega eðlilegt... dautt hold er víst ekki gott á bragðið. Mig langaði að æla á lækninn þegar hann sagði þetta við mig, dautt hold! Ég er alla vega orðin fíkill í munnskol, ég nota eitt kvölds og morgna og svo annað nokkrum sinnum yfir daginn, því hitt má bara nota tvisvar á dag.
---
Nóg af tuði, Vallan mín kemur með loftfari frá Akueyrinni á morgun. Hlakka til að knúsa kellu!

sunnudagur, mars 25, 2007

Ballerína og Blönduós

Á síðasta mánudag þurftum við mægður að hafa hraðar hendur eftir skóla. María var að fara á generalprufu fyrir ballettsýninguna sem plönuð var á þriðjudag. Við vorum nokkuð tímanlega þegar við komum heim, María fékk sér smá að borða og ég skellti snúðnum margfræga í hárið á henni og allt í einu vorum við nánast of seinar! Við gáfum okkur samt tíma til að skella einni mynd af sætustu ballerínunni með töskuna sína á leiðinni út
Generalprufan gekk vel, og þegar skvísan kom heim fór hún að sýna mömmu sporin sem stóru stelpurnar voru með í sínum dansi. Hún kunni þau bara nokkuð vel. En á þriðjudaginn var stóri dagurinn. Lovísa fékk að koma með okkur og horfa á Maríu dansa, hún þurfti að mæta svo snemma í leikhúsið að mamma, pabbi og Lovísa fengu sér smá göngutúr um Kringluna- keyptu smá nammi og svona notalegheit. En svo kom að því sýningin byrjaði, við vorum mörg í mínum hópi en lítill hluti dansaði í einu. Hér er prinsessan að bíða eftir því að röðin komi að mér.

Svo mikil dúlla

En svo kom að því að minn hópur fór að dansa. Ég var mjög einbeitt allan tímann með tunguna út í kinn :)

Með hendur á mjöðmum
Eins og svanir :)

Síðasta staðan

Eftir sýninguna fórum við öll saman á McÓðal og fengum okkur að borða og svo var bara kominn tími til að fara heim að sofa eftir góðan dag. Síðan hefur vikan bara verið ansi annasöm, Nonni fór af landinu á miðvikudag og ég fattaði ekki fyrr en þá að ég ætti eftir að redda "sækingu" fyrir Maríu hans daga. Mamma sótti hana fyrir mig svo það reddaðist, en við vorum ekki komnar heim fyrr en rúmlega átta báða dagana. Helgarfríið var því velþegið þegar það loks kom. Á föstudaginn var að sjálfsögðu pizza hjá Maju eins og venjulega, við sátum lengi frameftir hjá þeim eins og venjulega :)

Í gær var svo á planinu að fara í síðasta ballettímann en María nennti ekki. Svo fórum við í Hafnarfjörðinn. María var eftir hjá Begga og við Maja sóttum Martin og fórum með hann í fermingu til Ragnars Freys hennar Hildar frænku. Eftir ferminguna brunaði ég í bæinn og hitti nokkrar Blönduósskvísur, það rosa gaman. Mikið hlegið og haft gaman af. Við fengum okkur að borða á Vegamótum og sátum og spjölluðum. Takk fyrir frábært kvöld, verðum að gera þetta oftar! Við tókum nokkrar myndir því til sönnunar að við höfðum hisst

Kidda sem vinnur hjá Kaupþing í Reykjavík og er að læra viðskiptafræði á Bifröst með vinnunni og Helga er iðjuþjálfi á Blönduósi og sveitarstjórnarkona með meiru.

Svo er það Hugrún sem grunnskólakennari, tónlistarkennari og oraganisti og býr Skagaströnd. Svo er það hún Erla, við vorum saman í grunnskóla að 6.bekk og svo í háskóla en hún er uppeldis- og menntunarfræðingur eins og minns. Erla býr hvergi eins og er :) og ég er bara ég.

Mig er farið að þyrsta í páskafrí, það er samt svo mikið eftir að gera... ég á eftir að henda heilum kassa á bókum og greinum inn í EndNote. 5 verkefni bíða þess að verða unnin, 12 verkefni bíða yfirferðar og skila. Inn á milli þessa þarf ég að safna gögnum, taka viðtöl og fara í þátttökuathuganir... og þar allra leiðinlegasta - að afrita viðtölin og þátttökuathuganirnar. Auk þess þarf ég að lesa slatta og vinna en ég var að bæta við mig vinnu á skrifstofunni. Jafnréttisáætlun deildarinnar er þar í smíðum, bara skemmtilegt verkefni.

En ný vinnuvika byrjar ekki skemmtilega, kl. 8.30 í fyrrmálið á að taka síðasta endajaxlinn úr frúnni og þar sem tíminn er svona snemma þá verð ég að vera "edrú".. kvíður vel fyrir því. Svo allir leggist á bæn og hugsið til mín frá 8.30-9.30! Danke

Og svo bara í lokin...


Which Trainspotting Character Are You?

þriðjudagur, mars 20, 2007

Táknrænt eða hvað?

Nóg af árshátíðarpælingum, alvarlegri málefni taka við! Síðustu dagar Alþingis voru viðburðarríkir líkt og venjulega fyrir þinglok. Sameining HÍ og KHÍ varð að lögum á föstudaginn þrátt fyrir að samstaða ríki ekki um endanlega framkvæmd, minnilhlutinn í menntanefnd setti fyrirvara þess efnis í greingargerð sína og tók það fram að sameiningarferlið gæti gengið til baka. Það verður spennandi að sjá hvernig staðan verður 1.júlí 2008. En Ágúst Ólafur náði loks frumvarpi sínu í gegn um afnám fyrningarfrests á kynferðisbrotum, miklar umræður voru um það á kaffistofunni í vinnunni í gær.
---
Afbrotafræðiprófessor vildi meina að aðgerðin væri fyrst og fremst táknræn, hún markaði tímamót fyrir þolendur kynferðisofbeldis en hefði ekkert vægi réttarfarslega. Hann taldi að sakfellingum myndi ekki fjölgja því sönnunarbyrðin verður enn erfiðari eftir því sem lengra líður frá broti. Hann kom með nokkra áhugaverða punkta um þetta, er hætta á því að málsmeðferð dragist nú enn meira en þekkt er? Hverra hagsmuna er verið að gæta, er það endilega það besta í stöðunni fyrir fullorðinn einstakling sem orðið hefur fyrir kynferðisofbeldi í æsku að taka málið upp og mæta ofbeldismanninum? Er ekki hætta á því að fólk "geri ekkert" í málunum fyrr en seint og síðarmeir þegar það hefur nógan tíma? Mér finnst þetta allt vinklar sem vert er að skoða.
---
Annar félagsfræðiprófessor taldi rétt að afnema alla fyrningafresti á brotum ef "alvarleikinn" á að segja til um það. Hver á dæma um alvarleika hvers brots? Minniháttar líkamsárás getur haft djúpstæð áhrif á einstakling til lengri tíma á sama hátt og kynferðisbrot, þó það sé ólíklegt þá er það mögulegt. Eru kynferðisbrot jafn alvarleg og morð og landráð, sem eru samkvæmt kaffistofunni einu brotin án fyrningar? Til hvers erum við með fyrningarfresti á brotum yfir höfuð?
---
Flestir voru sammála afbrotafræðiprófessornum að þessi aðgerð væri fyrst og fremst táknræn, hún hefði ekkert gildi annars. Hvað finnst ykkur?

sunnudagur, mars 18, 2007

Sunday

Árshátíðin var í gær... það er ekki laust við að smá "þreyta" sé að síga í kroppinn eftir kvöldið. Mér finnst alltaf jafn fyndið að hugsa til þess þegar ég fór í árshátíðina í fyrra og hélt að ég væri að fara að mæta á steingelda samkomu fræðimanna sem hefðu engan húmor. Í stuttu máli þá má segja að ég hafði mjög svo rangt fyrir mér. --- Herlegheitin hófust í snemma dags í gær. Ég keypti mér nýjan kjól fyrir kvöldið og taldi mig nokkuð ready með hann upp á arminn en allt kom fyrir ekki hárblásarinn minn dó í miðjum klíðum, veskið sem ég ætlaði með fannst ekki, þjófavörnin var ennþá í kjólnum og það var blindbylur úti. En Guðrún reddaði mér, en ekki hvað? Hún kom með blásara og sléttujárn, skvísaði til á mér hárið, lánaði mér veski og keyrði mig í fyrirpartýið. Þjófavörnin er ennþá í kjólnum. --- Oddverjar hittust til að væta kverkarnar heima hjá deildarforseta vel tímanlega fyrir fordrykk í Gullhömrum. Samræðurnar þar voru fjölbreyttar og það var pælt í ýmsu. Einn þekktur maður sagði mér að hann hefði nú næstum því verið of seinn til Óla því hann hefði verið að grúska í dag, jújú það var nefnilega þannig að kollegar hans héldu því fram fyrir helgi að með auknum ójöfnuði hefðu glæpatíðni aukist. Hann ákvað að kynna sér þetta til að geta hrakið þetta, og vitið menn, rétt fyrir kl. 17 komst hann að þeirri niðurstöðu að kollegarnir hefðu rangt fyrir sér. Þegar hann vissi um bakgrunn minn í uppeldis- og menntunarfræðinni og núverandi nám fór hann að segja mér frá reynslu sinni í tengslum við börn og nám. Samkvæmt honum er það víst þannig að sum börn geta einfaldlega ekki lært, þau eru bara illa gefin (Munnleg heimild. Oddverji, 17.mars 2007). --- Rútan sótti okkur svo rétt fyrir 19 (ekki frá Kynnisferðum Guðrún- Teitur!). "Ófærðin" í Hlíðunum olli smá vandræðum með stórkostlegri fimi bílstjórans í snjóakstri tókst að koma rútunni út á Miklubraut. Þjófavörnin slóst heldur of mikið í kálfann í rútunni. Loks komum við í Gullhamra, mér leið eins og litlu barni í röðinni í anddyrinu þegar nokkrir menn fóru að rifja upp ákveðið atvik í Glaumbæ og annað í Hollywood þegar þeir voru 16 ára. Ég meina ég hef aðeins lesið um þessa staði! Fordrykkurinn var dísætt freyðivín sem búið var að stilla upp á borðum- ég gat ekki annað en hugsað um það hvað þetta var mikið snyrtilegra og þægilegra fyrir þjónana heldur en bakkasörvis. --- Árshátíðin sjálf var æði, dádýrið rann ljúflega niður með dýrindis rauðvíni og Breezerinn var hressandi þegar líða tók á kvöldið. Baggalútur kom sá og sigraði, Raggi Bjarna rifjaði upp eld-gamla takta og hljómsveit hússins hélt uppi stuðinu fram á nótt. Þegar vel var farið að þynnast í hópnum á dansgólfinu ákvað ég að skella mér í bæinn með "unga fólkinu". Sumir voru búnir að drekka allt of mikið og lögðu sig heldur mikið á Ölstofunni og fengu því handleiðslu út af staðnum, aðrir áttu í stökustu vandræðum með franskan hönk, enn aðrir pirruðu sig á karlmönnum og hinir (ég) sátu með Southern og höfðu það næs fram undir morgun. Eina parið í "unga" hópnum fór heim fljótlega eftir að við komum á Ölstofuna. --- Þegar klukkan var að ganga fimm vorum við þrjár eftir; ég, Silja Bára og Svandís Nína. Okkur datt ekki í hug að ganga niður að leigubílaröð heldur stoppuðum við næsta bíl og fengum ökumanninn til að keyra okkur heim. Hann var 17 ára og nýfluttur til Reykjavíkur úr Dölunum, hann rataði ekkert í Reykjavík en ég og Silja Bára komumst heim til okkar- ég býst við því að hann hafði komist heim til Svandísar Nínu en ég veit ekkert hvort hann hafi svo ratað til baka greyið. En við komumst nú heilar heim og þjófavörnin ennþá í kjólnum! --- Frábært kvöld!

sunnudagur, mars 11, 2007

Dugleg spelpa!

Nú er sunnudagur.. styttist í að hann verði búinn og aldrei þessu vant hef ég náð að afreka eitt og annað um helgina. Verið alveg róleg, ég var ekki að djamma svo ég afrekaði enga skandala á því sviði- enda löngu hætt svoleiðis :)
---
Á föstudaginn sótti ég Maríu snemma í skólann, við þöndum sportarann og drifum okkur í Hafnarfjörðinn og sóttum hina prinsessuna mína hana Önnu Maríu á leikskólann. Að sjálfsögðu byrjaði hún að tala áður við mæðgur náðum að komast alveg inn á deild til hennar og hún spjallaði non-stop alla leiðina heim til sín. Hún er svo mikil rófa, hún sagði mér að hana langaði að mamma sín ætti alveg eins bíl og ég! Reyndar á Maja tæknilega bílinn en ég var ekkert að útskýra það fyrir henni. En henni fannst bíllinn ógisslega flottur!
---
Heill her kvenna með Ottó í hægri síðunni bakaði svo pizzu heima hjá Maju. Maja rifjaði upp flotta pizzugerðartakta frá Western fried og henti deginu fagmannlega í loftið til að fletja það út. Beggi og Siggi komu svo tímanlega í pizzuátið og líkaði bara nokkuð vel, Maja átti reyndar stærsta heiðurinn af þessu öllu saman. Ég henti áleggi á eina pizzu, og Maja gerði eiginlega rest :) Enda hefur hún reynsluna og er því best í þessu! Við María hengum svo hjá Hafnfirðingunum okkar fram eftir kvöldi en drifum okkur svo heim áður en möguleiki var á barnaverndarstarfsmönnum í eftirlitsferð um bæinn... segi svona.
---
Á laugardaginn vaknaði ég á undan Maríu sem gerist mjög sjaldan um helgar, María kom fram að horfa á barnaefnið um hálf níu leytið og ég sat og las Skugga-Baldur í sófanum á meðan. Stutt og fín bók, ég hefði sennilega ekki lesið hana nema af því ég þarf að gera það vegna vinnunnar. Ég náði að klára verkið áður en prinsessan fór í balletskólann. Á meðan hún var í ballett brunaði ég í Hagkaup og keypti mér nýjar svartar buxur- sem betur fer voru til eins buxur og ég keypti um daginn. Ég stökk því bara á rekkann, tók rétt númer og beið í röðinni til að borga. Hinar buxurnar sem ég keypti um daginn urðu fyrir því óláni að hlaupa vel í þvottavélinni, tóku góðan sprett! og ég fattaði það á laugardagsmorgun og þurfti að nota þær í vinnu seinni partinn.
---
En jæja, áfram með dugnaðinn. Við mægður skelltum okkur svo heim eftir ballettinn og tókum til í tösku fyrir prinsessuna því hún var að fara í gistingu til Ingu. Hún var voðalega spennt og velti því mikið fyrir sér hvort hún og Brynhildur fengju að sofa á dýnu í sjónvarpsherberginu eða hvort Brynhildur myndi lesa fyrir hana í rúminu hennar. Svo gott að eiga stóra frænku! Á meðan stubbann var hjá Ingu fór ég að vinna. Ég, Guðrún og Sunnefa höfðum lofað okkur í vinnu á árshátið Símans í Laugardalshöll. Þvílík keyrsla og mikið af fólki.. rétt um 1300 manns. Undir lok kvöldsins var ég orðin nokkuð sleip í að ganga hratt, mjög hratt, með þrjá diska út í sal. Nokkuð stolt af því sko- ég missti engan! var nálægt því í tveimur ferðum.. en slapp
---
Vinnan var búin og ég á heimleið um hálf tvö í nótt, fæturnir voru alveg að gefa sig - mér hefur sjaldan langað eins mikið í sjálfskiptan bíl og í nótt. Helv.. kúplingin, það var svo vont að stíga á hana. Ég stoppaði í klukkubúðinni í Lágmúla á leiðinni heim, náði mér í snakk, kók og dvd. Ég keypti kók og tók með mér heim- eitthvað sem ég hef ekki gert í tæpan mánuð. Ég hlammaði mér svo í sófann með sæng og skellti myndinni í spilarann góða.
---
Þegar ég vaknaði í morgun lá beinast við að smella á "resume film" þar sem ég steinsofnaði áður en myndin byrjaði að nokkru viti í nótt og ég var ennþá í sófanum með snakkið og alle græjer þegar ég vaknaði. Þar sem klukkan var bara rétt um níu ákvað ég að horfa á myndina. Bara nokkuð góð ræma á ferð. Í hádeginu hringdi ég svo í Kollu og óskaði henni til hamingju með prinsinn sem átti afmæli um daginn, búin að ætla að gera það í rúma viku en lét verða af því í dag. Þegar símtalinu var lokið skellti ég mér í jakka og skó og vopnuð skólatösku og taupoka með fullt af bókum fór ég út.
---
Núna, nokkrum klukkutímum seinna er ég nánast búin með aðferðafræðikaflann í MA ritgerðina mína, bara oggupons eftir. En harðsperrurnar í höndunum, fótunum, bakinu og náranum eru á undanhaldi. Ég hélt ég væri að endulifa harðsperrurnar á Þorrablótinu á Akureyri, svona er þegar maður er í svona góðu formi! Jamms, manni hefnist letin og aðgerðaleysið þegar maður hreyfir sig loksins eitthvað- og ég tala nú ekki um hreyfingarnar sem maður er ekki vanur!
---
Nóg af öllu monti, ég hefði nú átt fríhelgi þannig séð ef ég hefði verið duglegri undanfarið... Það kemur að því að ég eigi fríhelgi- einn daginn!

föstudagur, mars 02, 2007

Fremtiden!

Oohhh, ég þoli ekki að vera orðin fullorðin og þurfa að taka ákvarðanir um framtíðina... Hvar á ég að búa? Í hvaða skóla á María að fara næsta haust? Hvað á ég að gera þegar ég er búin með skólann? Á ég að halda áfram að læra eða fara að vinna? Mér finnst ég þurfa að taka svo mikið af ákvörðunum núna að ég er ekki að höndla það... Framtíðarheimilið okkar Maríu, hvar á það að vera? Mig langar að búa í vesturbænum áfram, við fluttum hingað haustið 2002 og ég er orðin samgróin Suðurgötunni og stóra hringtorginu. En eins og fasteignamarkaðurinn er hérna í dag þá er það mjög svo fjarlægur möguleiki að ég geti keypt hérna. En svo langar mig stundum að flytja út á land, ódýra húsnæði og rólegra umhverfi.. og lítið af fólki sem þekkir mann. Stundum langar mig að flytja til Akureyrar og stundum til Skagastrandar.. ólíkir staðir :) En þá kemur stóra spurningin, hvað á ég að vinna við þar?? Það er sennilega meiri möguleiki á góðri stöðu á Akureyri en... ef við búum á Akureyri eigum við þá ekki eftir að sakna allra í Rvk??? Skólinn hennar Maríu.. hún er að klára fimm ára bekkinn núna. Ef ég læt hana hætta í Landakoti og fara í Melaskóla þá finnst mér ég tilneydd til að koma mér í húsnæði hérna í vesturbænum næsta sumar... með góðu eða illu svo hún geti verið í Melaskóla eitthvað áfram. Helst vil ég að hún verði í sama skólanum þar til hún verður 16 ára. Tvær af stelpunum í hennar bekk hætta í Landakoti og fara í Vesturbæjarskóla. Það er margt sem ég er óánægð með í Landakoti en margt sem ég er ánægð með. Auk þess finnst mér það skipta miklu máli hvar við mæðgur endum haustið 2008. En hvað á ég að gera þegar ég er búin með MA prófið... á ég að halda áfram og klára náms- og starfsráðgjöfina, eða fara í dipl. í opinberri stjórnsýslu eða jafnvel hætta þessu skólaveseni og fara að vinna??? og hvar á ég þá að fara að vinna... Hvað á ég að gera?? Reykjavík vs landsbyggðin? Landakot vs Melaskóli? Skóli vs vinna?

sunnudagur, febrúar 25, 2007

Stjörnuspáin í dag...

Naut
Þú ert á góðri leið með að finna aftur allt sem þú týndir. Það tekur nokkra daga. Ekki gefast upp. Það verður í fullkomnu lagi með þig. Einn andardráttur í einu. Bogmaður stendur með þér.
Fyndið hvernig maður getur alltaf látið spánna passa vel við lífið :)

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Photos..

Ég er búin að dúlla mér við það síðustu daga að setja inn myndir af hinu og þessu... ég er loksins búin að því - Humarveisla hjá Guðrúnu og Gunna - Menningarferð Hildar, Maríu og Ásdísar - Fab4 út að borða og á Sálinni í Hlégarði - svo aðalinn.. afmælið hennar Völlu á Akureyri og svo setti ég aftur inn útskriftarmyndirnar Enjoy..

Grunnskólakennari????

  • Ef þú ert grunnskólakennari á unglingastigi þá þarf ég að tala pínu við þig...
  • Ef þú þekkir einhvern sem er grunnskólakennari á unglingastigi þá þarf ég að tala pínu við þig líka
  • Ef þú þekkir einhvern sem þekkir einhvern sem er grunnskólakennari á unglingastigí þá þarf ég að tala pínu við þig
Very very important! Sendið mér mail á aya@hi.is

sunnudagur, febrúar 18, 2007

Good old days...

Ég var að spjalla við Sigga Valla um daginn og við vorum að spá í hitting allra gömlu félagana í Mosó.. og jafnvel hafa landa til að ná upp gamla andanum :) Við Sunnefa kíktum aðeins út í gær og hittum nokkra Mosfellinga, ég hló þar til mig verkjaði í andlitið- sumir hafa ekkert breyst. Svo rakst ég á gömlu árbókina úr Gaggó í gær- í þvinnkunni í dag fór ég að skoða þetta og vá hvað sumt er fyndið... Elín Elsku Ásdís! Takk fyrir liðin ár! Þá sérstaklega sl. vetur þar sem þú varst meistarakokkur í matreiðslu. Vertu hress og passaðu þig á öllum gæsunum í menntó. Sjáumst Elín. Ekki hefði mér dottið í hug á þessum tímapunkti að við Elín ættum eftir að verða eins góðar vinkonur og við erum í dag, þykir endalaust vænt um Línu mína :) En matreiðslutímarnir voru ekkert smá skemmtilegir... Guðrún Elsku Ásdís. Takk fyrir að "muna" að láta mig skrifa. Loksins BÚNAR. Vonandi tekur nú við svipað sumar og í fyrra. Það verður vonandi gaman hjá þér, nördinu í MS á næsta ári og vonandi mun vinskapur okkar haldast lengi. Love you, þín Guðrún Svipað sumar.. ómæ komandi sumar, the one and only summer of ´97... það var langt frá því að vera svipað fyrra sumri. En nördið í MS hætti þar við, sótti um í FS og hætti við á skólasetningunni og gekk inn í Borgó um miðjan september. Og jújú, við erum enn vinkonur Kolla Elsku Ásdís mín. Loksins erum við búnar með gaggó. Til hamingju með einkunnirnar úr samræmdu. Maður á nú eftir að sakna þess að keyra allar kjaftasögurnar á mánudögum, þín Kolla. Ps. Passaðu hvar þú sest niður Kolla mín, við Guðrún vorum góðar með slúðrið í smíði og saumum á mánudögum! En ég fatta ekki þetta með að setjast niður, hvað var það? Man það einhver? Sunnefa Elsku ástin mín. Takk fyrir að vera til því án þín væri ég ábyggilega bara "HH". Þín að eilífu!!! Love you, Sunnefa XXXX Viðburðaríkur vetur hjá okkur Sunny.. en hvað var "HH"? Helgi Laxdal Vonandi skemmtirðu þér þessi ár í skólanum og vonandi verðurðu gömul kona. Kveðja Helgi. Ég vona að ég verði gömul kona... Þorri Elsku Ásdís mín. Ég mun ALDREI gleyma þér því ég þarf endilega að búa rétt hjá þér. Ég man ekki eftir því að hafa séð Þorra neitt að ráði frá því þennan dag :) Við bjuggum jú rétt hjá hvort öðru en allt kom fyrir ekki... Árni Dö Ég hef elskað þig úr fjarska í mörg ár, vonandi sérðu möguleika á ástarsambandi á næstunni. hahahhaha Helgi Þór Takk fyrir allt það liðna. Vertu Hx-tx% en ekki Ba-tx% Algebru húmor bíst ég við... Anna Hlíf Elsku Ásdís. Takk fyrir þessa erfiðu 3 vetur og þessar helgar sem við skemmtum okkur sman. Sjáumst kannski hressar í MS Við vorum lengi að kynnast :) en urðum svo prýðis djammfélagar, eitt partý heima hjá Erlu Víðis er mér ofarlega í huga... Atli Elsku Ásdís ofurbeib. Takk fyrir frábæran vetur og til hamingju með prófin og gangi þér ýkt vel í framtíðnni. Þinn elskulegi vinur Atli Það ekkert verið að spara stóru orðin, en ég man ekki til þess að við höfum verið eitthvað sérstaklega góðir vinir-bara svona bekkjarfélagar :) Erla Víðis Elsku Ásdís. Takk fyrir öll árin, þetta er búin að vera frábær vetur í öllum tímunum, það er eins gott að við djömmum mikið saman framundan og verðum svolítið ... (ekki prenthæft)... Bara eins gott að fá ekki of miklar harðsperrur. Þín heittelskaða Erla Bókin góða í ensku... djömmuðum smá á þessum tíma, ekki prenthæft! Fanney Elsku Dísa mín. Takk fyrir frábæran vetur og bara allt árið. "Viltu lána mér jakkann þinn?"... Ég held ekki. Sjáumst á djamminu. Þín vinkona Fanney Hvað er þetta með jakkann?? Fanney? Við áttum sko eftir að hittast á djamminu... Þórsmörk ´97- brekka var okkar eini vinur :) Gunnar Helgi Takk fyrir veturinn, sorry að ég keypti ekki úlpu. Kær kveðja Gunnar H. Mér var alltaf kalt í skólanum. Gunnar Helgi vildi alltaf hafa opinn gluggann en ég vildi hafa hann lokaðann... Júkki Takk fyrir samveruna. Love forever, see you later! Sömuleiðis bara.. hvað ætli sé að frétta af honum? Valdís Eva Elsku Ásdís mín! Þakka þér fyrir þennan vetur, allar sjoppuferðirnar. Ég vona að ég hafi reynst þér góður hlustandi en hvað með það. Vonandi hittumst við bara á djamminu og hafðu það gott. Þín vinkona Valdís Eva. Valdís lenti oft í því að þurfa að hlusta á öll vandamálin mín síðasta veturinn í gaggó... DJ og allt heila klabbið :) Ég man ekki til þess að við höfum hisst oft á djamminu eftir þetta Og svo voru það blessaðir kennarnir... Árni Freyr Sigurlaugsson 8.9.-ÁF. - Persónulegur kallinn! Miss Wonderbra, have a nice life. Jónína.- Wonderbra hvað Kæra Ásdís. Þakka þér fyrir samveruna undanfarin þrjú ár. Það er mikið í þig spunnið! Nýttu það með þér og ræktaðu það jákvæða. Þinn enskukennari Hlín- Líst vel á Hlín, hún hefur séð gegnum gelgjustælana :)

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Humm...

Ég held að ég sé búin að vera pínu manísk undanfarið.. Ég er hætt að reykja og mér finnst ég eiga svo mikið af verðlaunum skilið- þó það séu liðnir örfáir dagar síðan í drap í :) Í gær fór ég í neglur og svo sótti ég Maríu í skólann. Á leiðinni á sundnámskeiðið varð ég fyrir því óláni að nudda kagganum utan í annan kagga... ekkert alvarlegt og meira að segja pínu fyndið í ljósi aðstæðna síðustu daga og vikna- ég hef keyrt tjónlaus frá 1999!
---
Við vorum of seinar í sundið svo við skelltum okkur bara í Kringluna að kaupa afmælisgjöf fyrir Lovísu Marý. Í röðinni í Hagkaup sá ég buxur sem gjörsamlega æptu á mig, ég hugsaði með mér að ég væri nú þegar búin að spara hellings pening með því að hætta að reykja og ákvað að kippa þeim með og vísa þeim til næstu mánaðarmóta. En þetta er ekki búið- ég lét mér ekki nægja neglur og buxur...
---
Ég hitti Hildi í smá "kaffi" í Kringlunni, á leiðinni upp á Stjörnutorg sá ég stígvél sem gjörsamlega misstu það þegar ég gekk framhjá. Ég ákvað að kíkja betur á þau og vitið menn- þau smellpössuðu. Ég sá mig alveg í þeim við fullt af fötum sem ég á og svo vantar mig lág svört stígvel. Ég ákvað að vísa þeim líka til næstu mánaðarmóta- en ég lét mér ekki nægja eitt par heldur var mun hagstæðara að kaupa tvö pör.
---
En þrátt fyrir að fá mér nelgur, kaupa buxur og tvenn stígvél þá er ekki feit vísafærsla þar á bak við... þetta er búið að kosta mig 10 þús kall- sem mér finnst ekki mikið fyrir allt þetta, ég elska útsölur..

föstudagur, febrúar 09, 2007

Lífsreynslusaga konunnar í sveitinni

Svo segir konan frá: Dag einn hitti ég yndislegan herramann og við urðum ástfangin. Þegar það varð ljóst að við myndum giftast ákvað ég að fórna því sem ég hafði mikið dálæti á. Ég hætti að borða bakaðar baunir. --- Einhverjum mánuðum seinna, á afmælisdaginn minn, og ég var að fara heim frá vinnu, bilaði bíllinn minn. Þar sem ég bjó út í sveit hringdi ég í manninn minn og sagði honum að ég kæmi seint þar sem ég þyrfti að ganga heim. --- Á leið minni heim gekk ég fram hjá litlu veitingahúsi og lyktin af bökuðum baunum var meiri en ég gat staðist. Þar sem ég átti eftir að ganga nokkra kílómetra áður en ég næði heim reiknaði ég það út að ég myndi ganga af mér þá kvilla sem fylgdu því að borða bakaðar baunir áður en ég kæmi heim. Svo ég stoppaði á veitingahúsinu og áður en ég vissi af hafði ég klárað þrjá stóra skammta af bökuðum baunum. --- Alla leiðina heim fullvissaði ég mig um að ég hefði losað mig við allt gas sem fylgir slíkri græðgi. Þegar heim var komið tók eiginmaður minn spenntur á móti mér og sagði: "Ástin mín! Ég ætla að koma þér á óvart við kvöldverðarborðið." Hann batt síðan slæðu fyrir augun á mér og leiddi mig að stól við borðið. Ég fékk mér sæti og rétt í því sem hann ætlar að leysa frá augunum á mér, hringdi síminn. --- Hann lét mig lofa því að ég myndi ekki kíkja fyrr en hann hefði afgreitt símtalið og svo fór hann til þess að svara í símann. Bökuðu baunirnar sem ég hafði innbyrt voru ennþá að hafa áhrif á mig og þrýstingurinn var að verða óbærilegur. Svo að á meðan eiginmaðurinn var í öðru herbergi notaði ég tækifærið, lét allan þunga minn hvíla á annarri rasskinninni og hleypti einu skoti út. Það var ekki eingöngu hátt heldur lyktaði það eins og gúanóverksmiðja. --- Ég tók servíettuna úr kjöltu mér og notaði hana sem viftu. Svo lyfti ég mér upp á hina kinnina og skaut þremur í viðbót. Lyktin var verri en af soðnu káli. Þessu hélt ég áfram í fimm mínútur í viðbót á meðan ég hlustaði gaumgæfilega á samræðurnar sem fram fóru í hinu herberginu. --- Ánægjan var ólýsanleg eða þar til kveðjuorðin í hinu herberginu bundu enda á þetta frelsi mitt. Ég loftaði í flýti í kringum mig með servíettunni, lagði hana síðan í kjöltu mér og kom höndunum fyrir ofan á henni og hugsaði um hversu vel mér liði og hversu ánægð ég var með mig. Andlit mitt hlýtur að hafa sýnt mynd sakleysis þegar eiginmaður minn kom aftur og baðst afsökunnar á því að hafa verið svona lengi í símanum. Hann spurði mig hvort ég hefði nokkuð svindlað og kíkt en ég fullvissaði hann um að það hefði ég ekki gert. --- Þegar hér var komið sögu tók hann slæðuna frá augum mér og tólf kvöldverðargestir sem sátu í kringum borðið hrópuðu: "Til hamingju með afmælið!" Það leið yfir mig!!!!!!!!!!!!!!!!!! Sem betur fer er lífið ekki svona á Eggertsgötunni- nema kannski í ímynduðum heimi :)

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Breiðavík...

Þvílíki viðbjóðurinn. Ég á fá orð um þetta nema viðbjóður og mannvonska. Fréttatímar síðustu daga hafa lítið annað gert en að fjalla um hörmungarnar sem þessir drengir þurftu að þola svo árum skipti. Þegar Lalli Johns brotnaði niður þá gerði ég það líka, ég vorkenndi honum svo mikið. Hann er nagli, hann þarf að vera nagli til að geta lifað á götunni og á Hrauninu en það að hann skildi brotna niður 40 árum eftir þetta segir manni ansi margt.
---
En í dag finnst mér það ekki skipta máli hvað var gert og hvernig. Við erum búin að fá að vita það að líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi var daglegt brauð þarna um margra ára skeið. Ég vil fá að heyra frá opinberum starfsmönnum þessa tíma. Ég vil að Bjarni Þórhallsson komi fram í fjölmiðlum og skýri sitt, í það minnsta, þar sem brot hans eru líklega fyrnd. Ég vil að skýrslur sálfræðingsins sem skoðaði heimilið árlega í 13-14 ár komi fram í dagsljósið. Ég vil að þeir starfsmenn sem þarna unnu á þessum tíma komi fram og segi sína sögu. Auk þess vil ég að eftirlifandi starfsmenn ríkis, barnaverndar og sveitarfélaga sem áttu sinn þátt í því að senda drengi þangað komi fram og viðurkenni ábyrgð sína. En sjaldnast fæ ég það sem ég vil...
---
Á barnaland.is eru fjörugar umræður um þetta, margar hverjar hafa gengið svo langt að leita að minningargreinum um fyrrv. forstöðumanninn. En þar eru líka margar sem vilja halda því fram að svona heimili gæti aldrei blómstrað í dag. En hvað með Byrgið? Þangað fóru einstaklingar á öllum aldri, ekki eins ungir á á Breiðavík en margir ungir. Sagan segir að tíu börn hafi verið getin á staðnum síðastliðin ár, þegar starfsmenn nýttu sér völd sín og valdleysi niðurbrotinna kvenna, skjóstæðinga sinna. Fyrir nokkrum árum síðan lokuðu félagsmálayfirvöld heimili fyrir unglinga, ástæðan mun hafa verið samskiptavandi milli ráðuneytis og heimilisins. Í þeirri umræðu kom ekki fram að sonur hjónanna á heimilinu hafði verið ákærður og sýknaður af kynferðislegu ofbeldi gagnvart stelpum sem voru í vist á heimilinu.
---
Þegar ég var að vinna BA ritgerðina mína rakst ég á fullt af heimildum um heimili sem rekin voru af barnaverndarnefndum um land allt, auk þess benti Jón Torfi mér á hin ýmsu heimili sem hann þekkti til. Mörgum þeirra var lokað nánast fyrirvaralaust og ekkert gefið upp afhverju. Það kæmi mér ekki á óvart ef fleiri mál af sama toga færu að spretta upp núna. Nú er lag að koma þessu í gott stand- eins gott stand og hægt er.

mánudagur, febrúar 05, 2007

Fjarlægðin..

...gerir fjöllin blá og langt til Akureyrar :) Annars er ég búin að vera svaka dugleg í dag. Byrjaði á því að labba í vinnuna, tilneydd því bíllinn var frosinn læstur en það var bara nokkuð hressandi. Í vinnunni svaraði ég í símann eins og venjulega, það var svo lítið að gera að við nánast slóumst um að svara. Ég fann svo líka út hvar ég átti að staðsetja rannsókina mína- etnógrafísk case stúdía. Svo hitti ég hana Helgu mína í kaffi, eftir margra mánaða planerí hittumst við loksins. Svo skottaðist ég heim, náði í pappakassa og fór að róta til í geymslunni og skápunum í stofunni. Núna er bara að halda áfram að setja í kassa... þegar ég er búin með útdráttinn úr BA ritgerðinni sem Borghildur þarf að fá hjá mér.

Svarið er...

.. etnógrafísk case stúdía :) Hitti leiðbeinandann minn í dag og við komumst á þeirri niðurstöðu þar sem ég er í raun að skoða menningu í menningu- innan ákveðins kerfis?? Hljómar hallærislega en er víst það sem ég er að gera...
---
Hef annars lítið að segja, bara 5 dagar eftir af lífi reykingamanns og fullt af dögum eftir sem no-smoker :) Zypanið fer pínu í skapið á mér að ég held.. alla vega er ég búin að við viðbjóðslega skapvond síðustu daga og hvæsi á alla við minnsta tilefni.

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Úffff

Hausinn á mér er að brenna yfir! Ég var í tíma í eigindlegum á síðasta þriðjudag þar sem verið var að fjalla um aðferðafræðina á bak við hverja rannsókn fyrir sig og það rannsóknarsnið sem maður ætlar að fylgja í sinni rannsókn. Ég hélt að ég hefði skilið þetta ágætlega eftir tímann- ég var samt pínu rugluð en ekkert meira en venjulega. Svo fór ég að vinna í gær vinnuáætlun fyrir námskeiðið og ætlaði þar að koma að þeirri aðferðafræði og því sniði sem ég er að vinna undir- þá fór allt í klessu. Ég steinhætti að skilja nokkurn skapaðan hlut. Í dag var svo umræðutími í eigindlegum. Ég skildi fyrst fullt, svo ekki neitt og svo fullt og svo ekki neitt. Í fyrradag var ég að velta fyrir mér hvernig ég gæti sett mína rannsókn fram sem grounded theory. En sú gagnaöflun sem ég er búin að vinna passar ekki þar inn í. Ég hef nýtt mér markvisst úrtak en grounded theory krefst fræðilegs úrtaks. Samt sem áður er hluti af grounded theory að finna út orsakatengsl ákveðinna hluta og ég ætla að gera megindlega rannsókn næsta haust en orsakatengsl á megindlegan mælikvarða eru víst mjög ólík orsakatengslum eigindlegra rannsókna. Ég held að ég geti ekki notað grounded theory.. en mig langaði svo að setja fram líkan um mínar niðurstöður svo að ... Í gær var ég komin á þá skoðun að mín rannsókn væri fyrirbærafræðileg eðlis, þar sem ég er að skoða ákveðna reynslu eða ákveðið fyrirbæri. Ég var rosalega ánægð með mig í gærkvöldi þegar ég taldi mig hafa fattað þetta loksins. Ég var búin að hugsa aðferðafræðikaflann í MA ritgerðinni út í eitt. Hún átti sem sagt að vera þekkingarfræðin sem social constructivism, kenningin sem symbolic interaction og aðferðafræðin sem fyrirbærafræði. En svo þegar ég mætt í tímann í dag komst ég að því að þetta virkar ekki þar sem ég hef safnað vettvangsnótum með viðtölum og þátttökuathugunum og ætla mér að beita fleiri aðferðum. Fyrirbærafræðin býður bara upp á viðtöl og er að skoða ákveðna reynslu með því að finna merkingu í gögnunum. Ég er ekkert endilega bara að skoða reynslu heldur líka viðhorf.. Þannig að ég dag hallast ég helst að því að ég sé með case stúdíu. Ég er að skoða út frá margs konar gögnum, það passar inn í case stúdíuna. Þannig að höfuðverkur dagsins er að finna hvernig social constuctivism og symbolic interaction vinna með case stúdíunni. Hausinn er að springa, ósköp einfaldlega! Ég held að ég hafi aldrei á mínum tæplega 5 ára ferli í HÍ þurft að hugsa eins mikið. Það líka skiptir svo miklu máli að þetta sé rétt- annars er hægt að rústa MA ritgerðinni ef ég hef ekki nógu góðan aðferðafræðilegan kafla. Ég fæ alveg hroll að hugsa um það að kynna ritgerðina mína og segja: þetta er case stúdía á menningu og viðhorfum til sérskóla... og svo kemur einhver eins og kannski JTJ og segir: afhverju segirðu það? er þetta ekki meira í ætt við etnógrafíska rannsókn... ég myndi bara standa eins og kúkur og ekki getað sagt orð. Ég veit að þetta var hundleiðinlegt blogg- ég bara varð að koma þessu frá mér. HJÁLP